Mikilvægt að við kennarar stýrum umræðunni um menntamál á Íslandi Guðný Maja Riba skrifar 10. desember 2021 14:00 Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun