Vindlarnir snúa aftur í Björkina: „Gömul hefð sem fólk vill geta gengið að“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. desember 2021 17:42 Björkin hefur verið að stafla sig upp á síðkastið fyrir komandi hátíðir. vísir/vilhelm Tóbaksverslunin Björkin er aftur farin að selja vindla eftir rúmlega hálfs árs hlé. Margir hafa velt fyrir sér hvort verslunin sé að loka dyrum sínum endanlega eftir 94 ára rekstur en eigandinn segir að svo sé ekki þó breytingar á rekstrinum séu væntanlegar á næsta ári. Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar. Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira
Hann vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar þær breytingar verða en segir að þær verði kynntar snemma næsta árs. En þangað til verður Björkin áfram gamla góða vindlaverslunin. Búðin hefur verið tóm og var lokað í stutta stund í síðustu viku. Hún hefur nú opnað á ný og mun þar allt fyllast af vindlum á næstu dögum. Þetta skilti blasti við þeim sem ætluðu að kaupa sér vindla í Björkinni í lok vikunnar. vísir/vilhelm „Ég þurfti að tæma búðina af öllum vörunum til að rýmka um fyrir vindlunum nú í desember. Og það er bara gert til að viðhalda gömlu góðu þjónustunni. Þetta er gömul hefð sem fólk vill geta gengið að og ég ætla nú ekki að vera hataðasti maður jólanna,“ segir Jóhann Thulin Johansen eigandi verslunarinnar, sem flestir þekkja einfaldlega sem Túlla, léttur í bragði. Tæmdu búðina til að rýmka til fyrir vindlum Það hefur líklega ekki farið fram hjá föstum viðskiptavinum Bjarkarinnar að búðin var farin að færa sig í túristalegri átt, með sölu á ýmsum túristavörum þó áfram væri þar tenging við tóbaksvörur. Í vor hætti hún síðan að bjóða upp á vindla. „Þetta er bara búin að vera smá pása síðan í vor, svona endurskipulagning á fyrirkomulagi búðarinnar. Þannig ég er búinn að vera tóbakslaus síðan í apríl eða maí. En sem betur fer tókst að snúa málinu þannig að það verður hægt að ganga að vindlum hjá okkur allavega út desember,“ segir Túlli Á meðan ekki var hægt að fá vindla í tóbaksversluninni var dyggum viðskiptavinum Bjarkarinnar beint að annarri verslun í Skútuvogi. Túlli vill ekki gefa upp hvaða breytingar séu í vændum á rekstrinum en lofar því að hægt verði að ganga að gömlu góðu Björkinni með sínum vindlum fram yfir hátíðirnar.
Áfengi og tóbak Reykjavík Jól Verslun Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Sjá meira