Í kvöld liggur fyrir hvort kosið verði aftur vegna annmarka í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2021 20:33 Kjörbréfamálið hefur verið til umræðu á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Ágallar í meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi voru það miklir að annað hvort ber að endurtaka alþingiskosningarnar í heild eða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt tillögum fulltrúa í kjörbréfanefnd. Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur. Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Meirihluti nefndarinnar telur ágallana hins vegar ekki hafa haft áhrif á úrslit kosninganna og því beri að staðfesta kjörbréf allra þingmanna. Allar líkur eru á því að niðurstaða fáist í málið í kvöld en atkvæðagreiðsla átti að hefjast klukkan 20. Þingfundi var síðar frestað til klukkan 21. Kosið er um þrjár tillögur sem lagðar hafa verið fyrir þingið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins sem mynda meirihluta í kjörbréfanefnd leggja til að öll kjörbréf verði samþykkt. Píratar leggja til að engin kjörbréf verði samþykkt og kosningarnar þar með endurteknar á landsvísu. Loks er það tillaga Svandísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, og Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingar, sem eiga sæti í nefndinni. Leggja þær til að kjörbréf í Norðvesturkjördæmi verði ekki samþykkt og því boðað til uppkosningar í kjördæminu. Uppfært klukkan 21:15: Tillaga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, var felld með 53 atkvæðum gegn sex. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga Svandísar Svavarsdóttur og Þórunnar Sveinbjarnardóttur var felld með 42 atkvæðum gegn 16. Fjórir greiddu ekki atkvæði. Tillaga meirihluta kjörbréfanefndar var samþykkt með 42 atkvæðum og verða því öll 63 kjörbréf þingmanna staðfest. Lýðræðið eigi að njóta vafans Þórunn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að þær hafi lagt fram sína tillögu þar sem ekki væri hægt að útiloka að átt hafi verið við kjörgögnin í Norðvesturkjördæmi. „Við höfum ekki fengið staðfest að varsla kjörgagna hafi verið fullnægjandi og þá liggur það hjá stjórnvaldinu eins og fram hefur komið að sanna að allt sé í lagi. Það er ekki hægt og í því ljósi þá nýtur lýðræðið vafans og það þarf að fara fram uppkosning.“ Ekkert bendi til að ágallar hafi haft áhrif á niðurstöðu Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður kjörbréfanefndar, sagði að málið hafi fengið mikla skoðun og ekkert hafi komið fram sem gefi vísbendingar um að sá ágalli sem hafi verið á framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að atkvæðatölur hafi breyst milli fyrri og seinni talningar. „Við lítum svo á að samkvæmt 3. málsgrein 120. greinar [laga um kosningar til Alþingis] þá þurfi allavega að leiða líkum að því eða gera það sennilegt að tiltekni gallinn hafi haft þessi áhrif og við sjáum ekki að það sé samhengi þar á milli.“ Þórunn sagði í ræðustól Alþingis í dag að það væru uppsafnaðir ágallar á framkvæmd kosninganna sem gerði það að verkum að kjósendur ættu að njóta vafans. „Það eru fjöldamargir annmarkar og um það er ekki deilt í nefndinni og það kemur mjög skýrt fram í greinargerðinni og í álitum, en það sem ræður úrslitum er varsla kjörgagna og hvernig það lagðist fyrir nefndina,“ sagði Þórunn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ef Alþingi samþykkir tillögu meirihluta kjörbréfanefndar í kvöld má vænta þess að ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna verði kynnt til leiks um helgina eða á mánudag og nýr stjórnarsáttmáli kynntur.
Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir „Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14 Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01 Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Endurspeglar þetta hyldjúpa rugl í þessu máli að við séum með þrjár tölur“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, segir að þær tölur sem fram hafa komið við talningu, endurtalningu og yfirferð undirbúningskjörbréfanefndar á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi gefi tilefni til að hægt sé að efast um allt sem sé á borðinu í kjördæminu. 25. nóvember 2021 14:14
Fyrst verða greidd atkvæði um tillögu Pírata um nýjar alþingiskosningar Þingmenn munu fyrst greiða atkvæði um tillögu Pírata í kjörbréfamálinu um að ekkert þeirra kjörbréfa sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum verði staðfest. Þrjár tillögur verða lagðar fyrir þingfund í dag þar sem meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréfin verði staðfest. 25. nóvember 2021 12:01
Þrjár tillögur lagðar fyrir Alþingi í dag Þrjár tillögur varðandi afgreiðslu kjörbréfa verða lagðar fyrir fund Alþingis sem hefst klukkan eitt í dag. Meirihluti kjörbréfanefndar leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út verði samþykkt. 25. nóvember 2021 10:52