Efla vann hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog Atli Ísleifsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. desember 2021 11:46 Brúin verður ætluð gangandi, hjólandi og borgarlínu. EFLA EFLA, í samstarfi við BEAM Architects, vann sigur í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Útlit sigurtillögunnar var kynnt á fundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar í Háskólanum í Reykjavík fyrr í dag. Brúin verður ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð borgarlínu yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Sigurtillagan bar nafnið Alda og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd. Markmiðið með brúnni er að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við umferð gangandi og hjólandi. Þá er brúin hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu og á að vera tilbúin eftir tvö ár. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að bygging brúarinnar muni hafa talsvert meiri breytingar í för með sér en íbúar höfuðborgarsvæðisins átti sig á. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar segir að með brúnni færist Kársnesið nánar algjörlega inn í Nauthólsvík nánast og öfugt. „Þetta mun stytta allar leiðir, þetta gerir allt þetta svæði að svo eftirsóknarverðu útivistarsvæði, fyrir utan hvað þetta styttir leiðina til og frá vinnu fyrir ótrúlega stóran hóp fólks.“ Í umsögn dómnefndar segir að mannvirkið sé látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virki einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. EFLA Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi og skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogarins. Hönnun brúarinnar tekur mið af því að neðra byrði hennar er sýnilegt frá stórum hluta strandlengjunnar og er því hugsað sem önnur meginásýnd brúarinnar. Göngu- og hjólaleið undir brúna sunnan megin gefur sérstakt færi á þessu sjónarhorni. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel l eyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Kostur er að hjólandi vegfarendur geta valið milli þess að hjóla hraðar eftir stíg vestan megin sem er eingöngu fyrir hjól en austan megin er breiður stígur fyrir gangandi vegfarendur og hægari hjólaumferð. EFLA Við göngustíg austan megin á brú eru áhugaverðar hugmyndir um áningarstaði við „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttum tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi. Lýsingarhönnun er sannfærandi og samræmist vel formi brúarinnar,“ segir í umsókn dómnefndar. EFLA EFLA EFLA Að neðan má svo sjá tillögur Hvalbaks og Sjónarrandar sem lentu í 2. og 3. sæti hönnunarsamkeppninnar. Hvalbak Sjónarrönd Reykjavík Kópavogur Arkitektúr Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Brúin verður ætluð fyrir gangandi, hjólandi og umferð borgarlínu yfir Fossvog, frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar vestan Nauthólsvíkur yfir á norðausturhluta Kársnestáar. Samkeppnissvæðið tekur til þess svæðis á landi og sjó sem mun falla undir og við fyrirhugaða brúartengingu yfir Fossvog, milli Kópavogs og Reykjavíkur og nágrenni þess. Sigurtillagan bar nafnið Alda og hafði betur gegn tillögunum Hvalbaki og Sjónarrönd. Markmiðið með brúnni er að bæta samgöngur milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við umferð gangandi og hjólandi. Þá er brúin hluti af fyrsta áfanga Borgarlínu og á að vera tilbúin eftir tvö ár. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur telur að bygging brúarinnar muni hafa talsvert meiri breytingar í för með sér en íbúar höfuðborgarsvæðisins átti sig á. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar segir að með brúnni færist Kársnesið nánar algjörlega inn í Nauthólsvík nánast og öfugt. „Þetta mun stytta allar leiðir, þetta gerir allt þetta svæði að svo eftirsóknarverðu útivistarsvæði, fyrir utan hvað þetta styttir leiðina til og frá vinnu fyrir ótrúlega stóran hóp fólks.“ Í umsögn dómnefndar segir að mannvirkið sé látlaust en jafnframt kröftugt. Brúin virki einföld við fyrstu sýn en vex við nánari skoðun. EFLA Brúin fellur áreynslulaust að umhverfi sínu og mjúk bylgjulögun brúarinnar er áhugaverð skírskotun í öldur hafsins. Léttleiki brúarinnar keppir ekki við náttúrulegt umhverfi og skapar fallega sýn á sjóndeildarhringinn fyrir vegfarendur beggja vegna vogarins. Hönnun brúarinnar tekur mið af því að neðra byrði hennar er sýnilegt frá stórum hluta strandlengjunnar og er því hugsað sem önnur meginásýnd brúarinnar. Göngu- og hjólaleið undir brúna sunnan megin gefur sérstakt færi á þessu sjónarhorni. Umferð fyrir alla samgöngumáta er greið og tengingar við brúarenda vel útfærðar. Aðgreining milli ólíkra samgöngumáta er vel l eyst, stuðlar að öryggi allra vegfarenda og aðgengi fyrir alla. Kostur er að hjólandi vegfarendur geta valið milli þess að hjóla hraðar eftir stíg vestan megin sem er eingöngu fyrir hjól en austan megin er breiður stígur fyrir gangandi vegfarendur og hægari hjólaumferð. EFLA Við göngustíg austan megin á brú eru áhugaverðar hugmyndir um áningarstaði við „Álfasteina” sem stinga sér upp úr brúargólfinu þar sem vegfarendum gefst færi á að njóta útsýnis yfir voginn og niður á hafflötinn. Tillagan sýnir góða heildræna nálgun gagnvart öllum þáttum tæknilegrar hönnunar. Framsetning tillögunnar er mjög skýr og öllum þáttum vel lýst í máli og myndum. Efnisval brúarinnar er vel rökstutt út frá endingu og viðhaldi. Lýsingarhönnun er sannfærandi og samræmist vel formi brúarinnar,“ segir í umsókn dómnefndar. EFLA EFLA EFLA Að neðan má svo sjá tillögur Hvalbaks og Sjónarrandar sem lentu í 2. og 3. sæti hönnunarsamkeppninnar. Hvalbak Sjónarrönd
Reykjavík Kópavogur Arkitektúr Skipulag Borgarlína Fossvogsbrú Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira