Réttindabarátta grænu banananna Anna Karín Lárusdóttir skrifar 29. nóvember 2021 16:00 „Ég vil líka taka þetta moment og segja að það voru mistök á sínum tíma að taka að mér hlutverk Græna Bananans í Ávaxtakörfunni. Ég er bersýnilega ekki banani og það hefði átt að hleypa öðrum að borðinu þarna.“ Þetta ritar einn sniðugur samferðamaður minn á Facebook. Brandarann skrifar hann við frétt um leikarann Eddie Redmayne þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa tekið að sér hlutverk transkonu í kvikmyndinni The Danish Girl sem kom út árið 2015. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um málarann Lili Elbe sem var ein sú fyrsta í heiminum til að gangast undir aðgerð til að breyta kyneinkennum sínum. Mér finnst þetta bara svo góður samanburður hjá honum, en eins og allir vita hafa grænir bananar einmitt staðið í ötulli og erfiðri mannréttindabaráttu í um 70 ár. Grænir bananar hafa verið notaðir sem aðhlátursefni í kvikmyndum, þáttum og bókmenntum og árið 2021 var slegið met í því hve margir grænir bananar hafa verið myrtir á árinu, frá upphafi mælinga. Ég held að mér sé óhætt að segja að enn ríkir mikil transfóbía í heiminum. Trans fólk verður fyrir ofbeldi á hverjum degi. Andlegu, kerfisbundnu, félagslegu, kynferðislegu og líkamlegu. Ofbeldið lýsir sér í útskúfun, hatursorðræðu, gaslýsingu og hótunum. Lítið er gert úr upplifun þeirra og sumstaðar standa lagaleg réttindi trans fólks oft í vegi fyrir því að þau fái að lifa í sínu rétta kynhlutverki. Þau verða fyrir barsmíðum og í verstu tilfellunum eru þau myrt. En hverjir eru það sem beita trans fólk ofbeldi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé ekki annað trans- eða kynsegin fólk, heldur að það sé að mestu leyti sískynja fólk. Sískynja eða sís er notað um fólk sem upplifir sig tilheyra því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Tímarnir eru að breytast. Samfélagið gerir nú þá kröfu um að við stöldrum aðeins við og búum til rými fyrir minnihlutahópa sem hingað til hafa ekki fengið pláss. Þetta á einnig við innan kvikmyndaiðnaðarins. Konur eru nýlega farnar að fá meira rými í kvikmyndagerð. Reyndar finnst sumum körlum þeir jafnvel ekki fá rými lengur. Karlar út, konur inn. Við erum þó ekki komin á þann stað að hinsegin fólk, fatlaðir og aðrir jaðarsettir hópar standi jafnfætis við sís karla og konur í kvikmyndagerð. Bara þvert á móti. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða sögur við kvikmyndagerðarfólk megum segja. Megum við segja hvaða sögu sem er? Mega kannski hvítir karlar bara gera kvikmyndir um hvíta karla? Auðvitað ekki. Það væri glatað að mínu mati. Á meðan staðan er enn sú að það eru mestmegnis karlar sem segja sögurnar, er mikilvægt að þeir segi fjölbreyttar sögur (sem þeir hafa þó haft misjafnan áhuga á, en það er önnur saga). Það þýðir samt ekki að því fylgi ekki ábyrgð. Það þýðir ekki að það sé í lagi að vaða áfram og segja söguna eins og þú heldur að hún sé. Það hlýtur að vera eðlilegt að krefjast þess að kvikmyndagerðarfólk fari í ýtarlega rannsóknarvinnu? Sem það virðist ekki hafa gert í The Danish Girl ef við lítum á þá staðreynd að Lili Elbe var ekki bara trans, heldur líka intersex. Það er ekki minnst einu orði á þá staðreynd, sem gerir lítið úr tilvist intersex fólks. Það er síðan spurning hvort það hafi verið vegna lélegrar rannsóknarvinnu eða kannski vegna þess að það hentaði ekki höfundum myndarinnar. Kvikmyndir endurspegla heiminn, en við höfum hingað til bara fengið að sjá hann út frá einu sjónarhorni. Því er gríðarlega mikilvægt að konur, hinsegin, fatlaðir og aðrir minnihlutahópar fái að segja sögur út frá sínu sjónarhorni. Það eru þó ekki aðeins handritshöfundar og leikstjórar sem segja sögurnar. Leikararnir gera það líka. Þá velti ég því fyrir mér, má hver sem er leika hvaða hlutverk sem er? Eitt sinn þótti eðlilegt að svart fólk væri leikið af hvítum leikurum. Finnst okkur það eðlilegt í dag? Trans fólk þarf að horfa upp á þann samfélagshóp sem er ábyrgur fyrir ofbeldinu gegn þeim, túlka sig í kvikmyndum. Segja þeirra sögu. Þessi samfélagshópur er svo hylltur fyrir það. Vá, hvað hann er duglegur. Vá, hvað hann er góður í að leika eitthvað sem er öðruvísi, ljótt, hinsegin. Eru kvikmyndir aðeins vettvangur fyrir leikara sem vilja sýna hvað þeir eru ótrúlega góðir í því að leika eitthvað sem er öðruvísi? Eitthvað sem er algjörlega fjarri þeirra veruleika? Jafnvel eitthvað sem þeim finnst óþægilegt og er áskorun fyrir þá? Snýst kvikmyndagerð um það? Ég skil að listamenn vilji taka ákvarðanir sem eru verki þeirra í hag. Mér finnst ekki endilega að við eigum að ráða í hlutverk út frá pólitíkinni einni. Ég skil líka alveg að þetta sé flókið hérna á Íslandi þar sem við erum fámenn þjóð. Það þýðir samt ekki að við ættum ekki að reyna. Við sís fólk getum ekki fullkomlega sett okkur í spor trans fólks og við munum aldrei skilja þau að öllu leyti. En á meðan við reynum það ekki, á meðan það ríkir þessi kerfisbundni valdamunur á milli okkar, þá finnst mér eðlilegt að sís fólk taki ekki að sér hlutverk trans fólks í kvikmyndum. Við þurfum að setja pressu á okkur um að gera betur. Við sem erum í þessari forréttindastöðu megum ekki gleyma að henni fylgir ábyrgð. Ábyrgð á því að búa til rými fyrir minnihluta- og jaðarsetta hópa til að koma með sitt sjónarhorn inn í kvikmyndagerðina. Ég þarf að taka þetta til mín líka. Ég þarf að eiga það við mig hvort ég hafi verið nógu dugleg að passa upp á fjölbreytnina hjá mér. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að kvikmyndagerðarfólk taki þetta samtal. En að gera það með því að bera saman græna banana við trans fólk, jaðarsettan minnihlutahóp, sýnir fram á ótrúlegt virðingarleysi og transfóbíu. Höfundur er kvikmyndagerðarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Bíó og sjónvarp Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ég vil líka taka þetta moment og segja að það voru mistök á sínum tíma að taka að mér hlutverk Græna Bananans í Ávaxtakörfunni. Ég er bersýnilega ekki banani og það hefði átt að hleypa öðrum að borðinu þarna.“ Þetta ritar einn sniðugur samferðamaður minn á Facebook. Brandarann skrifar hann við frétt um leikarann Eddie Redmayne þar sem hann biðst afsökunar á því að hafa tekið að sér hlutverk transkonu í kvikmyndinni The Danish Girl sem kom út árið 2015. Myndin er byggð á sönnum atburðum og fjallar um málarann Lili Elbe sem var ein sú fyrsta í heiminum til að gangast undir aðgerð til að breyta kyneinkennum sínum. Mér finnst þetta bara svo góður samanburður hjá honum, en eins og allir vita hafa grænir bananar einmitt staðið í ötulli og erfiðri mannréttindabaráttu í um 70 ár. Grænir bananar hafa verið notaðir sem aðhlátursefni í kvikmyndum, þáttum og bókmenntum og árið 2021 var slegið met í því hve margir grænir bananar hafa verið myrtir á árinu, frá upphafi mælinga. Ég held að mér sé óhætt að segja að enn ríkir mikil transfóbía í heiminum. Trans fólk verður fyrir ofbeldi á hverjum degi. Andlegu, kerfisbundnu, félagslegu, kynferðislegu og líkamlegu. Ofbeldið lýsir sér í útskúfun, hatursorðræðu, gaslýsingu og hótunum. Lítið er gert úr upplifun þeirra og sumstaðar standa lagaleg réttindi trans fólks oft í vegi fyrir því að þau fái að lifa í sínu rétta kynhlutverki. Þau verða fyrir barsmíðum og í verstu tilfellunum eru þau myrt. En hverjir eru það sem beita trans fólk ofbeldi? Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að það sé ekki annað trans- eða kynsegin fólk, heldur að það sé að mestu leyti sískynja fólk. Sískynja eða sís er notað um fólk sem upplifir sig tilheyra því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Tímarnir eru að breytast. Samfélagið gerir nú þá kröfu um að við stöldrum aðeins við og búum til rými fyrir minnihlutahópa sem hingað til hafa ekki fengið pláss. Þetta á einnig við innan kvikmyndaiðnaðarins. Konur eru nýlega farnar að fá meira rými í kvikmyndagerð. Reyndar finnst sumum körlum þeir jafnvel ekki fá rými lengur. Karlar út, konur inn. Við erum þó ekki komin á þann stað að hinsegin fólk, fatlaðir og aðrir jaðarsettir hópar standi jafnfætis við sís karla og konur í kvikmyndagerð. Bara þvert á móti. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvaða sögur við kvikmyndagerðarfólk megum segja. Megum við segja hvaða sögu sem er? Mega kannski hvítir karlar bara gera kvikmyndir um hvíta karla? Auðvitað ekki. Það væri glatað að mínu mati. Á meðan staðan er enn sú að það eru mestmegnis karlar sem segja sögurnar, er mikilvægt að þeir segi fjölbreyttar sögur (sem þeir hafa þó haft misjafnan áhuga á, en það er önnur saga). Það þýðir samt ekki að því fylgi ekki ábyrgð. Það þýðir ekki að það sé í lagi að vaða áfram og segja söguna eins og þú heldur að hún sé. Það hlýtur að vera eðlilegt að krefjast þess að kvikmyndagerðarfólk fari í ýtarlega rannsóknarvinnu? Sem það virðist ekki hafa gert í The Danish Girl ef við lítum á þá staðreynd að Lili Elbe var ekki bara trans, heldur líka intersex. Það er ekki minnst einu orði á þá staðreynd, sem gerir lítið úr tilvist intersex fólks. Það er síðan spurning hvort það hafi verið vegna lélegrar rannsóknarvinnu eða kannski vegna þess að það hentaði ekki höfundum myndarinnar. Kvikmyndir endurspegla heiminn, en við höfum hingað til bara fengið að sjá hann út frá einu sjónarhorni. Því er gríðarlega mikilvægt að konur, hinsegin, fatlaðir og aðrir minnihlutahópar fái að segja sögur út frá sínu sjónarhorni. Það eru þó ekki aðeins handritshöfundar og leikstjórar sem segja sögurnar. Leikararnir gera það líka. Þá velti ég því fyrir mér, má hver sem er leika hvaða hlutverk sem er? Eitt sinn þótti eðlilegt að svart fólk væri leikið af hvítum leikurum. Finnst okkur það eðlilegt í dag? Trans fólk þarf að horfa upp á þann samfélagshóp sem er ábyrgur fyrir ofbeldinu gegn þeim, túlka sig í kvikmyndum. Segja þeirra sögu. Þessi samfélagshópur er svo hylltur fyrir það. Vá, hvað hann er duglegur. Vá, hvað hann er góður í að leika eitthvað sem er öðruvísi, ljótt, hinsegin. Eru kvikmyndir aðeins vettvangur fyrir leikara sem vilja sýna hvað þeir eru ótrúlega góðir í því að leika eitthvað sem er öðruvísi? Eitthvað sem er algjörlega fjarri þeirra veruleika? Jafnvel eitthvað sem þeim finnst óþægilegt og er áskorun fyrir þá? Snýst kvikmyndagerð um það? Ég skil að listamenn vilji taka ákvarðanir sem eru verki þeirra í hag. Mér finnst ekki endilega að við eigum að ráða í hlutverk út frá pólitíkinni einni. Ég skil líka alveg að þetta sé flókið hérna á Íslandi þar sem við erum fámenn þjóð. Það þýðir samt ekki að við ættum ekki að reyna. Við sís fólk getum ekki fullkomlega sett okkur í spor trans fólks og við munum aldrei skilja þau að öllu leyti. En á meðan við reynum það ekki, á meðan það ríkir þessi kerfisbundni valdamunur á milli okkar, þá finnst mér eðlilegt að sís fólk taki ekki að sér hlutverk trans fólks í kvikmyndum. Við þurfum að setja pressu á okkur um að gera betur. Við sem erum í þessari forréttindastöðu megum ekki gleyma að henni fylgir ábyrgð. Ábyrgð á því að búa til rými fyrir minnihluta- og jaðarsetta hópa til að koma með sitt sjónarhorn inn í kvikmyndagerðina. Ég þarf að taka þetta til mín líka. Ég þarf að eiga það við mig hvort ég hafi verið nógu dugleg að passa upp á fjölbreytnina hjá mér. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að kvikmyndagerðarfólk taki þetta samtal. En að gera það með því að bera saman græna banana við trans fólk, jaðarsettan minnihlutahóp, sýnir fram á ótrúlegt virðingarleysi og transfóbíu. Höfundur er kvikmyndagerðarkona.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun