Innlent

Óska eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar að morgni miðvikudagsins 10. nóvember.
Slysið varð á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar að morgni miðvikudagsins 10. nóvember. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar miðvikudagsmorguninn 10. nóvember. Tilkynning um slysið barst lögreglu klukkan 7:12.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þar hafi rekist saman Volkswagen Tiguan og Toyota Auris, en að ökumönnunum beri ekki saman um stöðu umferðarljósa. 

„Volkswagen-bifreiðinni var ekið norður Kringlumýrarbraut og Toyotunni frá Skipholti yfir á Háaleitisbraut, en ökumaður hennar hugðist aka yfir gatnamótin og austur Háaleitisbraut þegar áreksturinn varð.

Þau sem urðu vitni að árekstrinum eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið [email protected]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×