Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. desember 2021 07:20 „Það var aldrei gerð nein rannsókn á máli dóttur minnar,“ segir Gerður Berndsen. Stöð 2 „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ Þetta segir Gerður Berndsen sem hefur barist fyrir því í tuttugu ár að mál dóttur hennar, Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, verði endurupptekið og að það verði viðurkennt að henni hafi verið nauðgað, áður en hún var myrt. Áslaugu Perlu var fleygt fram af tíundu hæð fjölbýlishúss við Engihjalla þann 27. maí árið 2000. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2 en morðingi Áslaugar, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið. Hann var hins vegar ekki dæmdur fyrir nauðgun því hann fullyrti að um hafi verið að ræða „harkalegt kynlíf“ með samþykki þeirra beggja. 21 áverki á hinum dæmda Fyrir liggur að áverkar voru á líkama Áslaugar Perlu sem voru tilkomnir fyrir fallið, meðal annars á kynfærum. Einnig liggur fyrir að smekkbuxur hennar höfðu verið dregnar niður og fætur hennar fjötraðir með skálmunum, auk þess sem nærbuxur voru rifnar. Þá hefur Gerður gögn í höndunum sem sýna 21 áverka á Ásgeiri sjálfum, sem Áslaug hefur líklega veitt honum á meðan hún barðist um. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar að þarna hafi verið um nauðgun að ræða. Gerður segir að þarna sé um réttlætismál að ræða, jafnvel þó dómurinn verði ekki þyngri, heldur að dóttur hennar verði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hljóti dóm fyrir þau brot sem hann hafi framið. „Hann kýldi hana í ennið af offorsi og hún missti meðvitund. Hann setti veskið hennar yfir axlirnar á henni, bar hana út á svalir og myrti hana þar. Hann lagði hana á svalahandriðið og ýtti henni svo fram af,“ segir Gerður. „Hann viðurkenndi morðið tvisvar, en lögregla trúði orðum mannsins að þetta hafi verið harkalegt kynlíf. Þetta var aldrei rannsakað. Það var aldrei gerð nein rannsókn á máli dóttur minnar.“ Lýsti hrapinu með blístri Þórir Steingrímsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var einn af þeim sem kom á vettvang. Morðinginn var handtekinn mjög fljótlega eftir að komið var að Áslaugu, sem Þórir segir að sé sér nokkuð minnisstætt. „Við erum að girða svæðið af, taka myndir og svo framvegis, þegar það kemur ungur maður til mín og spyr mig hvað hefði gerst. Ég var ekkert áfjáður í að segja honum það, en svaraði að þarna hefði fundist látin manneskja – sennilega með voveiflegum hætti,“ segir Þórir. Þórir Steingrímsson. Stuttu seinna hafi maðurinn, sem var íbúi í blokkinni, komið aftur og lýst sérkennilegri hegðun mágs síns nokkrum klukkustundum áður. „Hann lýsti því þannig að mágur sinn hafi komið í íbúðina um nóttina með stúlku og hafi verið svolítið skrítinn. Hann ætlaði að fá að fara inn í íbúðina en systir hans neitaði, hún var með tvö börn þarna á heimilinu. Svo nokkrum klukkustundum seinna kemur hann aftur, einn, og heimtar að fara inn. Strunsar þá beinustu leið upp í sófa, leggst og segir ekki orð.“ Í beinu framhaldi hafi hann, Ásgeir Ingi, verið handtekinn. Þórir lýsir því hvernig maðurinn hegðaði sér í lögreglubílnum. „Hann lýsti því hvernig hrapið hafi verið, svona með blístri,“ segir Þórir. Auk þess hafi Ásgeir hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti í bílnum. Ómar Þorgils Pálmason tók einnig þátt í rannsókn málsins. Hann segir að fljótt hafi verið hægt að útiloka að þarna hefði sjálfsvíg átt sér stað. „Við skoðuðum alla vinkla og hvað í raun og veru hefði hugsanlega og mögulega gerst í þessu, og fyrsta var í rauninni að finna út hvaðan stúlkan hefði fallið. Fljótlega kom í ljós að það var uppi á tíundu hæð sem þetta var. Þá í rauninni byrjaði þessi hefðbundna vinna hjá okkur að skoða ummerki,“ segir hann. Ómar Þorgils Pálmason. „Við leituðum á handriðinu, þar sem við töldum að hún hefði fallið, og það sem vakti athygli okkar strax var hversu mikið magn af húðfitu var á handriðinu sjálfu. Miðað við þau mál sem við höfum farið í áður, þar sem fall hafði orðið af svölum, að þá var ekki því til að dreifa þessu magni eða svona ummerkjum eins og var þarna. Þannig að það var í raun og veru alveg ljóst að viðkomandi hafði verið ýtt fram af svölunum. Það passaði við það hvernig hin látna leit út, það er að segja að smekkbuxur sem hún var í voru dregnar niður þannig að það var alveg ljóst að húðin hafði strokist það mikið við handriðið og skildi eftir mjög afmarkandi mikla svörun við fingrafaraduftinu. Við drógum því þá ályktun að hún hefði ekki endilega verið með mikla meðvitund þegar þetta gerðist.“ Það hafi til dæmis sést á fatnaðnum, „Við sáum það að spennan á buxunum hennar hafði slitnað – og greinilega eftir talsvert afl.“ „Þetta er ekki manneskja“ Gerður segir að enginn ætti að velkjast í vafa um hvað hafi átt sér stað í aðdraganda morðsins. „Réttarlæknirinn sagði að buxurnar hefðu verið dregnar niður, eins og þær voru áður en hún lenti á jörðinni. Þetta voru gallasmekkbuxur úr sterku efni og hún var nakin niður að hnjám,“ segir hún. „Hann sagði að blóðugar nærbuxur hennar úr satíni hefðu fundist í rassvasa handtekna og þær hefðu verið tættar í sundur á báðum hliðum og með blóðkám í klofbótinni. Hann reif þær af henni og hún fékk á ytri kynfæri 1x4 cm klór eftir hann. Og síðan nauðgaði hann henni.“ Þess vegna sé það fullkomlega óskiljanlegt að Hæstiréttur hafi tekið orð hins handtekna trúverðug. Hæstiréttur þyngdi dóminn yfir Ásgeiri úr fjórtán árum í sextán ár, sem er þyngsta mögulega refsing hér á landi, og hafnaði því að kynferðisbrot hefði átt sér stað. Sömuleiðis var Ásgeir dæmdur til að greiða fjölskyldu hinnar látnu miskabætur, en Gerður segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að taka við greiðslu úr hendi hans. „Mér fannst hann svo viðbjóðslegur að það hafði ekki einu sinni hvarflað að mér að rukka hann um miskabætur. Það er bara fáránlegt, bara viðbjóðslegt. Ég hef viðbjóð á þessu og þessum manni. Mér finnst hann mesti viðbjóður sem til er, þetta er ekki manneskja.“ Gerir allt í sínu valdi til að ná fram réttlæti Gerður hefur skrifað pistla í flest alla fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðastliðin tuttugu ár þar sem hún krefst réttlætis. Hún hefur í þrígang farið fram á endurupptöku málsins, en alltaf verið hafnað. Gerður þekkir hvern staf í gögnum málsins, og segir að þó það sé alltaf jafn erfitt að lesa í gegnum þau, þá eigi dóttir hennar þá virðingu skilið að mál hennar verði rannsakað til hlítar. „Þegar ég er búin að lesa þessi gögn þá er ég alveg í rúst, en mér finnst það þess virði,“ segir hún. Aðspurð segist hún aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, reiðin og sorgin kraumi stöðugt, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur sína muni aldrei hverfa. Ummerki Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Alvald ríkissaksóknara Veit almenningur að réttarkerfið hefur komist upp með að brjóta eftirtalin lög þar sem ung stúlka var myrt 27.5.2000? Að það er enginn til að 13. janúar 2011 06:00 „Við breytum ekki fortíðinni“ „Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002. 12. nóvember 2021 06:00 „Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta segir Gerður Berndsen sem hefur barist fyrir því í tuttugu ár að mál dóttur hennar, Áslaugar Perlu Kristjónsdóttur, verði endurupptekið og að það verði viðurkennt að henni hafi verið nauðgað, áður en hún var myrt. Áslaugu Perlu var fleygt fram af tíundu hæð fjölbýlishúss við Engihjalla þann 27. maí árið 2000. Fjallað var um málið í Ummerkjum á Stöð 2 en morðingi Áslaugar, Ásgeir Ingi Ásgeirsson, hlaut sextán ára fangelsi fyrir morðið. Hann var hins vegar ekki dæmdur fyrir nauðgun því hann fullyrti að um hafi verið að ræða „harkalegt kynlíf“ með samþykki þeirra beggja. 21 áverki á hinum dæmda Fyrir liggur að áverkar voru á líkama Áslaugar Perlu sem voru tilkomnir fyrir fallið, meðal annars á kynfærum. Einnig liggur fyrir að smekkbuxur hennar höfðu verið dregnar niður og fætur hennar fjötraðir með skálmunum, auk þess sem nærbuxur voru rifnar. Þá hefur Gerður gögn í höndunum sem sýna 21 áverka á Ásgeiri sjálfum, sem Áslaug hefur líklega veitt honum á meðan hún barðist um. Hæstiréttur hafnaði því hins vegar að þarna hafi verið um nauðgun að ræða. Gerður segir að þarna sé um réttlætismál að ræða, jafnvel þó dómurinn verði ekki þyngri, heldur að dóttur hennar verði sýnd sú virðing að maðurinn sem svipti hana lífi hljóti dóm fyrir þau brot sem hann hafi framið. „Hann kýldi hana í ennið af offorsi og hún missti meðvitund. Hann setti veskið hennar yfir axlirnar á henni, bar hana út á svalir og myrti hana þar. Hann lagði hana á svalahandriðið og ýtti henni svo fram af,“ segir Gerður. „Hann viðurkenndi morðið tvisvar, en lögregla trúði orðum mannsins að þetta hafi verið harkalegt kynlíf. Þetta var aldrei rannsakað. Það var aldrei gerð nein rannsókn á máli dóttur minnar.“ Lýsti hrapinu með blístri Þórir Steingrímsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, var einn af þeim sem kom á vettvang. Morðinginn var handtekinn mjög fljótlega eftir að komið var að Áslaugu, sem Þórir segir að sé sér nokkuð minnisstætt. „Við erum að girða svæðið af, taka myndir og svo framvegis, þegar það kemur ungur maður til mín og spyr mig hvað hefði gerst. Ég var ekkert áfjáður í að segja honum það, en svaraði að þarna hefði fundist látin manneskja – sennilega með voveiflegum hætti,“ segir Þórir. Þórir Steingrímsson. Stuttu seinna hafi maðurinn, sem var íbúi í blokkinni, komið aftur og lýst sérkennilegri hegðun mágs síns nokkrum klukkustundum áður. „Hann lýsti því þannig að mágur sinn hafi komið í íbúðina um nóttina með stúlku og hafi verið svolítið skrítinn. Hann ætlaði að fá að fara inn í íbúðina en systir hans neitaði, hún var með tvö börn þarna á heimilinu. Svo nokkrum klukkustundum seinna kemur hann aftur, einn, og heimtar að fara inn. Strunsar þá beinustu leið upp í sófa, leggst og segir ekki orð.“ Í beinu framhaldi hafi hann, Ásgeir Ingi, verið handtekinn. Þórir lýsir því hvernig maðurinn hegðaði sér í lögreglubílnum. „Hann lýsti því hvernig hrapið hafi verið, svona með blístri,“ segir Þórir. Auk þess hafi Ásgeir hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra lífláti í bílnum. Ómar Þorgils Pálmason tók einnig þátt í rannsókn málsins. Hann segir að fljótt hafi verið hægt að útiloka að þarna hefði sjálfsvíg átt sér stað. „Við skoðuðum alla vinkla og hvað í raun og veru hefði hugsanlega og mögulega gerst í þessu, og fyrsta var í rauninni að finna út hvaðan stúlkan hefði fallið. Fljótlega kom í ljós að það var uppi á tíundu hæð sem þetta var. Þá í rauninni byrjaði þessi hefðbundna vinna hjá okkur að skoða ummerki,“ segir hann. Ómar Þorgils Pálmason. „Við leituðum á handriðinu, þar sem við töldum að hún hefði fallið, og það sem vakti athygli okkar strax var hversu mikið magn af húðfitu var á handriðinu sjálfu. Miðað við þau mál sem við höfum farið í áður, þar sem fall hafði orðið af svölum, að þá var ekki því til að dreifa þessu magni eða svona ummerkjum eins og var þarna. Þannig að það var í raun og veru alveg ljóst að viðkomandi hafði verið ýtt fram af svölunum. Það passaði við það hvernig hin látna leit út, það er að segja að smekkbuxur sem hún var í voru dregnar niður þannig að það var alveg ljóst að húðin hafði strokist það mikið við handriðið og skildi eftir mjög afmarkandi mikla svörun við fingrafaraduftinu. Við drógum því þá ályktun að hún hefði ekki endilega verið með mikla meðvitund þegar þetta gerðist.“ Það hafi til dæmis sést á fatnaðnum, „Við sáum það að spennan á buxunum hennar hafði slitnað – og greinilega eftir talsvert afl.“ „Þetta er ekki manneskja“ Gerður segir að enginn ætti að velkjast í vafa um hvað hafi átt sér stað í aðdraganda morðsins. „Réttarlæknirinn sagði að buxurnar hefðu verið dregnar niður, eins og þær voru áður en hún lenti á jörðinni. Þetta voru gallasmekkbuxur úr sterku efni og hún var nakin niður að hnjám,“ segir hún. „Hann sagði að blóðugar nærbuxur hennar úr satíni hefðu fundist í rassvasa handtekna og þær hefðu verið tættar í sundur á báðum hliðum og með blóðkám í klofbótinni. Hann reif þær af henni og hún fékk á ytri kynfæri 1x4 cm klór eftir hann. Og síðan nauðgaði hann henni.“ Þess vegna sé það fullkomlega óskiljanlegt að Hæstiréttur hafi tekið orð hins handtekna trúverðug. Hæstiréttur þyngdi dóminn yfir Ásgeiri úr fjórtán árum í sextán ár, sem er þyngsta mögulega refsing hér á landi, og hafnaði því að kynferðisbrot hefði átt sér stað. Sömuleiðis var Ásgeir dæmdur til að greiða fjölskyldu hinnar látnu miskabætur, en Gerður segir að það hafi aldrei hvarflað að sér að taka við greiðslu úr hendi hans. „Mér fannst hann svo viðbjóðslegur að það hafði ekki einu sinni hvarflað að mér að rukka hann um miskabætur. Það er bara fáránlegt, bara viðbjóðslegt. Ég hef viðbjóð á þessu og þessum manni. Mér finnst hann mesti viðbjóður sem til er, þetta er ekki manneskja.“ Gerir allt í sínu valdi til að ná fram réttlæti Gerður hefur skrifað pistla í flest alla fjölmiðla landsins með reglulegu millibili síðastliðin tuttugu ár þar sem hún krefst réttlætis. Hún hefur í þrígang farið fram á endurupptöku málsins, en alltaf verið hafnað. Gerður þekkir hvern staf í gögnum málsins, og segir að þó það sé alltaf jafn erfitt að lesa í gegnum þau, þá eigi dóttir hennar þá virðingu skilið að mál hennar verði rannsakað til hlítar. „Þegar ég er búin að lesa þessi gögn þá er ég alveg í rúst, en mér finnst það þess virði,“ segir hún. Aðspurð segist hún aldrei hafa getað lifað eðlilegu lífi eftir fráfall dóttur hennar, reiðin og sorgin kraumi stöðugt, og að tilfinningin um að ná fram réttlæti fyrir dóttur sína muni aldrei hverfa.
Ummerki Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Alvald ríkissaksóknara Veit almenningur að réttarkerfið hefur komist upp með að brjóta eftirtalin lög þar sem ung stúlka var myrt 27.5.2000? Að það er enginn til að 13. janúar 2011 06:00 „Við breytum ekki fortíðinni“ „Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002. 12. nóvember 2021 06:00 „Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Alvald ríkissaksóknara Veit almenningur að réttarkerfið hefur komist upp með að brjóta eftirtalin lög þar sem ung stúlka var myrt 27.5.2000? Að það er enginn til að 13. janúar 2011 06:00
„Við breytum ekki fortíðinni“ „Þetta kemur upp í hugann á mér á hverjum degi. En við breytum ekki fortíðinni og við getum ekkert gert í henni. Það sem gerðist, gerðist. Alveg sama hvað við reynum,“ segir Þór Sigurðsson, sem var dæmdur fyrir að hafa banað öðrum manni árið 2002. 12. nóvember 2021 06:00
„Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00
„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00