Tuttugu og fimm nemendur og starfsmenn Klettaskóla greinst með Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2021 12:43 Flestir smitaðra eru í 5. bekk en Arnheiður segir aðstæður í skólanum sérstakar að því leyti að margir vinni saman í litlum rýmum. Vegna þessa séu allir settir í sóttkví þegar smit kemur upp en ekki í smitgát. Smituðum í Klettaskóla hefur fjölgað en alls hafa 25 nemendur og starfsmenn greinst með Covid-19. Að sögn Arnheiðar Helgadóttur skólastjóra er um að ræða sextán nemendur og níu starfsmenn. Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Vísir greindi frá því á mánudag að nokkrir nemendur og kennarar hefðu verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir síðustu helgi en á mánudag höfðu fimmtán greinst. Að sögn Arnheiðar eru langflest smitin, bæði meðal nemenda og kennara, bundin við 5. bekk. Hún segir ekki bara um að ræða eitt hópsmit, heldur sé einnig um að ræða fleiri utanaðkomandi smit. Þá segist hún hafa heyrt af einu tilviki þar sem fjölskyldumeðlimur hafi smitast en hún hafi ekki fengið þetta tilvik staðfest. „Það er ekki búið að taka endanlega ákvörðun um eitt né neitt. Það er bara verið að fara yfir stöðuna með almannavörnum og skóla- og frístundasviði,“ segir hún um framhaldið, spurð að því hvort til standi að fella niður skólastarf. Klettaskóli er sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar að ýmsu leiti. Nemendur hans eru til að mynda um 124 talsins en starfsmenn 160. Þeir starfa í ýmsum starfshlutföllum og um er að ræða kennara, auk ýmissa sérfræðinga og þjálfara. „Það eina jákvæða í þessu, ef það má orða það þannig, er að við höfum ekki fengið fregnir af neinum sem hefur orðið alvarlega veikur. Hvorki nemendur né starfsfólk,“ segir Arnheiður. Þá hafi allir staðið sig vel í því ástandi sem upp er komið. „Krakkarnir og starfsfólkið hefur staðið sig alveg ótrúlega vel í svakalega krefjandi aðstæðum og foreldrar verið sérstaklega samvinnufúsir. Það hafa allir lagst á eitt við að vinna þetta saman og við erum ótrúlega þakklát fyrir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Tíu nemendur og fimm starfsmenn Klettaskóla smitaðir Þó nokkrir nemendur Klettaskóla og starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví eftir að smit greindist innan skólans fyrir helgi. Skólastjóri bindur vonir við að fleiri greinist ekki á næstu dögum en ómögulegt sé að segja til um framhaldið. 13. desember 2021 14:40