Hvað finnst þér um kaupmála við giftingu? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. nóvember 2021 12:30 Er óþarft og órómantískt að ræða um kaupmála eða jafnvel nauðsynlegt og skynsamlegt? Getty „Þar til dauðinn aðskilur okkur. En ef ekki..... þá er ég hér með smá pappíra fyrir þig að undirrita ástin mín.“ Það ætlar sér enginn að skilja, sérstaklega ekki þegar ákveðið er að ganga í hið heilaga hjónaband og ástin blómstrar. En staðreyndin er samt sem áður sú að mörg hjónabanda enda með skilnaði. Hvað er eiginlega kaupmáli? Þegar fólk gengur í hjónaband þá verða allar eignir fólks sameiginlegar, hjúskapareignir, nema annað sé sérstaklega tilgreint í kaupmála. Samkvæmt lögum geta hjón eða pör, sem hafa ákveðið að gifta sig, gert með sér samning sem kallast kaupmáli. Samningurinn tekur svo gildi eftir að vígsla hefur átt sér stað. Meginreglan er sú að þegar kemur til lögskilnaðar er eignum sem hafa myndast og orðið til við hjónabandið og búskapinn skipt til helminga, nema að gerður sé kaupmáli þar sem annað er tilgreint. Þegar fólk giftir sig ungt að árum er líklega sjaldgæfara að það geri með sér kaupmála en þó er allur gangur á því. Kaupmáli er oft á tíðum gerður ef mikill munur er á eignastöðu fólks eða þegar fólk giftist aftur og á jafnvel börn úr fyrri samböndum. Einhverjum gæti þótt tal um kaupmála verulega óþarft og órómantískt á meðan öðrum þykir það sjálfsagt og skynsamlegt. Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. Konur svara hér: Karlar svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér. Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. 24. nóvember 2021 15:32 Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00 Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ 22. nóvember 2021 15:25 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Það ætlar sér enginn að skilja, sérstaklega ekki þegar ákveðið er að ganga í hið heilaga hjónaband og ástin blómstrar. En staðreyndin er samt sem áður sú að mörg hjónabanda enda með skilnaði. Hvað er eiginlega kaupmáli? Þegar fólk gengur í hjónaband þá verða allar eignir fólks sameiginlegar, hjúskapareignir, nema annað sé sérstaklega tilgreint í kaupmála. Samkvæmt lögum geta hjón eða pör, sem hafa ákveðið að gifta sig, gert með sér samning sem kallast kaupmáli. Samningurinn tekur svo gildi eftir að vígsla hefur átt sér stað. Meginreglan er sú að þegar kemur til lögskilnaðar er eignum sem hafa myndast og orðið til við hjónabandið og búskapinn skipt til helminga, nema að gerður sé kaupmáli þar sem annað er tilgreint. Þegar fólk giftir sig ungt að árum er líklega sjaldgæfara að það geri með sér kaupmála en þó er allur gangur á því. Kaupmáli er oft á tíðum gerður ef mikill munur er á eignastöðu fólks eða þegar fólk giftist aftur og á jafnvel börn úr fyrri samböndum. Einhverjum gæti þótt tal um kaupmála verulega óþarft og órómantískt á meðan öðrum þykir það sjálfsagt og skynsamlegt. Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á. Konur svara hér: Karlar svara hér: Makamál hafa síðustu tvö ár spurt lesendur Vísis vikulega um þeirra skoðanir og viðhorf varðandi málefni tengd ástinni, samböndum, tilfinningum og kynlífi. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast allar fyrri Spurningar vikunnar og niðurstöður hér.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. 24. nóvember 2021 15:32 Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00 Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ 22. nóvember 2021 15:25 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Kannski það sé ástæða þess að ég er ein?“ „Þegar neistinn kviknar þá bara kemur það í ljós,“ segir tónlistarkonan og poppgyðjan Þórunn Antonía Magnúsdóttir. Þórunn var á dögunum valin ein af eftirsóttustu einhleypu konum landsins á vefnum mbl.is. 24. nóvember 2021 15:32
Baksturinn hugleiðsla: „Sumir fara í jóga en ég baka“ „Aðalatriðið er að njóta þessa að baka. Stundum fer allt í tóma vitleysu, en þá er bara að reyna aftur og aftur,“ segir Eva Laufey í viðtali við Vísi. 23. nóvember 2021 06:00
Fjörutíu prósent karla segjast yfirleitt sýna áhuga í gegnum skjáinn „Hæ, hvað segirðu? Ég sá þig á tónleikunum í gær og ákvað reyna að finna þig hér á Facebook!“ 22. nóvember 2021 15:25