Eldgos í Grímsvötnum „jóker í stöðunni“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. nóvember 2021 12:09 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið stöðugt undanfarna daga og hefur hraðinn á siginu aukist töluvert. Vatn er nú byrjað að fara út úr Grímsvötnum en hefur ekki enn náð jökul jaðrinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir líklegt að merki um slíkt fari að sjást á mælum á næstu klukkustundum eða sólarhring. Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Frá því að íshellan byrjaði að síga í Grímsvötnum síðastliðinn miðvikudag hefur hún sigið um um það bil einn og hálfan metra. Ekkert merki er komið í Gígjukvísl um að vatnið hafi náð þangað en að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, getur það gerst hvenær sem er, mögulega á næstu tveimur sólarhringum. „Þetta er orðin frekar stór á sem er að renna út en það tekur smá tíma áður en þetta nær fram,“ segir Magnús en hann telur mögulegt að það geti gerst á næstu klukkustundum eða sólarhring. „Það að er nú líklegt að það fari að koma fram eitthvað vatn í Skeiðará en þetta gerist ekki dramatískt. Þetta byrjar hægt og vex svo.“ Að sögn Magnúsar er rennsli úr jöklinum stöðugt að aukast og virðist hafa tvöfaldast á síðustu dögum. „Við erum sem sagt í byrjunarfasanum á þessu, þetta er farið af stað, en þetta á eftir að ná jökuljaðri. Það er mikið pláss í jöklinum og vatnið þarf að finna sér leið. Það lyftist líka jökullinn, það sýnir sig í fyrri hlaupum að það lyfti um nokkra metra jafnvel, en það er töluvert vatn sem kemst fyrir í jöklinum áður en það fer að leita út,“ segir Magnús. Miðað við fyrri hlaup úr Grímsvötnum gæti verið að flóðtoppur verði eftir fjóra til sex daga. Mögulegt er að gos verði á svæðinu en það gerðist síðast árið 2011, sex mánuðum eftir hlaup úr Grímsvötnum, og árið 2004. „Það er bara jóker í stöðunni við verðum bara viðbúin því að það geti gerst,“ segir Magnús. „Það er ekkert óalgengt að hlaup létti á kviku hólfinu nægilega mikið þegar það sígur og minnkar fargið á honum, að það bresti kviku hólfið sem er þar undir og það komi gos, þetta er eitthvað sem við þurfum að vera viðbúin að geti gerst.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40 Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55 Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Fleiri fréttir Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Sjá meira
Ekki að sjá að hlaupvatn sé komið fram í Gígjukvísl Ekki er að sjá að neitt hlaupvatn hafi komið fram í Gígjukvísl en íshellan í Grímsvötnum hélt áfram að lækka í nótt. 26. nóvember 2021 07:40
Hefur sigið um 34 sentimetra Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun. 25. nóvember 2021 11:55
Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag. 24. nóvember 2021 16:48