Arnar Daði: Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2021 21:40 Arnar Daði stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. Vísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var að vonum sáttur eftir að hafa unnið sinn fyrsta sigur í deildinni og á engu öðru en toppliði Stjörnunnar í virkilega spennandi leik fyrr í kvöld. Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Stjarnan var með þriggja marka forystu í hálfleik en Grótta náði frábæru áhlaupi í þeim síðari og sigruðu hún með tveimur mörkum, 34-32. „Mér líður bara mjög vel, að sjálfsögðu. Þetta er það sem ég elska. Og þetta er það sem við strákarnir erum í til að vinna. Við erum auðvitað hundsvekktir að vera ekk komnir með fleiri stig en það er ekkert spurt að því. Við þurfum bara að gera meira. Og við gerðum nóg til þess að vinna þennan leik og ég er ánægður með það. Mér líður ekki eins og ég hafi verið að vinna toppliðið. Ég vill ekki að hljóma eins og eitthvað egó en ég hafði bullandi trú á því að við gætum unnið þennan leik.“ „Deildin er fáránlega jöfn og ég held að úrslitin úr flestum leikjum á tímabilinu hafa sýnt það. En það gefur okkur ekki eitt eða neitt, við þurfum alltaf að gera sem við þurfum að gera. Ég er fáranlega stoltur af strákunum. Við spiluðum agaðan sóknarleik lengst af.“ „Ef við förum aðeins yfir þetta þá var fyrri hálfleikur ekki spes. Hann var bara ekki nægilega góður. Mér finnst eiginlega bara ótrúlega að við höfum náð að uppskera sigur þrátt fyrir spilamennskuna í fyrri hálfleik. En miðað við hvað mér fannst við eiga mikið inni í seinni hálfleik, þá sagði ég við strákana í hálfleik að ef þeir myndu gera aðeins meira þá myndum við vinna leikinn. Það sást á liðinu þegar við vorum búnir að vinna upp sjö marka forskot eftir tíu mínútur í seinni hálfleik. Það er ekki hver sem er sem gæti þetta, með fullri virðingu fyrir Stjörnunni sem eru búnir að vera frábærir allt tímabilið. Við erum bara ágætir.“ „Sóknarleikurinn gekk mjög smurt fyrir sig, bæði sjö á sex gekk vel hjá okkur á báðar varnir Stjörnunnar. Sóknarleikurinn var mjög góður. Einar baldvin stígur upp í seinni hálfleik. Ég sagði við hann í hálfleik að hann væri ekki búinn að vera nægilega góður og að hann þyrfti að verja ef við ætluðum að vinna. Við hefðum ekki getað treyst á það að við myndum gera nægilega mikið varnar- og sóknarlega. Við þurftum fleiri varða bolta. Og hann svaraði heldur betur kallinu.“ „Núna er það bara áfram gakk. Við eigum tvo mikilvæga leiki framundan bæði á móti HK og Víking og það væri anskotans skellur að tapa þeim leikjum eftir þetta. En það getur auðvitað allt gerst. Við verðum að halda fókus og ég er strax búinn að henda mér niður á jörðina.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira