Leggja til brottrekstur tilkynni leikmenn ekki ofbeldismál Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2021 11:26 Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar. Vísir/Egill Starfshópur KSÍ, sem vann að endurskoðun á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan knattspyrnuhreyfingarinnar, hefur skilað af sér skýrslu og tillögur um endurbætur á þeim málum. Meðal tillaga er að leikmönnum sambandsins verði gert að skrifa undir skilmála að þeim beri að tilkynna ofbeldismál sem þeir tengjast, viðurlög varði brottrekstri. Þetta kom fram á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýræðisráðs Reykjavíkurborgar sem hófst klukkan 9 í morgun. Kynnti Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn ÍSÍ, sem jafnframt fór fyrir hópnum, skýrsluna. Fjórir hópar hafa verið að störfum vegna ofbeldismála innan KSÍ undanfarið hálft ár og stýrir Kolbrún tveimur þeirra. Verkefni hópsins, hvers skýrslu hún kynnti í morgun, var að skoða vinnulag, viðhorf og menningu innan KSÍ. Óskýrt hverjum ætti að tilkynna ofbeldi Upphaflegt verkefni starfshópsins var að taka á móti tilkynningum um kynferðisbrot og koma þeim í viðeigandi ferli, meta hvað teldist formleg tilkynning, uppfæra verkferla, leggja fram tillögur að viðbrögðum/viðurlögum við brotum með því til dæmis að meta hvenær megi fjarlægja fólk, hvort það eigi afturkvæmt og þá hvenær og í hvaða tilvikum. Síðasta verkefni hópsins hafi verið að leggja mat og koma með tillögur að úrbótum varðandi vinnulag, viðhorf og menningu. Með þetta að leiðarljósi hafi starfshópurinn lagt af stað í sína vinnu, sem síðan hafi komið í ljós að aðrir væru með á sínu borði. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála, sem tók til starfa árið 2020, hafi til að mynda það verkefni að taka á móti tilkynningum. Þetta hafi hins vegar ekki verið kynnt nógu vel þar sem ráðgjafinn hafi tekið til starfa í miðjum faraldri. Samskiptaráðgjafinn hafði sömuleiðis ráðist í vinnu við það í vor að uppfæra verkferla. Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ.Vísir/Vilhelm „Íþróttafélögin og sérsamböndin voru ekki alveg viss hvenær ætti að tilkynna til hennar, hvernig og hvort öll mál mættu fara til hennar. En það er alveg skýrt. Íþróttafélög, sérsambönd og ÍSÍ á ekki að vinna með einstaklingsmál. Það á ekki að tilkynna þangað, það á að tilkynna til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem kemur málinu í faglegan feril,“ sagði Kolbrún í kynningu sinni. Sjálfboðaliðar ekki þeir sem eigi að taka við tilkynningum um ofbeldi Hún segir eitt helsta vandamálið við ofbeldismenningu og ójafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar hafa verið það í gegn um tíðina að íþróttafélögin hafi ekki verið að takast á við þessi mál. Það megi að hluta rekja til þess að íþróttahreyfingin sé borin að mestu uppi af sjálfboðaliðum, sem endurspegli menningu samfélagsins inn í íþróttahreyfinguna. Nauðsynlegt sé að mati starfshópsins að sérhæfðir einstaklingar innan íþróttahreyfingarinnar taki á móti ábendingum um ofbeldi og ójöfnuð. „Það er vegna þess að innan íþróttastarfs eru oft mjög mikil tengsl á milli fólks, þetta eru sjálfboðaliðar með ólíka þekkingu, ólíka reynslu og ólík viðhorf og við viljum að þetta sé faglega gert.“ Annar starfshópur var settur af stað sem metur hvað teljist formleg tilkynning og svo leggja fram tillögur að viðbrögðum við brotum. Sú vinna sé ekki bara fyrir KSÍ heldur íþróttahreyfinguna í heild sinni. 75% leikmanna issu ekki hvert ætti að tilkynna ofbeldi Svo fór því að starfshópurinn fór aðeins í þá vinnu að koma með tillögur að úrbótum á viðhorfum, vinnulagi og menningu innan KSÍ. Tillögur hópsins felast í fjórum meginpunktum: Að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið á um ofbeldismál. Að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Að KSÍ geri átak í og veðri leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Starfshópurinn lagði fram nokkrar leiðir, við hvert mál, um hvernig hægt væri að koma þessum atriðum í gagnið. Til dæmis við fyrsta punktinn lagði hópurinn til að ákvæði yrði sett inn í leikmannasamninga sem kveði á um að þeim beri skylda til að tilkynna hafi þeir ofbeldisbrot á bakinu eða ef þeir hafi mál í vinnslu í tengslum við ofbeldi. Við annað atriðið nefndi Kolbrún að könnun hafi verið lögð fyrir efstu tvær knattspyrnudeildirnar, bæði kvenna og karla, og þegar sú könnun var yfirfarin hafi komið í ljós að 75 prósent iðkenda vissu ekki hvert þeir ættu að leita upplifðu þau eða yrðu vitni að ofbeldi. Leggur hópurinn til að framkvæmdastjóri hvers íþróttafélags og KSÍ sömuleiðis sé sá sem taka eigi við slíkum ábendingum. Sé enginn framkvæmdastjóri starfandi, eins og í smærri félögum, þurfi að útnefna einhvern í verkefnið og hafa upplýsingar umhvaða leiðir eigi að fara skýrar, t.d. á heimasíðum félaganna. Þá eigi öllum að vera ljóst að ferill þeirra sé ekki í hættu segi þeir frá ofbeldi og að brugðist verði við. Sagði Kolbrún þá að nauðsynlegt sé að forysta KSÍ komi sér saman um hvernig sé talað um ofbeldi. Forystan grípi tækifæri til að minna á ofbeldismál, til dæmis á ársþingum og í viðtölum. Lesa má tillögur starfshópsins í heild sinni hér. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Þurfi að takast á við þetta sem íþróttahreyfing og samfélag Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fagnar nýrri skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi. Ábendingar í henni muni nýtast stjórn KSÍ mjög vel í þeirri vinnu sem framundan er. 7. desember 2021 23:30 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta kom fram á opnum fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýræðisráðs Reykjavíkurborgar sem hófst klukkan 9 í morgun. Kynnti Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur og fulltrúi í framkvæmdastjórn ÍSÍ, sem jafnframt fór fyrir hópnum, skýrsluna. Fjórir hópar hafa verið að störfum vegna ofbeldismála innan KSÍ undanfarið hálft ár og stýrir Kolbrún tveimur þeirra. Verkefni hópsins, hvers skýrslu hún kynnti í morgun, var að skoða vinnulag, viðhorf og menningu innan KSÍ. Óskýrt hverjum ætti að tilkynna ofbeldi Upphaflegt verkefni starfshópsins var að taka á móti tilkynningum um kynferðisbrot og koma þeim í viðeigandi ferli, meta hvað teldist formleg tilkynning, uppfæra verkferla, leggja fram tillögur að viðbrögðum/viðurlögum við brotum með því til dæmis að meta hvenær megi fjarlægja fólk, hvort það eigi afturkvæmt og þá hvenær og í hvaða tilvikum. Síðasta verkefni hópsins hafi verið að leggja mat og koma með tillögur að úrbótum varðandi vinnulag, viðhorf og menningu. Með þetta að leiðarljósi hafi starfshópurinn lagt af stað í sína vinnu, sem síðan hafi komið í ljós að aðrir væru með á sínu borði. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála, sem tók til starfa árið 2020, hafi til að mynda það verkefni að taka á móti tilkynningum. Þetta hafi hins vegar ekki verið kynnt nógu vel þar sem ráðgjafinn hafi tekið til starfa í miðjum faraldri. Samskiptaráðgjafinn hafði sömuleiðis ráðist í vinnu við það í vor að uppfæra verkferla. Laugardalsvöllur í Reykjavík, höfuðstöðvar KSÍ.Vísir/Vilhelm „Íþróttafélögin og sérsamböndin voru ekki alveg viss hvenær ætti að tilkynna til hennar, hvernig og hvort öll mál mættu fara til hennar. En það er alveg skýrt. Íþróttafélög, sérsambönd og ÍSÍ á ekki að vinna með einstaklingsmál. Það á ekki að tilkynna þangað, það á að tilkynna til samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála, sem kemur málinu í faglegan feril,“ sagði Kolbrún í kynningu sinni. Sjálfboðaliðar ekki þeir sem eigi að taka við tilkynningum um ofbeldi Hún segir eitt helsta vandamálið við ofbeldismenningu og ójafnrétti innan íþróttahreyfingarinnar hafa verið það í gegn um tíðina að íþróttafélögin hafi ekki verið að takast á við þessi mál. Það megi að hluta rekja til þess að íþróttahreyfingin sé borin að mestu uppi af sjálfboðaliðum, sem endurspegli menningu samfélagsins inn í íþróttahreyfinguna. Nauðsynlegt sé að mati starfshópsins að sérhæfðir einstaklingar innan íþróttahreyfingarinnar taki á móti ábendingum um ofbeldi og ójöfnuð. „Það er vegna þess að innan íþróttastarfs eru oft mjög mikil tengsl á milli fólks, þetta eru sjálfboðaliðar með ólíka þekkingu, ólíka reynslu og ólík viðhorf og við viljum að þetta sé faglega gert.“ Annar starfshópur var settur af stað sem metur hvað teljist formleg tilkynning og svo leggja fram tillögur að viðbrögðum við brotum. Sú vinna sé ekki bara fyrir KSÍ heldur íþróttahreyfinguna í heild sinni. 75% leikmanna issu ekki hvert ætti að tilkynna ofbeldi Svo fór því að starfshópurinn fór aðeins í þá vinnu að koma með tillögur að úrbótum á viðhorfum, vinnulagi og menningu innan KSÍ. Tillögur hópsins felast í fjórum meginpunktum: Að uppfæra siðareglur og samninga. Skýrt skal kveðið á um ofbeldismál. Að skýra leiðir og viðbrögð við ofbeldismálum innan KSÍ og hjá aðildarfélögum. Að forysta KSÍ taki skýra afstöðu gegn ofbeldi og sýni það í verki. Að KSÍ geri átak í og veðri leiðandi á sviði jafnréttismála innan íþróttahreyfingarinnar. Starfshópurinn lagði fram nokkrar leiðir, við hvert mál, um hvernig hægt væri að koma þessum atriðum í gagnið. Til dæmis við fyrsta punktinn lagði hópurinn til að ákvæði yrði sett inn í leikmannasamninga sem kveði á um að þeim beri skylda til að tilkynna hafi þeir ofbeldisbrot á bakinu eða ef þeir hafi mál í vinnslu í tengslum við ofbeldi. Við annað atriðið nefndi Kolbrún að könnun hafi verið lögð fyrir efstu tvær knattspyrnudeildirnar, bæði kvenna og karla, og þegar sú könnun var yfirfarin hafi komið í ljós að 75 prósent iðkenda vissu ekki hvert þeir ættu að leita upplifðu þau eða yrðu vitni að ofbeldi. Leggur hópurinn til að framkvæmdastjóri hvers íþróttafélags og KSÍ sömuleiðis sé sá sem taka eigi við slíkum ábendingum. Sé enginn framkvæmdastjóri starfandi, eins og í smærri félögum, þurfi að útnefna einhvern í verkefnið og hafa upplýsingar umhvaða leiðir eigi að fara skýrar, t.d. á heimasíðum félaganna. Þá eigi öllum að vera ljóst að ferill þeirra sé ekki í hættu segi þeir frá ofbeldi og að brugðist verði við. Sagði Kolbrún þá að nauðsynlegt sé að forysta KSÍ komi sér saman um hvernig sé talað um ofbeldi. Forystan grípi tækifæri til að minna á ofbeldismál, til dæmis á ársþingum og í viðtölum. Lesa má tillögur starfshópsins í heild sinni hér.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Þurfi að takast á við þetta sem íþróttahreyfing og samfélag Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fagnar nýrri skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi. Ábendingar í henni muni nýtast stjórn KSÍ mjög vel í þeirri vinnu sem framundan er. 7. desember 2021 23:30 Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44 KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þurfi að takast á við þetta sem íþróttahreyfing og samfélag Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, fagnar nýrri skýrslu Úttektarnefndar ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi. Ábendingar í henni muni nýtast stjórn KSÍ mjög vel í þeirri vinnu sem framundan er. 7. desember 2021 23:30
Leitaði til almannatengils vegna gruns um heimilisofbeldi landsliðsmanns Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, brást við upplýsingum um að lögregla hefði verið kölluð að dvalarstað landsliðsmanns vegna grunsemda um heimilisofbeldi með því að leita til almannatengils. Fyrrverandi eiginkona umrædds landsliðsmanns varð fyrir vonbrigðum með hvernig KSÍ tók á málinu. 7. desember 2021 14:44
KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum Úttektarnefnd ÍSÍ, sem var falið að fjalla um frammistöðu KSÍ í málum tengdum kynferðisofbeldi, skilaði sinni skýrslu í dag. Rán Ingvarsdóttir lögmaður segir að KSÍ hafi mikið svigrúm varðandi val á landsliðsmönnum. 7. desember 2021 14:43