Veður

Heið­skírt um land allt

Árni Sæberg skrifar
Esjan skartar sínu fegursta í veðurblíðunni.
Esjan skartar sínu fegursta í veðurblíðunni. Vísir/Vilhelm

Bjart og fallegt er í veðri á meirihluta landsins. Heiðskírt alls staðar nema á Blönduósi og í Bolungarvík.

Á yfirlitskorti Veðurstofu Íslands má sjá sjaldgæfa sjón, skærgular sólir um allt land.

Yfirlitsskortið er óvenjugult í dag.Veðurstofa Íslands

Hæg breytileg átt er um land allt en greinilegt er að vetur konungur er mættur, frost er á bilinu tvær til fimmtán gráður. Kaldast í innsveitum.

Hægviðrið endist þó ekki lengi, ekkert frekar en venjulega, gengur í suðaustan 15 til 25 gráður á morgun.

Þá þykknar upp og hlýnar með slyddu eða rigningu á láglendi eftir hádegi.

Þar sem um fágætan viðburð er að ræða óskar Vísir eftir ljósmyndum frá landsmönnum. Endilega sendið myndir á netfangið [email protected] ef fallegt er um að lítast í ykkar heimabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×