Barnaverndarráð Íslands sópaði kvörtunum út af borðinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 18:40 Jón Björnsson fyrrverandi félagsmálastjóri á Akureyri gerði margvíslegar athugasemdir við barnaheimilið á Hjalteyri. Barnaverndarráð Íslands tók þær ekki alvarlega. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi félagsmálastjóri Akureyrar segir Barnaverndarráð Íslands ekki hafa tekið kvartanir sínar um barnaheimilið á Hjalteyri alvarlega. Málinu hafi verið sópað út af borðinu. Hefði hann vitað af kynferðislega ofbeldinu sem nú hefur verið greint frá hefði málið alltaf verið kært til lögreglu. Fólk sem dvaldi sem hjá hjónunum Einari og Beverely á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar hefur stigið fram síðustu daga og lýst hræðilegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þau voru beitt. Jón Björnsson var félagsmálastjóri Akureyrar frá 1976 til 1995. Hann segir að eftir að hafa fengið athugasemdir frá ættingjum, heyrt orðróm og farið sjálfur í heimsókn til hjónanna á Hjalteyri hafi hann tekið sama greinargerð um starfið. Þar gerði hann margvíslegar athugasemdir við starfsaðferðir hjónanna og óskaði eftir því að Barnaverndarráð Íslands kannaði heimilið. Vildu hafa börnin algjörlega á sínu valdi „Ég fór sjálfur á heimilið 1976. Hjónin virkuðu yfirdrifin og öfgafull í skoðunum á uppeldi. Það fólst meðal annars í því að hjónin sögðu að ef þau ættu að geta hjálpað börnunum yrðu þau að hafa börnin alfarið á sínum snærum. Þau vildu hafa þau algjörlega á sínum snærum og valdi. Það var ástæðan fyrir því að þau lögðust gegn umgengni við aðstandendur. Þegar frá leið fór ég að fá athugasemdir frá aðstandendum barnanna, þá vegna þess að þeir gætu ekki verið í sambandi við börnin. Ég heyrði líka orðróm um að þetta væri ekki í lagi. Smám saman varð svo til þessi mynd að það væri rétt að Barnaverndarráð rannsakaði heimilið,“ segir Jón. Barnaverndarráðið fól hins vegar barnaverndarnefnd hreppsins sem heimilið var í að rannsaka málið. Sú nefnd taldi eftir samtal við hjónin að allt væri þar með felldu og skrifaði Þórhallur Höskuldsson prestur sem var í barnaverndarnefndinni m.a. undir það. Grein um starf hjónanna á HjalteyriVísir/Timarit.is Áttum bara að vera vinir Jón gerði aftur athugasemdir við það og Barnaverndarráð Íslands sendi loks í maí 1978 Ólaf Skúlason, síðar biskup af stað til að kanna heimilishagi á Hjalteyri. Jón Björnsson er ekki sáttur með afgreiðslu ráðsins á málinu. „Það var haldinn fundur með mér og fulltrúa Barnaverndarráðs sem bar í raun og veru að bregðast við svona áhyggjum og kvörtunum. Ég hafði á tilfinningunni eftir þann fund að það myndi ekkert gerast í málinu. Fundurinn hafi verið haldinn til að búa til einhvers konar sættir, að allir yrðu vinir þar sem kvörtunum væri sópað út af borðinu. Mér fannst þessi kvörtun ekki vera tekin alvarlega,“ segir Jón. Jón segir barnaverndarnefnd Akureyrar hafi hins vegar ákveðið þrátt fyrir þessa afgreiðslu Barnaverndarráðs að hætta að vista börn á Hjalteyri. Í kjölfarið hættu fleiri barnaverndarnefndir að gera það og heimilið lokaði 1978-1979. „Við höfðum ekki fleiri leiðir en þessar til að koma áhyggjum okkar á framfæri. Ef einhverjar kvartanir hefðu legið fyrir á þessum tíma um að börn væru þarna beitt kynferðislegu ofbeldi hefðum við að sjálfsögðu getið þess í okkar kvörtunum og kært málið til lögreglu. Slíkar kvartanir lágu hins vegar ekki fyrir á þessum tíma,“ segir Jón. Gættu svo barna í næstum 20 ár í Garðabæ Hjónin Einar og Beverly störfuðu sem dagforeldrar í Garðabæ allt frá árinu 1995 samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Árið 2006 opna þau Montessori-leikskóla fyrir 2-6 ára börn og lét Garðabær þeim í té hentugt húsnæði. Beverly starfaði svo sem dagmamma allt til ársins 2015 en Einar lést það ár. Beverly lést svo árið 2019. Jón segist ekki hafa vitað af því að hjónin hafi haldið áfram að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Þau hjónin voru aldrei svipt starfsleyfinu á Hjalteyri, því var bara sjálfhætt. Á þessum árum var ég hættur sem félagsmálastjóri og vissi ekki af því að þau væru að starfa í Garðabæ. Þau hafa samt sem áður þurft að sækja um leyfi og ég vona að þau hafi gert það hjá sveitarfélaginu sem þau störfuðu hjá. Ég veit ekki á hvaða forsendum hjónin hafa fengið leyfi þar,“ segir Jón. Aðspurður um hvort hann telji að yfirvöld eigi að rannsaka starfsemina á barnaheimilinu á Hjalteyri svarar Jón: Eftir það sem nú er komið fram um starfshætti hjónanna tel ég ósanngjarnt ef það verður ekki rannsakað,“ segir Jón. Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Garðabær Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Barnavernd Tengdar fréttir Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Fólk sem dvaldi sem hjá hjónunum Einari og Beverely á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar hefur stigið fram síðustu daga og lýst hræðilegu kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þau voru beitt. Jón Björnsson var félagsmálastjóri Akureyrar frá 1976 til 1995. Hann segir að eftir að hafa fengið athugasemdir frá ættingjum, heyrt orðróm og farið sjálfur í heimsókn til hjónanna á Hjalteyri hafi hann tekið sama greinargerð um starfið. Þar gerði hann margvíslegar athugasemdir við starfsaðferðir hjónanna og óskaði eftir því að Barnaverndarráð Íslands kannaði heimilið. Vildu hafa börnin algjörlega á sínu valdi „Ég fór sjálfur á heimilið 1976. Hjónin virkuðu yfirdrifin og öfgafull í skoðunum á uppeldi. Það fólst meðal annars í því að hjónin sögðu að ef þau ættu að geta hjálpað börnunum yrðu þau að hafa börnin alfarið á sínum snærum. Þau vildu hafa þau algjörlega á sínum snærum og valdi. Það var ástæðan fyrir því að þau lögðust gegn umgengni við aðstandendur. Þegar frá leið fór ég að fá athugasemdir frá aðstandendum barnanna, þá vegna þess að þeir gætu ekki verið í sambandi við börnin. Ég heyrði líka orðróm um að þetta væri ekki í lagi. Smám saman varð svo til þessi mynd að það væri rétt að Barnaverndarráð rannsakaði heimilið,“ segir Jón. Barnaverndarráðið fól hins vegar barnaverndarnefnd hreppsins sem heimilið var í að rannsaka málið. Sú nefnd taldi eftir samtal við hjónin að allt væri þar með felldu og skrifaði Þórhallur Höskuldsson prestur sem var í barnaverndarnefndinni m.a. undir það. Grein um starf hjónanna á HjalteyriVísir/Timarit.is Áttum bara að vera vinir Jón gerði aftur athugasemdir við það og Barnaverndarráð Íslands sendi loks í maí 1978 Ólaf Skúlason, síðar biskup af stað til að kanna heimilishagi á Hjalteyri. Jón Björnsson er ekki sáttur með afgreiðslu ráðsins á málinu. „Það var haldinn fundur með mér og fulltrúa Barnaverndarráðs sem bar í raun og veru að bregðast við svona áhyggjum og kvörtunum. Ég hafði á tilfinningunni eftir þann fund að það myndi ekkert gerast í málinu. Fundurinn hafi verið haldinn til að búa til einhvers konar sættir, að allir yrðu vinir þar sem kvörtunum væri sópað út af borðinu. Mér fannst þessi kvörtun ekki vera tekin alvarlega,“ segir Jón. Jón segir barnaverndarnefnd Akureyrar hafi hins vegar ákveðið þrátt fyrir þessa afgreiðslu Barnaverndarráðs að hætta að vista börn á Hjalteyri. Í kjölfarið hættu fleiri barnaverndarnefndir að gera það og heimilið lokaði 1978-1979. „Við höfðum ekki fleiri leiðir en þessar til að koma áhyggjum okkar á framfæri. Ef einhverjar kvartanir hefðu legið fyrir á þessum tíma um að börn væru þarna beitt kynferðislegu ofbeldi hefðum við að sjálfsögðu getið þess í okkar kvörtunum og kært málið til lögreglu. Slíkar kvartanir lágu hins vegar ekki fyrir á þessum tíma,“ segir Jón. Gættu svo barna í næstum 20 ár í Garðabæ Hjónin Einar og Beverly störfuðu sem dagforeldrar í Garðabæ allt frá árinu 1995 samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Árið 2006 opna þau Montessori-leikskóla fyrir 2-6 ára börn og lét Garðabær þeim í té hentugt húsnæði. Beverly starfaði svo sem dagmamma allt til ársins 2015 en Einar lést það ár. Beverly lést svo árið 2019. Jón segist ekki hafa vitað af því að hjónin hafi haldið áfram að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Þau hjónin voru aldrei svipt starfsleyfinu á Hjalteyri, því var bara sjálfhætt. Á þessum árum var ég hættur sem félagsmálastjóri og vissi ekki af því að þau væru að starfa í Garðabæ. Þau hafa samt sem áður þurft að sækja um leyfi og ég vona að þau hafi gert það hjá sveitarfélaginu sem þau störfuðu hjá. Ég veit ekki á hvaða forsendum hjónin hafa fengið leyfi þar,“ segir Jón. Aðspurður um hvort hann telji að yfirvöld eigi að rannsaka starfsemina á barnaheimilinu á Hjalteyri svarar Jón: Eftir það sem nú er komið fram um starfshætti hjónanna tel ég ósanngjarnt ef það verður ekki rannsakað,“ segir Jón.
Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Garðabær Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Barnavernd Tengdar fréttir Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23 „Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01 Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Garðabær mun rannsaka dagheimili hjónanna frá Hjalteyri Bæjarstjóri Garðabæjar segir að starfsemi hjóna, sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratugnum, við barnagæslu í Garðabæ verði rannsökuð. Bærinn taki frásagnir um ofbeldi af hálfu hjónanna mjög alvarlega og starfsemi þeirra verði rannsökuð af viðeigandi aðilum. 22. nóvember 2021 15:23
„Þetta var hreinasta helvíti“ Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. 22. nóvember 2021 13:01
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56