Stórkostlegir þjónar, grímulöggur og sveit full af sjarma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2021 07:00 Það er ekki leiðinlegt að geta hlustað á frábæra tónlist í návígi við spilarana, sem var tilfellið í Gamla bíó í síðustu viku. Vísir/Tinni Klukkan er farin að ganga sex á miðvikudegi. Kominn tími til að loka tölvunni. Vinnudegi lokið. En ekki deginum. Ó nei. Fram undan er rokk í Reykjavík. Wine, dine og tónleikar með einni vinsælustu hljómsveit Íslands fyrr og síðar. Of Monsters and Men heldur þessa dagana upp á áratugsafmæli fyrstu plötu sinnar, My Head is an Animal, þeirrar sem kom sveitinni á kortið. Ég er svo heppinn að það er miði merktur mér. Við erum á leiðinni tveir vinirnir, samstarfsfélagar, hvor sínum megin við fertugt en má vart milli sjá hvor er spenntari fyrir kvöldinu. Það er ekki eins og maður hafi ekki getað gert neitt síðustu tuttugu mánuði, en einhvern veginn er hver kvöldstund á tónleikum eða leikhúsi þeim mun meira spennandi. Við erum hvorugir grjótharðir aðdáendur en njótum tónlistar Músíktilraunasveitarinnar og berum virðingu fyrir henni. Tekið til hendinni Á sex tíma bíltúr frá Akureyri til Reykjavíkur helgina fyrir tónleikana datt ég inn á Rokkland á Rás 2 þar sem Ragnar og Nanna, þekktustu andlit sveitarinnar, voru í viðtali. Platan var spiluð og malað á milli. Tilurð sveitarinnar, hvernig Nanna raðaði strákunum í kringum sig og úr varð band sem vann Músíktilraunir. Nú er sveitin að halda ferna tónleika í Gamla bíó. Langþráðir tónleikar. Samt er aðeins uppselt á tvenna þeirra, miðar til á hina tvo. Kunna Íslendingar ekki gott að meta? Er bandið miklu vinsælla vestanhafs en á skerinu? Eða eru hækkandi smittölur að hafa sín áhrif? Kannski eru Íslendingar búnir að setja tíu þúsund kallinn sinn í jólatónleika. Hver veit. Raggi og Brynjar voru í það minnsta peppaðir í aðdraganda tónleikanna í spjalli við Stínu Ólafs. Áður en við vippum okkur niður í bæ sýnir vinur minn mér glæsilegar breytingar sem hann hefur gert á híbýlum sínum. Ekki laust að ég sé grænn af öfund. Þegar kemur að framtakssemi á heimavelli er ég ekki sá sterkasti. Þarna hafa hjónin gert alls kyns breytingar, endalausar pælingar og að því er virðist næg orka. Dáist að fólki sem ræðst í svona verkefni meðfram vinnu, uppeldi og öllum þeim skylduboxum sem tikka þarf í á hverjum degi. Þjónusta í hæsta klassa Við röltum niður í bæ og ég sannfæri samferðamanninn um að við grípum okkur borgara og bjór á Le Kock. Hann hefur ekki komið þangað inn og meira en til í að prófa nýjan stað. Mikið kann ég að meta fólk með opinn hug sem er til í að prófa nýtt frekar en að kjósa alltaf sömu staðina. Hörkuborgari, ódýr húsbjór og kleinuhringir einhverja hluta vegna á tveir fyrir einn díl. Spottprís fyrir þúsund kaloríu sprengju, sinnum tveir. En það er þjónustan sem ég tek eftir. Sá sem tekur pöntunina okkar leggur sig fram við að þjóna okkur, er kurteis og skemmtilegur. Hann vill gera kvöldstundina betri fyrir okkur. Sama gildir um tvo kollega hans sem aðstoða okkur við áfyllingu klukkustund síðar. Smá leit á Internetinu leiddi í ljós að sá sem afgreiddi okkur fyrst, með miklum tilþrifum, heitir Markús Ingi Guðnason.LeKock Það er víst erfitt að fá fólk í þjónustustörf þessi misserin en Le Kock geta hrósað happi yfir sínu. Maturinn var mjög fínn en staðurinn fær tíu í einkunn fyrir gestrisni. Miðbærinn að breytast Á þessum tveimur tímum frá því við yfirgáfum vinnustaðinn höfum við blaðrað stanslaust, en ekkert um vinnuna. Við vinnuhundarir höfum náð að kúpla okkur út í miðri vinnuviku, á vinnustað sem aldrei sefur. Ræða um lífið og tilveruna. Fjölskyldu og vini, foreldrana sem eru orðnir virðulegir eldri borgarar og börnin sem vaxa og dafna. Það sem skiptir okkur mestu máli. Við röltum í gegnum miðbæinn og fram hjá Grillhúsi Guðmundar við Tryggvagötu. Nema það er ekkert grillhús lengur í þeirri götu. Allt í einu rámar mig í að búið sé að flytja það upp á Laugaveg. Í staðinn er kominn asískur staður, líklega asískur enda ber hann nafnið Pho Bistro sem vísar væntalega til Pho-súpa. Prófum hann síðar. Grillhúsið horfið og Pho Bistro komið í staðinn. Ég hélt ég væri að sjá ofsjónir enda virðist Pho vera að taka yfir miðbæinn.Vísir/Kolbeinn Tumi Það eru engar fréttir að Glaumbar hefur verið lokað og þar er einhver kampavínsklúbbur með tilheyrandi gæfu eða þannig. American Style er svo horfinn og indverskur staður kominn í staðinn. Líklega ekki fréttir fyrir neinn. Framkvæmdir eru í gangi í Tryggvagötunni en vonandi verður sjarmi yfir götunni þegar breytingum er lokið. Bæjarins beztu eru þó enn ljósið við enda ganganna þótt erfiðara og erfiðara verði að sannfæra sjálfan sig um að 550 kall fyrir pylsuna sé réttmætt verð. Það munar nefnilega ekki svo miklu á þessum pylsum og þeim sem ég reiði fram í pottinum heima. Pælingin um pylsuna er víðs fjarri þetta kvöld eftir nýfallna kaloríusprengju. Borgari, smælki, tveir bjórar og kleinuhringur. Búmm! Verst geymda leyndarmálið Snerist þessi pistill ekki um tónleika með Of Monsters and Men? Jú að einhverju leyti. En ef þú áttir von á þvílíkri gagnrýni um frammistöðu sveitarinnar þetta miðvikudagskvöld í nóvember þá verðurðu kannski fyrir vonbrigðum. Þetta voru geggjaðir tónleikar og fólk skemmti sér vel. En ef þú vilt lesa meira um ævintýri kvöldsins með og án skrímslanna þá held ég áfram. Fyrir þig. Við lendum í Gamla bíó og þar er búið að hafa til boðsmiða fyrir blaðamanninn, plús einn. Ég er líklega ekki að uppljóstra neinu leyndarmáli að leikhúsin, bíó og tónleikahaldarar bjóða fjölmiðlum á slíka viðburði og vonast eftir umfjöllun á móti. Fjölmiðlanir fá líka sendar bækur, sérstaklega í aðdraganda jólanna, og vonast eftir umfjöllun og gagnrýni. Það er ekkert loforð um slíkt af hálfu miðlanna en ef andinn kemur yfir mann, þá skrifar maður. Í mínu tilfelli, á sunnudagskvöldi því ég hefði aldrei tíma á venjulegri vakt til að henda í svona hlemm. Hið stórglæsilega Gamla bíó.María Kjartans Starfsmaður í Gamla bíó er með bunka af umslögum. Á því efsta stendur Bríet. Hvað ef það hefði staðið Guðmundur? Ætli ég hefði getað beðið um miða undir því nafni, fengið og allir góðir? Ég þarf ekki að pæla í því. Það eru miðar á mínu nafni og við förum inn. Mugison er kominn að vestan til að spila fyrir tónleikagesti. Við grípum okkur bjór og röltum inn í salinn. Það virðist ansi vel mætt. Erum við að fara að standa aftast? Alls ekki. Fólk dreifir svo vel úr sér að við þurfum ekkert að hafa fyrir því að rölta nálægt sviðinu. VIP staðsetning, mjög gott. Minningar úr Gamla bíó Það er heilmikill klassi yfir Gamla bíó. Það eru fáir tónleikasalir í borginni þar sem maður kemur inn og finnur fyrir sögunni. Bíósýningarnar í eldgamla daga, óperan í seinni tíð og hvað mig varðar tónleikar Tónmenntaskólans. Já, og erfiðasta stund ævi minnar. Þegar ég tók að mér að spila jólalögin á píanó á jólaballi WOW air. Um Gamla bíó Gamla bíó er ein af merkustu byggingum í Reykjavík frá tímabili steinsteypuklassíkur og eitt helsta verk Einars Erlendssonar með listrænu tilliti. Framhlið hússins og almenningsrými hafa varðveist í upprunalegri mynd þó svo salarkynnin hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum árin. Petersen seldi húsið hlutafélaginu Gamla bíó hf. árið 1939 en það félag starfrækti kvikmyndahúsið til ársins1981 þegar Íslenska óperan eignaðist það og hóf starfsemi sína þar árið eftir. Fyrsta óperuuppfæraslan, Sígaunabaróninn eftir Jóhann Strauss, var frumsýnd í Gamla bíó 9. janúar 1982 og allt frá því hélt Óperan úti öflugu tónlistarlífi í húsinu til ársins 2011 þegar hún flutti sig yfir í tónlistarhúsið Hörpu. Með umfangsmiklum framkvæmdum á árunum 2014-2016 var öll aðstaða í húsinu bætt til muna svo nú getur Gamla bíó skipað sér sess á meðal fremstu viðburðahúsa á Íslandi og Íslendingar allir og gestir þeirra notið þessarar sögufrægu og fallegu byggingar í hjarta miðborgarinnar um ókomna tíð. Af vef Reykjavíkurborgar „Við verðum að syngja hátt svo jólasveinarnir finni okkur,“ kallaði ég í mækinn og leiddi Jólasveinar ganga um gólf. Ég átti sviðið, en samt ekki. Ég hef aldrei verið jafnfeginn að sjá tvo jólasveina. Karókí, hvar sem er og hvenær sem er. En einn á sviði með píanó og míkrafón, syngjandi fyrir börn, mömmur og einstaka feður. Það sem maður lætur plata sig í undir merkjum Já-mannsins. Mugison og Þorleifur Gaukur áttu sviðið framan af kvöldi.Vísir/Tinni Meira að segja Mugison er ekki einn á sviðinu. Hann er með snilling með sér. Þorleif Gauk sem virðist hreinlega spila með öllum. Bríet, Kaleo, Baggalúti, KK og já, Mugison. Hann er afar vinsæll Session spilari og þeir Mugison ná einstaklega vel saman. Ég átta mig ekki alveg á því hve langt þeir eru komnir í prógramminu. Lagið klárast. „Eitt lag enn,“ er kallað úr salnum og Mugison verður undrandi. „Uh, við eigum alveg nokkur eftir sko.“ Minn maður lætur ekki slá sig út af laginu. Hann er í gírnum. Mugison tekur eitt nýtt lag. „Að hugsa til þín, gerir mér gott“ segir í laginu sem á eflaust eftir að heyrast á öldum ljósvakans. Ég næ ekki nafninu en fólk fagnar vel. Svo er það Murr Murr, læti og tilþrif, og þar með er upphitun lokið. Mugison þakkar fyrir tækifærið að fá að spila, eins og hann sé nýbyrjaður í faginu, en til marks um virðinguna í senunni. Kannast enn ekki við Vestfjarðaóðinn Hvað gerir maður í hléinu? Þeir sem reykja fá sér sígarettu og aðrir skella sér á klósettið. Ég tek eftir því að það eru allir með grímur, allir. Það er ekkert verið að grínast. Gæslan tekur hlutverkið alvarlega. Ég tek niður grímuna til að fá mér bjór. Það líða nokkrar sekúndur og gæslumaður er mættur. Upp með grímuna! Svona pistill væri ekkert án þess að name-droppa aðeins. Við lendum á spjalli við Davíð, trommarann í Kaleo. Hann stillir sér upp á mynd með stærðarinnar skrímsli sem röltir um svæðið, þú veist, Of MONSTERS and Men. Turtildúfurnar Ruben og Bríet mæta á svæðið, það hefur enginn nappað miðanum hennar. Kaleo stefnir á tónleikaferðalag á næsta ári, Evrópa og Bandaríkin. Davíð með nýja besta vini sínum úr skrímslahópnum.Vísir/Tinni Ég kíkti einmitt á Spotify fyrr um daginn og komst að því að Little Talks er (líklega) það íslenska lag með flestar spilanir á Spotify. Í fljótu bragði sýnist mér einmitt Way down we go með Kaleo vera næst á eftir. Tveir smellir sem hafa gert það afar gott vestan hafs en sveitirnar njóta báðar mikilla vinsælda í Norður-Ameríku. Mugison mætir svo og spjallar við okkur. Segist langoftast fara á Vísi þegar kemur að íslenskum fréttamiðlum. Það kunnum við að meta. Ég athuga hvort Mugison hafi heyrt um Vestfjarðaróðinn, lag sem ég söng fyrir hann í bát undan Hornströndum fyrir einhverjum árum. Hann minnist ferðarinnar en flutningur minn hefur ekki verið eftirminnilegur. „Herbert Guðmundsson? Benni Sig syngur þetta lag oft“ segi ég en Mugison hristir höfuðið. Vestfirðingurinn þekkir ekki óðinn. Jæja svona er þetta. Hvet alla Íslendinga á leið vestur á firði til að skella laginu á fóninn. Fullkomið til dæmis í Bolungarvíkurgöngunum. Mæðgur mættar frá New York Ég rölti eftir ganginum niður í átt að klósettinu og sé tvær konur frá Bandaríkjunum. Aðeins Bandaríkjamenn eru með svona húfur, sjá mynd. Í ljós kemur að um er að ræða mæðgur frá New York sem voru svo heppnar að fatta, komnar til Íslands, að Of Monsters and Men væru að spila. Þær höfðu flett dagblaði og séð auglýsinguna. Mamman lætur dóttur sína um að svara spurningum blaðamanns. Auðvitað þekkja þær Of Monsters and Men. Já, sveitin er mjög þekkt í Bandaríkjunum og vinsæl meðal vina minna. „Við erum ekki systur!“ skýtur mamman inn í þegar ég spyr hvort þetta sé mæðgnaferð. Þær eru mjög spenntar. Ég rekst á Gis von Ice umboðsmann á leiðinni út. Toppmaður sem var líka á tónleikunum kvöldið áður og skemmti sér vel. Hann kíkti til að kíkja á Mugison og Þorleif Gauk. Skemmtilegur karakter, svona gæi á bak við tjöldin sem allir kunna vel við. Bensínstöðvarís og tapað tækifæri Þá er komið að því. Það heyrast læti innan úr sal og vissara að fara að koma sér aftur á staðinn sinn. Nú gæti verið orðið þéttara inni? Nei, ekkert þannig. Ég fatta að það eru komin 500 manna samkomutakmörk svo að þau mega ekki einu sinni fylla Gamla bíó. Djöfull fara þessa reglur að vera þreyttar, þó maður skilji tilganginn. Þau eru átta á sviðinu. Það er myrkur. Þau telja í. „Jumping up and down the floor. My head in an Animal...“ Í framhaldinu kvikna ljósin. Ragnar og Nanna Bryndís fyrir miðju, Brynjar gítarleikari öðru megin og Kristján bassaleikari hinu megin. Arnar trommari á upphækkuðum palli og svo þrjú til viðbótar. Steini úr Moses Hightower á hljómborði, Ragga Gunn á trompeti og Sigrún Kristbjörg á básúnu. Það rifjast upp fyrir mér Bylgjutónleikar í Hljómskálagarðinum fyrir mörgum árum. Það fengu einhverjir Kanar að gista hjá mér í gegnum Couchsurfing, samfélag sem hefur reynst mér vel á ferðalögum. Síðan hafa liðið mörg ár og hár, sem er önnur saga. Ég hvatti þau til að kíkja í Hljómskálagarðinn með mér á tónleika með íslenskri hljómsveit sem væri að slá í gegn. Langt var liðið á prógramm sveitarinnar, sem var jú Of Monsters and Men, þegar þau segja við mig að þau séu eiginlega komin með nóg. Þau kannist ekki við hljómsveitina og ætli að fá sér ís. Ekkert mál. Hvaða ísbúð á að heimsækja? Jú, stefnan var sett á ís á N1 við Njarðargötu. Þau höfðu fengið svoleiðis á leið sinni hringinn í kringum landið. Guð minn góður, hugsaði ég. Eflaust ágætur ís en samt bensínstöðvarís. Farið frekar í Ísbúð Vesturbæjar. Til að gera langa sögu stutta þá tóku þau mig á orðinu, en fannst ísinn mjólkurkenndur og ógeðslegur. Svo bættu þau við að þegar þau voru komin langleiðina heim heyrðu þau lag sem þau þekktu vel. Auðvitað Little talks, sem þau misstu af. Svona er lífið. „We're gonna have a good time tonight!“ segja þau Nanna Bryndís og Raggi. Það er enskumælandi fólk í salnum sem fagnar eins og við íslenskumælandi. Þetta verður eðalkvöld. Hvurs lags plata er þetta eiginlega? Tími á annan bjór fyrir okkur. Ég skal ná í, en eftir næsta lag, því ég held að það sé Little Talks. Ekki ætla ég að detta í gryfju sófavina minna frá því um árið. En ég hefði betur drifið mig því næsta lag er ekki Little Talks, og heldur ekki þar á eftir. Þótt verið sé að fagna tíu ára afmæli plötunnar eru lögin á henni ekkert spiluð í réttri röð. Einlægur aðdáandi var eflaust löngu búinn að átta sig á því. Ég mundi bara að Little Talks var númer fimm á plötunni. Þórunn Antonía ræddi við meðlimi sveitarinnar í aðdraganda þess að platan var gefin út í árið 2011. Innslag úr þættinum Týnda kynslóðin. Þau spjalla aðeins á milli laga. Ekkert rosalega mikið en samt eitthvað. Upplýsa að þegar þau voru að semja lögin á plötuna fyrir tólf árum þá voru þetta eiginlega allt sögur sem máttu ekki enda vel. Af hverju? Þær bara máttu það ekki. „Hvurs lags plata er þetta eiginlega, fyrir band sem var að vinna Músíktilraunir,“ segir vinur minn. Sturlað dæmi. Það er eitthvað sætt, jafnvel krúttlegt við þessa sveit. Fyrir tólf árum bara krakkar að dunda sér. Einar Músíktilraunir, ein plata og búmm! Þau eru heimsfræg, milljónir hlusta á tónlistina þeirra og þau hafa það örugglega bara helvíti fínt. En það er sjarminn og áran sem ég kann að meta. Ég horfi á þetta fólk á sviðinu, hlusta á hvað þau hafa að segja, sá þau og hlustaði á viðtöl. Þetta er gott fólk. Ég er sannfærður um það. Það er svo langt síðan sveitin sló í gegn að meira að segja Spaugstofan var enn á dagskrá. Nanna Bryndís minnir aðeins á Björk, bæði í útliti og svo stundum í framkomu. Svona rólegt yfirbragð, með lúmskt bros. Mikill sjarmi. Ragnar er mjög fyndinn og þau virðast vera algjörir perluvinir. Sem er ekki sjálfsagt eftir öll tónleikaferðalögin og stundirnar í stúdíóinu. Vá hvað ég væri til í að vera í hljómsveit. Matthías Guðmundsson, Valsari og herra Ísaksskóli, bankar í mig. „Það er bannað að vera tveir metrar á tónleikum,“ segir hann við mig, 191 sentímetra manninn. Ég brosi, við erum sammála um að þetta sé geggjað. Ég spyr svo hvort hann sé ekki til í að stofna hljómsveit með mér. Hann jánkar. Þá er það ákveðið. Næsta verkefni að komast að því hvort Matti spili á hljóðfæri. Móses og Rauða hafið Þau þakka Mugison fyrir að hafa hitað upp. Kemur í ljós að hann túraði með þeim á sínum tíma. „Kenndi okkur allt sem við kunnum,“ grínast þau. Eða ekki. Ég veit það ekki. Kunna allavega vel að meta Vestfirðinginn. Ég dríf mig loks á barinn. Nú skal kaupa þrjá bjóra, kunningi í salnum er þyrstur eins og við. Þriðji bjórinn gerir göngutúrinn aftur inn í salinn erfiðari. Líkurnar á slysi hafa þrefaldast. Ég klemmi bjórana þrjá, í plastglösum saman, og vona það besta. Það er eins og Móses sé mættur til að kljúfa Rauða hafið. Það vill enginn að sláninn sulli á sig bjór. Ég kemst á staðinn minn á methraða. Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila í Gamla bíó. Þessi mynd var reyndar tekin á þriðjudagstónleikunum.Mummi Lú Það er farið að síga vel á seinni hlutann. Fólk er orðið aðeins lauslátara þegar kemur að ástarsambandinu við grímuna. Það er ekkert gaman að syngja með helv... grímuna framan á sér. Steini, Ragga og Sigrún eru í ýmsum hlutverkum. Nanna Bryndís tekur líka þátt í því að spila á stóra trommu á miðju sviðinu. Það er stuð. Þeim finnst gaman, mér finnst gaman. Ég held að öllum finnist gaman. Jón Ársæll ræddi við sveitina í Sjálfstæðu fólki árið 2013. Eftir uppklapp, þar sem allir vita að þau munu koma aftur og spila meira, taka Raggi og Nanna lagið Phantom. Hann á hljómborði, hún á gítar. Þau syngja bæði með og syngja raunar líka þegar þau eiga ekki laglínuna og ekki við mækinn. Þau syngja með. Kannski eðlilega, þau kunna lögin. Ef ég heyri lag sem ég þekki þá get ég ekki sleppt því að syngja með. Ætli það gildi ekki um fleiri. Ógeðissnakk Nokkur lög í viðbót og svo er þetta búið. Smá klapp en það þýðir ekkert að reyna. Ljósin eru kveikt. Ég hitti vinkonu sem ég hitti reglulega hér og þar. Garðabær, Egilsstaðir og nú Gamla bíó. Litla Ísland. Vinkona hennar ætlar að næla sér í síðustu bitana úr litlum Lays snakkpoka. Hellir úr honum upp í sig en spýtir út úr sér jafnharðan. Einhver hafði notað pokann til að fleygja nikótínpúðunum sínum í. „Oj!!!!“ segir hún og langar eflaust að skola munninn með sápu. Ég rifja upp þegar ég teygði mig í rangt bjórglas á bar sem var búið að tæma í úr vör. Síðan þá horfi ég alltaf á glasið sem ég er að drekka úr. Það ætti kannski að segja sig sjálft. Lays snakkpokinn, heimili kartöfluflaga og einstaka nikótínpúða.Vísir/Tumi Gæslan er ekki bara á grímuvaktinni. Það er hreinsað úr salnum á núll-einni. Á fimm mínútum eru allir komnir út. Búið að skella í lás í Gamla bíó. Allir eru hressir en enginn jafnhress og hinn franski Jean sem fer heim með trommukjuðana hans Arnars, sem var geggjaður á tónleikunum og með þvílíka útgeislun. Jean ekkert lítið sáttur með trommukjuðana hans Arnars.Vísir/Tinni Frábæru kvöldi lokið. Lúxus að geta hringt í kærustuna sem var búin að bjóðast til að sækja mig. „Eigum við að taka einn á Röntgen?“ er spurt og við vitum svarið. Búnir að hitta par með barnapössun svo það er eins gott að nýta tækifærið. Tæma úr viskubrunninum á kvöldi sem mann langar ekki til að endi. Kvöld sem fær sitt sæti í minningarbankanum. En hvað er fram undan hjá Of Monsters and Men? Nanna og Raggi ræddu nýjustu tíðindi af sveitinni á Bylgjunni á dögunum. Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Of Monsters and Men heldur þessa dagana upp á áratugsafmæli fyrstu plötu sinnar, My Head is an Animal, þeirrar sem kom sveitinni á kortið. Ég er svo heppinn að það er miði merktur mér. Við erum á leiðinni tveir vinirnir, samstarfsfélagar, hvor sínum megin við fertugt en má vart milli sjá hvor er spenntari fyrir kvöldinu. Það er ekki eins og maður hafi ekki getað gert neitt síðustu tuttugu mánuði, en einhvern veginn er hver kvöldstund á tónleikum eða leikhúsi þeim mun meira spennandi. Við erum hvorugir grjótharðir aðdáendur en njótum tónlistar Músíktilraunasveitarinnar og berum virðingu fyrir henni. Tekið til hendinni Á sex tíma bíltúr frá Akureyri til Reykjavíkur helgina fyrir tónleikana datt ég inn á Rokkland á Rás 2 þar sem Ragnar og Nanna, þekktustu andlit sveitarinnar, voru í viðtali. Platan var spiluð og malað á milli. Tilurð sveitarinnar, hvernig Nanna raðaði strákunum í kringum sig og úr varð band sem vann Músíktilraunir. Nú er sveitin að halda ferna tónleika í Gamla bíó. Langþráðir tónleikar. Samt er aðeins uppselt á tvenna þeirra, miðar til á hina tvo. Kunna Íslendingar ekki gott að meta? Er bandið miklu vinsælla vestanhafs en á skerinu? Eða eru hækkandi smittölur að hafa sín áhrif? Kannski eru Íslendingar búnir að setja tíu þúsund kallinn sinn í jólatónleika. Hver veit. Raggi og Brynjar voru í það minnsta peppaðir í aðdraganda tónleikanna í spjalli við Stínu Ólafs. Áður en við vippum okkur niður í bæ sýnir vinur minn mér glæsilegar breytingar sem hann hefur gert á híbýlum sínum. Ekki laust að ég sé grænn af öfund. Þegar kemur að framtakssemi á heimavelli er ég ekki sá sterkasti. Þarna hafa hjónin gert alls kyns breytingar, endalausar pælingar og að því er virðist næg orka. Dáist að fólki sem ræðst í svona verkefni meðfram vinnu, uppeldi og öllum þeim skylduboxum sem tikka þarf í á hverjum degi. Þjónusta í hæsta klassa Við röltum niður í bæ og ég sannfæri samferðamanninn um að við grípum okkur borgara og bjór á Le Kock. Hann hefur ekki komið þangað inn og meira en til í að prófa nýjan stað. Mikið kann ég að meta fólk með opinn hug sem er til í að prófa nýtt frekar en að kjósa alltaf sömu staðina. Hörkuborgari, ódýr húsbjór og kleinuhringir einhverja hluta vegna á tveir fyrir einn díl. Spottprís fyrir þúsund kaloríu sprengju, sinnum tveir. En það er þjónustan sem ég tek eftir. Sá sem tekur pöntunina okkar leggur sig fram við að þjóna okkur, er kurteis og skemmtilegur. Hann vill gera kvöldstundina betri fyrir okkur. Sama gildir um tvo kollega hans sem aðstoða okkur við áfyllingu klukkustund síðar. Smá leit á Internetinu leiddi í ljós að sá sem afgreiddi okkur fyrst, með miklum tilþrifum, heitir Markús Ingi Guðnason.LeKock Það er víst erfitt að fá fólk í þjónustustörf þessi misserin en Le Kock geta hrósað happi yfir sínu. Maturinn var mjög fínn en staðurinn fær tíu í einkunn fyrir gestrisni. Miðbærinn að breytast Á þessum tveimur tímum frá því við yfirgáfum vinnustaðinn höfum við blaðrað stanslaust, en ekkert um vinnuna. Við vinnuhundarir höfum náð að kúpla okkur út í miðri vinnuviku, á vinnustað sem aldrei sefur. Ræða um lífið og tilveruna. Fjölskyldu og vini, foreldrana sem eru orðnir virðulegir eldri borgarar og börnin sem vaxa og dafna. Það sem skiptir okkur mestu máli. Við röltum í gegnum miðbæinn og fram hjá Grillhúsi Guðmundar við Tryggvagötu. Nema það er ekkert grillhús lengur í þeirri götu. Allt í einu rámar mig í að búið sé að flytja það upp á Laugaveg. Í staðinn er kominn asískur staður, líklega asískur enda ber hann nafnið Pho Bistro sem vísar væntalega til Pho-súpa. Prófum hann síðar. Grillhúsið horfið og Pho Bistro komið í staðinn. Ég hélt ég væri að sjá ofsjónir enda virðist Pho vera að taka yfir miðbæinn.Vísir/Kolbeinn Tumi Það eru engar fréttir að Glaumbar hefur verið lokað og þar er einhver kampavínsklúbbur með tilheyrandi gæfu eða þannig. American Style er svo horfinn og indverskur staður kominn í staðinn. Líklega ekki fréttir fyrir neinn. Framkvæmdir eru í gangi í Tryggvagötunni en vonandi verður sjarmi yfir götunni þegar breytingum er lokið. Bæjarins beztu eru þó enn ljósið við enda ganganna þótt erfiðara og erfiðara verði að sannfæra sjálfan sig um að 550 kall fyrir pylsuna sé réttmætt verð. Það munar nefnilega ekki svo miklu á þessum pylsum og þeim sem ég reiði fram í pottinum heima. Pælingin um pylsuna er víðs fjarri þetta kvöld eftir nýfallna kaloríusprengju. Borgari, smælki, tveir bjórar og kleinuhringur. Búmm! Verst geymda leyndarmálið Snerist þessi pistill ekki um tónleika með Of Monsters and Men? Jú að einhverju leyti. En ef þú áttir von á þvílíkri gagnrýni um frammistöðu sveitarinnar þetta miðvikudagskvöld í nóvember þá verðurðu kannski fyrir vonbrigðum. Þetta voru geggjaðir tónleikar og fólk skemmti sér vel. En ef þú vilt lesa meira um ævintýri kvöldsins með og án skrímslanna þá held ég áfram. Fyrir þig. Við lendum í Gamla bíó og þar er búið að hafa til boðsmiða fyrir blaðamanninn, plús einn. Ég er líklega ekki að uppljóstra neinu leyndarmáli að leikhúsin, bíó og tónleikahaldarar bjóða fjölmiðlum á slíka viðburði og vonast eftir umfjöllun á móti. Fjölmiðlanir fá líka sendar bækur, sérstaklega í aðdraganda jólanna, og vonast eftir umfjöllun og gagnrýni. Það er ekkert loforð um slíkt af hálfu miðlanna en ef andinn kemur yfir mann, þá skrifar maður. Í mínu tilfelli, á sunnudagskvöldi því ég hefði aldrei tíma á venjulegri vakt til að henda í svona hlemm. Hið stórglæsilega Gamla bíó.María Kjartans Starfsmaður í Gamla bíó er með bunka af umslögum. Á því efsta stendur Bríet. Hvað ef það hefði staðið Guðmundur? Ætli ég hefði getað beðið um miða undir því nafni, fengið og allir góðir? Ég þarf ekki að pæla í því. Það eru miðar á mínu nafni og við förum inn. Mugison er kominn að vestan til að spila fyrir tónleikagesti. Við grípum okkur bjór og röltum inn í salinn. Það virðist ansi vel mætt. Erum við að fara að standa aftast? Alls ekki. Fólk dreifir svo vel úr sér að við þurfum ekkert að hafa fyrir því að rölta nálægt sviðinu. VIP staðsetning, mjög gott. Minningar úr Gamla bíó Það er heilmikill klassi yfir Gamla bíó. Það eru fáir tónleikasalir í borginni þar sem maður kemur inn og finnur fyrir sögunni. Bíósýningarnar í eldgamla daga, óperan í seinni tíð og hvað mig varðar tónleikar Tónmenntaskólans. Já, og erfiðasta stund ævi minnar. Þegar ég tók að mér að spila jólalögin á píanó á jólaballi WOW air. Um Gamla bíó Gamla bíó er ein af merkustu byggingum í Reykjavík frá tímabili steinsteypuklassíkur og eitt helsta verk Einars Erlendssonar með listrænu tilliti. Framhlið hússins og almenningsrými hafa varðveist í upprunalegri mynd þó svo salarkynnin hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum árin. Petersen seldi húsið hlutafélaginu Gamla bíó hf. árið 1939 en það félag starfrækti kvikmyndahúsið til ársins1981 þegar Íslenska óperan eignaðist það og hóf starfsemi sína þar árið eftir. Fyrsta óperuuppfæraslan, Sígaunabaróninn eftir Jóhann Strauss, var frumsýnd í Gamla bíó 9. janúar 1982 og allt frá því hélt Óperan úti öflugu tónlistarlífi í húsinu til ársins 2011 þegar hún flutti sig yfir í tónlistarhúsið Hörpu. Með umfangsmiklum framkvæmdum á árunum 2014-2016 var öll aðstaða í húsinu bætt til muna svo nú getur Gamla bíó skipað sér sess á meðal fremstu viðburðahúsa á Íslandi og Íslendingar allir og gestir þeirra notið þessarar sögufrægu og fallegu byggingar í hjarta miðborgarinnar um ókomna tíð. Af vef Reykjavíkurborgar „Við verðum að syngja hátt svo jólasveinarnir finni okkur,“ kallaði ég í mækinn og leiddi Jólasveinar ganga um gólf. Ég átti sviðið, en samt ekki. Ég hef aldrei verið jafnfeginn að sjá tvo jólasveina. Karókí, hvar sem er og hvenær sem er. En einn á sviði með píanó og míkrafón, syngjandi fyrir börn, mömmur og einstaka feður. Það sem maður lætur plata sig í undir merkjum Já-mannsins. Mugison og Þorleifur Gaukur áttu sviðið framan af kvöldi.Vísir/Tinni Meira að segja Mugison er ekki einn á sviðinu. Hann er með snilling með sér. Þorleif Gauk sem virðist hreinlega spila með öllum. Bríet, Kaleo, Baggalúti, KK og já, Mugison. Hann er afar vinsæll Session spilari og þeir Mugison ná einstaklega vel saman. Ég átta mig ekki alveg á því hve langt þeir eru komnir í prógramminu. Lagið klárast. „Eitt lag enn,“ er kallað úr salnum og Mugison verður undrandi. „Uh, við eigum alveg nokkur eftir sko.“ Minn maður lætur ekki slá sig út af laginu. Hann er í gírnum. Mugison tekur eitt nýtt lag. „Að hugsa til þín, gerir mér gott“ segir í laginu sem á eflaust eftir að heyrast á öldum ljósvakans. Ég næ ekki nafninu en fólk fagnar vel. Svo er það Murr Murr, læti og tilþrif, og þar með er upphitun lokið. Mugison þakkar fyrir tækifærið að fá að spila, eins og hann sé nýbyrjaður í faginu, en til marks um virðinguna í senunni. Kannast enn ekki við Vestfjarðaóðinn Hvað gerir maður í hléinu? Þeir sem reykja fá sér sígarettu og aðrir skella sér á klósettið. Ég tek eftir því að það eru allir með grímur, allir. Það er ekkert verið að grínast. Gæslan tekur hlutverkið alvarlega. Ég tek niður grímuna til að fá mér bjór. Það líða nokkrar sekúndur og gæslumaður er mættur. Upp með grímuna! Svona pistill væri ekkert án þess að name-droppa aðeins. Við lendum á spjalli við Davíð, trommarann í Kaleo. Hann stillir sér upp á mynd með stærðarinnar skrímsli sem röltir um svæðið, þú veist, Of MONSTERS and Men. Turtildúfurnar Ruben og Bríet mæta á svæðið, það hefur enginn nappað miðanum hennar. Kaleo stefnir á tónleikaferðalag á næsta ári, Evrópa og Bandaríkin. Davíð með nýja besta vini sínum úr skrímslahópnum.Vísir/Tinni Ég kíkti einmitt á Spotify fyrr um daginn og komst að því að Little Talks er (líklega) það íslenska lag með flestar spilanir á Spotify. Í fljótu bragði sýnist mér einmitt Way down we go með Kaleo vera næst á eftir. Tveir smellir sem hafa gert það afar gott vestan hafs en sveitirnar njóta báðar mikilla vinsælda í Norður-Ameríku. Mugison mætir svo og spjallar við okkur. Segist langoftast fara á Vísi þegar kemur að íslenskum fréttamiðlum. Það kunnum við að meta. Ég athuga hvort Mugison hafi heyrt um Vestfjarðaróðinn, lag sem ég söng fyrir hann í bát undan Hornströndum fyrir einhverjum árum. Hann minnist ferðarinnar en flutningur minn hefur ekki verið eftirminnilegur. „Herbert Guðmundsson? Benni Sig syngur þetta lag oft“ segi ég en Mugison hristir höfuðið. Vestfirðingurinn þekkir ekki óðinn. Jæja svona er þetta. Hvet alla Íslendinga á leið vestur á firði til að skella laginu á fóninn. Fullkomið til dæmis í Bolungarvíkurgöngunum. Mæðgur mættar frá New York Ég rölti eftir ganginum niður í átt að klósettinu og sé tvær konur frá Bandaríkjunum. Aðeins Bandaríkjamenn eru með svona húfur, sjá mynd. Í ljós kemur að um er að ræða mæðgur frá New York sem voru svo heppnar að fatta, komnar til Íslands, að Of Monsters and Men væru að spila. Þær höfðu flett dagblaði og séð auglýsinguna. Mamman lætur dóttur sína um að svara spurningum blaðamanns. Auðvitað þekkja þær Of Monsters and Men. Já, sveitin er mjög þekkt í Bandaríkjunum og vinsæl meðal vina minna. „Við erum ekki systur!“ skýtur mamman inn í þegar ég spyr hvort þetta sé mæðgnaferð. Þær eru mjög spenntar. Ég rekst á Gis von Ice umboðsmann á leiðinni út. Toppmaður sem var líka á tónleikunum kvöldið áður og skemmti sér vel. Hann kíkti til að kíkja á Mugison og Þorleif Gauk. Skemmtilegur karakter, svona gæi á bak við tjöldin sem allir kunna vel við. Bensínstöðvarís og tapað tækifæri Þá er komið að því. Það heyrast læti innan úr sal og vissara að fara að koma sér aftur á staðinn sinn. Nú gæti verið orðið þéttara inni? Nei, ekkert þannig. Ég fatta að það eru komin 500 manna samkomutakmörk svo að þau mega ekki einu sinni fylla Gamla bíó. Djöfull fara þessa reglur að vera þreyttar, þó maður skilji tilganginn. Þau eru átta á sviðinu. Það er myrkur. Þau telja í. „Jumping up and down the floor. My head in an Animal...“ Í framhaldinu kvikna ljósin. Ragnar og Nanna Bryndís fyrir miðju, Brynjar gítarleikari öðru megin og Kristján bassaleikari hinu megin. Arnar trommari á upphækkuðum palli og svo þrjú til viðbótar. Steini úr Moses Hightower á hljómborði, Ragga Gunn á trompeti og Sigrún Kristbjörg á básúnu. Það rifjast upp fyrir mér Bylgjutónleikar í Hljómskálagarðinum fyrir mörgum árum. Það fengu einhverjir Kanar að gista hjá mér í gegnum Couchsurfing, samfélag sem hefur reynst mér vel á ferðalögum. Síðan hafa liðið mörg ár og hár, sem er önnur saga. Ég hvatti þau til að kíkja í Hljómskálagarðinn með mér á tónleika með íslenskri hljómsveit sem væri að slá í gegn. Langt var liðið á prógramm sveitarinnar, sem var jú Of Monsters and Men, þegar þau segja við mig að þau séu eiginlega komin með nóg. Þau kannist ekki við hljómsveitina og ætli að fá sér ís. Ekkert mál. Hvaða ísbúð á að heimsækja? Jú, stefnan var sett á ís á N1 við Njarðargötu. Þau höfðu fengið svoleiðis á leið sinni hringinn í kringum landið. Guð minn góður, hugsaði ég. Eflaust ágætur ís en samt bensínstöðvarís. Farið frekar í Ísbúð Vesturbæjar. Til að gera langa sögu stutta þá tóku þau mig á orðinu, en fannst ísinn mjólkurkenndur og ógeðslegur. Svo bættu þau við að þegar þau voru komin langleiðina heim heyrðu þau lag sem þau þekktu vel. Auðvitað Little talks, sem þau misstu af. Svona er lífið. „We're gonna have a good time tonight!“ segja þau Nanna Bryndís og Raggi. Það er enskumælandi fólk í salnum sem fagnar eins og við íslenskumælandi. Þetta verður eðalkvöld. Hvurs lags plata er þetta eiginlega? Tími á annan bjór fyrir okkur. Ég skal ná í, en eftir næsta lag, því ég held að það sé Little Talks. Ekki ætla ég að detta í gryfju sófavina minna frá því um árið. En ég hefði betur drifið mig því næsta lag er ekki Little Talks, og heldur ekki þar á eftir. Þótt verið sé að fagna tíu ára afmæli plötunnar eru lögin á henni ekkert spiluð í réttri röð. Einlægur aðdáandi var eflaust löngu búinn að átta sig á því. Ég mundi bara að Little Talks var númer fimm á plötunni. Þórunn Antonía ræddi við meðlimi sveitarinnar í aðdraganda þess að platan var gefin út í árið 2011. Innslag úr þættinum Týnda kynslóðin. Þau spjalla aðeins á milli laga. Ekkert rosalega mikið en samt eitthvað. Upplýsa að þegar þau voru að semja lögin á plötuna fyrir tólf árum þá voru þetta eiginlega allt sögur sem máttu ekki enda vel. Af hverju? Þær bara máttu það ekki. „Hvurs lags plata er þetta eiginlega, fyrir band sem var að vinna Músíktilraunir,“ segir vinur minn. Sturlað dæmi. Það er eitthvað sætt, jafnvel krúttlegt við þessa sveit. Fyrir tólf árum bara krakkar að dunda sér. Einar Músíktilraunir, ein plata og búmm! Þau eru heimsfræg, milljónir hlusta á tónlistina þeirra og þau hafa það örugglega bara helvíti fínt. En það er sjarminn og áran sem ég kann að meta. Ég horfi á þetta fólk á sviðinu, hlusta á hvað þau hafa að segja, sá þau og hlustaði á viðtöl. Þetta er gott fólk. Ég er sannfærður um það. Það er svo langt síðan sveitin sló í gegn að meira að segja Spaugstofan var enn á dagskrá. Nanna Bryndís minnir aðeins á Björk, bæði í útliti og svo stundum í framkomu. Svona rólegt yfirbragð, með lúmskt bros. Mikill sjarmi. Ragnar er mjög fyndinn og þau virðast vera algjörir perluvinir. Sem er ekki sjálfsagt eftir öll tónleikaferðalögin og stundirnar í stúdíóinu. Vá hvað ég væri til í að vera í hljómsveit. Matthías Guðmundsson, Valsari og herra Ísaksskóli, bankar í mig. „Það er bannað að vera tveir metrar á tónleikum,“ segir hann við mig, 191 sentímetra manninn. Ég brosi, við erum sammála um að þetta sé geggjað. Ég spyr svo hvort hann sé ekki til í að stofna hljómsveit með mér. Hann jánkar. Þá er það ákveðið. Næsta verkefni að komast að því hvort Matti spili á hljóðfæri. Móses og Rauða hafið Þau þakka Mugison fyrir að hafa hitað upp. Kemur í ljós að hann túraði með þeim á sínum tíma. „Kenndi okkur allt sem við kunnum,“ grínast þau. Eða ekki. Ég veit það ekki. Kunna allavega vel að meta Vestfirðinginn. Ég dríf mig loks á barinn. Nú skal kaupa þrjá bjóra, kunningi í salnum er þyrstur eins og við. Þriðji bjórinn gerir göngutúrinn aftur inn í salinn erfiðari. Líkurnar á slysi hafa þrefaldast. Ég klemmi bjórana þrjá, í plastglösum saman, og vona það besta. Það er eins og Móses sé mættur til að kljúfa Rauða hafið. Það vill enginn að sláninn sulli á sig bjór. Ég kemst á staðinn minn á methraða. Rétthenta Nanna og örvhenti Ragnar syngja og spila í Gamla bíó. Þessi mynd var reyndar tekin á þriðjudagstónleikunum.Mummi Lú Það er farið að síga vel á seinni hlutann. Fólk er orðið aðeins lauslátara þegar kemur að ástarsambandinu við grímuna. Það er ekkert gaman að syngja með helv... grímuna framan á sér. Steini, Ragga og Sigrún eru í ýmsum hlutverkum. Nanna Bryndís tekur líka þátt í því að spila á stóra trommu á miðju sviðinu. Það er stuð. Þeim finnst gaman, mér finnst gaman. Ég held að öllum finnist gaman. Jón Ársæll ræddi við sveitina í Sjálfstæðu fólki árið 2013. Eftir uppklapp, þar sem allir vita að þau munu koma aftur og spila meira, taka Raggi og Nanna lagið Phantom. Hann á hljómborði, hún á gítar. Þau syngja bæði með og syngja raunar líka þegar þau eiga ekki laglínuna og ekki við mækinn. Þau syngja með. Kannski eðlilega, þau kunna lögin. Ef ég heyri lag sem ég þekki þá get ég ekki sleppt því að syngja með. Ætli það gildi ekki um fleiri. Ógeðissnakk Nokkur lög í viðbót og svo er þetta búið. Smá klapp en það þýðir ekkert að reyna. Ljósin eru kveikt. Ég hitti vinkonu sem ég hitti reglulega hér og þar. Garðabær, Egilsstaðir og nú Gamla bíó. Litla Ísland. Vinkona hennar ætlar að næla sér í síðustu bitana úr litlum Lays snakkpoka. Hellir úr honum upp í sig en spýtir út úr sér jafnharðan. Einhver hafði notað pokann til að fleygja nikótínpúðunum sínum í. „Oj!!!!“ segir hún og langar eflaust að skola munninn með sápu. Ég rifja upp þegar ég teygði mig í rangt bjórglas á bar sem var búið að tæma í úr vör. Síðan þá horfi ég alltaf á glasið sem ég er að drekka úr. Það ætti kannski að segja sig sjálft. Lays snakkpokinn, heimili kartöfluflaga og einstaka nikótínpúða.Vísir/Tumi Gæslan er ekki bara á grímuvaktinni. Það er hreinsað úr salnum á núll-einni. Á fimm mínútum eru allir komnir út. Búið að skella í lás í Gamla bíó. Allir eru hressir en enginn jafnhress og hinn franski Jean sem fer heim með trommukjuðana hans Arnars, sem var geggjaður á tónleikunum og með þvílíka útgeislun. Jean ekkert lítið sáttur með trommukjuðana hans Arnars.Vísir/Tinni Frábæru kvöldi lokið. Lúxus að geta hringt í kærustuna sem var búin að bjóðast til að sækja mig. „Eigum við að taka einn á Röntgen?“ er spurt og við vitum svarið. Búnir að hitta par með barnapössun svo það er eins gott að nýta tækifærið. Tæma úr viskubrunninum á kvöldi sem mann langar ekki til að endi. Kvöld sem fær sitt sæti í minningarbankanum. En hvað er fram undan hjá Of Monsters and Men? Nanna og Raggi ræddu nýjustu tíðindi af sveitinni á Bylgjunni á dögunum.
Um Gamla bíó Gamla bíó er ein af merkustu byggingum í Reykjavík frá tímabili steinsteypuklassíkur og eitt helsta verk Einars Erlendssonar með listrænu tilliti. Framhlið hússins og almenningsrými hafa varðveist í upprunalegri mynd þó svo salarkynnin hafi tekið einhverjum breytingum í gegnum árin. Petersen seldi húsið hlutafélaginu Gamla bíó hf. árið 1939 en það félag starfrækti kvikmyndahúsið til ársins1981 þegar Íslenska óperan eignaðist það og hóf starfsemi sína þar árið eftir. Fyrsta óperuuppfæraslan, Sígaunabaróninn eftir Jóhann Strauss, var frumsýnd í Gamla bíó 9. janúar 1982 og allt frá því hélt Óperan úti öflugu tónlistarlífi í húsinu til ársins 2011 þegar hún flutti sig yfir í tónlistarhúsið Hörpu. Með umfangsmiklum framkvæmdum á árunum 2014-2016 var öll aðstaða í húsinu bætt til muna svo nú getur Gamla bíó skipað sér sess á meðal fremstu viðburðahúsa á Íslandi og Íslendingar allir og gestir þeirra notið þessarar sögufrægu og fallegu byggingar í hjarta miðborgarinnar um ókomna tíð. Af vef Reykjavíkurborgar
Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira