Tveir karlar og ein kona valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 15:48 Íþróttafólk ársins hjá fötluðum. Talið frá vinstri: Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunnarsson. VÍSIR/VILHELM Það var sögulegt var á íþróttafólki fatlaðra í dag því kjörnefndin hjá Íþróttasambandi fatlaðra gat ekki gert upp á milli tveggja karla í ár. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra. Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra.
Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Sjá meira