Ókeypis leikskóli og tónlistarskóli í Reykhólahreppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2021 14:06 Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um tæplega 250 íbúa. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er góð. Aðsend Mikil ánægja er hjá foreldrum barna í Reykhólahreppi því á nýju ári verða leikskólagjöld og tónlistarnám í sveitarfélaginu ókeypis fyrir börn. Ástæðan er góð afkoma sveitarfélagsins. Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er stærsti vinnustaðurinn og svo Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem gefur góðar tekjur til sveitarfélagsins. Í ljósi góðrar afkomu Reykhólahrepps hefur sveitarstjórn ákveðið að fella niður leikskólagjöld frá næstu áramótum, auk þess verða gjöld í tónlistarnám felld niður. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir er sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Það er bara fín staða hjá Reykhólahreppi eins og er og við þökkum svo sannarlega fyrir það. Þess vegna getum við látið þennan draum rætast, sem hefur verið að velkjast með fulltrúum í sveitarstjórn frá því að þeir tóku við 2018. Við höfum verið að vinna að því að búa svolítið vel um börnin í Reykhólahreppi og reyna að gera fjölskyldunum lífið svolítið léttara. Það er mjög gaman að geta gert þetta,“ segir Ingibjörg Birna. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem er mjög stolt af því að sveitarfélagið ætli að nýju ári að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og tónlistarskóla í Reykhólahreppi.Aðsend 13 börn eru í leikskóla Reykhólahrepps og 10 í tónlistarskólanum. Ingibjörn Birna segir að með ókeypis leikskóla og tónlistarskóla vonist sveitarfélagið til þess að geta laðað fleiri barnafjölskyldur og þar með fleiri íbúa til sín í góða samfélagið í Reykhólahreppi. „Já, ég held að það muni um þetta fyrir fjölskyldurnar og þetta eru þær fjölskyldur, þetta er unga fólkið og fólk er jafnvel með tvö eða þrjú börn og þetta er bara stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks,“ bætir Ingibjörg Birna við. Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Leikskólar Tónlistarnám Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
Reykhólahreppur er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er stærsti vinnustaðurinn og svo Þörungaverksmiðjan á Reykhólum, sem gefur góðar tekjur til sveitarfélagsins. Í ljósi góðrar afkomu Reykhólahrepps hefur sveitarstjórn ákveðið að fella niður leikskólagjöld frá næstu áramótum, auk þess verða gjöld í tónlistarnám felld niður. Mikil ánægja er með þessa ákvörðun sveitarstjórnar. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir er sveitarstjóri Reykhólahrepps. „Það er bara fín staða hjá Reykhólahreppi eins og er og við þökkum svo sannarlega fyrir það. Þess vegna getum við látið þennan draum rætast, sem hefur verið að velkjast með fulltrúum í sveitarstjórn frá því að þeir tóku við 2018. Við höfum verið að vinna að því að búa svolítið vel um börnin í Reykhólahreppi og reyna að gera fjölskyldunum lífið svolítið léttara. Það er mjög gaman að geta gert þetta,“ segir Ingibjörg Birna. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, sem er mjög stolt af því að sveitarfélagið ætli að nýju ári að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla og tónlistarskóla í Reykhólahreppi.Aðsend 13 börn eru í leikskóla Reykhólahrepps og 10 í tónlistarskólanum. Ingibjörn Birna segir að með ókeypis leikskóla og tónlistarskóla vonist sveitarfélagið til þess að geta laðað fleiri barnafjölskyldur og þar með fleiri íbúa til sín í góða samfélagið í Reykhólahreppi. „Já, ég held að það muni um þetta fyrir fjölskyldurnar og þetta eru þær fjölskyldur, þetta er unga fólkið og fólk er jafnvel með tvö eða þrjú börn og þetta er bara stór hluti af ráðstöfunartekjum fólks,“ bætir Ingibjörg Birna við.
Reykhólahreppur Skóla - og menntamál Leikskólar Tónlistarnám Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira