Birkir Blær sigurvegari sænska Idolsins 2021 Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 10. desember 2021 21:44 Birkir Blær stóð uppi sem sigurvegari Gudmund Svansson Akureyringurinn og tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson fór með sigur af hólmi þegar hann mætti söngkonunni Jacqueline Mossberg Mounkassa í úrslitum sænska Idol í kvöld. „Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
„Ég er svo þakklátur öllum þeim sem kusu Íslending. Ég er svo stoltur,“ sagði Birkir Blær við fjölmiðla eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég hef lært svo svo mikið á þessu, ekki síst nýtt tungumál. Þetta er draumur sem hefur ræst,“ bætti hann við. Þá segir hann keppinaut sinn, Jacqueline Mossberg Mounkassa, vera frábæran listamann og að hann hafi haldið að það yrði hún sem fagnaði sigri að keppni lokinni. Okkar maður ásamt Jacqueline Mossberg Mounkassa.Gudmund Svansson Keppendurnir fluttu þrjú lög til að heilla sænska kjósendur. Fyrsta lag Birkis Blæs var All I Ask eftir Adele, annað It's A Man's World með James Brown og loks frumsamda lagið Weightless sem keppendur fluttu báðir. Hlusta má á flutning Birkis Blæs á Weightless í spilaranum hér að neðan: Allt ætlaði um koll að keyra á skemmtistaðnum Vamos í miðbæ Akureyrar þegar tilkynnt var að Akureyringurinn Birkir Blær Óðinsson hafi sigrað sænska Idolið árið 2021. Myndband af fagnaðarlátunum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í sigurlaun fær Birkir Blær plötusamning hjá útgáfurisanum Universal sem er með stærstu plötufyrirtækjum í heimi. Ljóst er að hann á framtíðina fyrir sér í Svíþjóð og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú þegar gefið út nokkur lög á seinustu árum og breiðskífuna Patient. Birkir Blær sagði í samtali við fréttastofu fyrir keppnina að hann hefði lítið sofið í nótt enda spennan mikil. Mikið var í húfi þar sem sigurvegarinn fær plötusamning við Universal-útgáfuna. Birkir hefur heillað dómara ítrekað upp úr skónum og jafnframt áhorfendur af símakosningum að dæma. Stórfjölskyldan var í salnum í kvöld; meðal annars Rannveig Katrín Arnarsdóttir, kærasta hans, og móðir hans Elvý Guðríður Hreinsdóttir sem flaug utan til Svíþjóðar frá Íslandi í morgun. Fréttastofa ræddi við Elvý skömmu áður en hún fór út. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Sjónvarpsstöðin TV4 tók saman Idol-ævintýri Birkis Blæs í aðdraganda úrslitakvöldsins. View this post on Instagram A post shared by Idol pa TV4! (@tv4idol) Hópur fólks kom saman á skemmtistaðnum Vamos á Akureyri í kvöld til að fylgjast með þættinum og einnig horfði hópur fólks á úrslitin í Keiluhöllinni í Egilshöll. Vísir var með puttann á púlsinum, bæði í Svíþjóð og á Akureyri, og má fylgjast með framvindunni í Vaktinni hér að neðan.
Birkir Blær í sænska Idol Svíþjóð Íslendingar erlendis Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Sjá meira