Börnum á stríðshrjáðum svæðum fjölgar hratt Heimsljós 30. nóvember 2021 10:25 Ellefu ára stúlka í Jemen sem missti fót í sprengjuárás. Save the Children Rétt um 200 milljónir barna búa á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum. Börnum sem búa á átakasvæðum fjölgaði um tæplega 20 prósent á síðasta ári. Samkvæmt úttekt alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children búa nú rétt um 200 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum þar sem jafnframt er viðvarandi matarskortur. Fjölgun barna á stríðshrjáðum svæðum er að hluta til skýrð með vopnuðum átökum í Mósambík en einnig áframhaldandi ófriði í Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu og Jemen. Í skýrslu Save the Children kemur jafnframt fram að rúmlega 330 milljónir barna eiga í hættu að vera nauðug skráð í vopnaða hópa eða í stjórnarher viðkomandi lands, þrisvar sinnum fleiri en fyrir þremur áratugum. Samkvæmt úttektinni eru börn í Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Filippseyjum og Írak í mestri hættu að vera þvinguð til að bera vopn í átökum eða taka beinan þátt í stríðsaðgerðum. Aðeins einu sinni í sögunni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum en það var árið 2008 þegar 208 milljónir barna ólust upp við stríðsástand. Í frétt frá Save the Children segir að þessi mikla fjölgun á síðasta ári sýni glöggt að heimsfaraldurinn og ákall Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé hafi litlu breytt. Skýrsla Save the Children nefnist „Stop the War on Children: A Crisis of Recruitment“ og kemur nú í sjötta sinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mósambík Afganistan Nígería Jemen Sýrland Írak Filippseyjar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Börnum sem búa á átakasvæðum fjölgaði um tæplega 20 prósent á síðasta ári. Samkvæmt úttekt alþjóðasamtakanna Barnaheilla – Save the Children búa nú rétt um 200 milljónir barna á stríðshrjáðum svæðum í þrettán þjóðríkjum þar sem jafnframt er viðvarandi matarskortur. Fjölgun barna á stríðshrjáðum svæðum er að hluta til skýrð með vopnuðum átökum í Mósambík en einnig áframhaldandi ófriði í Afganistan, Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Nígeríu og Jemen. Í skýrslu Save the Children kemur jafnframt fram að rúmlega 330 milljónir barna eiga í hættu að vera nauðug skráð í vopnaða hópa eða í stjórnarher viðkomandi lands, þrisvar sinnum fleiri en fyrir þremur áratugum. Samkvæmt úttektinni eru börn í Afganistan, Sýrlandi, Jemen, Filippseyjum og Írak í mestri hættu að vera þvinguð til að bera vopn í átökum eða taka beinan þátt í stríðsaðgerðum. Aðeins einu sinni í sögunni hafa fleiri börn búið á átakasvæðum en það var árið 2008 þegar 208 milljónir barna ólust upp við stríðsástand. Í frétt frá Save the Children segir að þessi mikla fjölgun á síðasta ári sýni glöggt að heimsfaraldurinn og ákall Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé hafi litlu breytt. Skýrsla Save the Children nefnist „Stop the War on Children: A Crisis of Recruitment“ og kemur nú í sjötta sinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mósambík Afganistan Nígería Jemen Sýrland Írak Filippseyjar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent