„Hræddur um að enda fimmtugur í einhverri skítaholu einn og yfirgefinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. nóvember 2021 10:30 Sævar var orðinn 167 kíló en er í dag um 80 kíló. Sævar Baldur Lúðvíksson er Norðurlandameistari karla í skylmingum en hann hreppti á dögunum tvenn gullverðlaun á Norðurlandamótinu sem fram fór í Espoo í Finnlandi. Hann sigraði bæði í keppni einstaklinga og svo einnig í liðakeppninni en Sævar keppir með Skylmingafélagi Reykjavíkur þar sem hann hefur bæði æft og þjálfað undanfarin ár. Sigur Sævars er ekki síst merkilegur í ljósi þess að í upphafi síðasta árs hafði Sævar gefið skylmingarnar upp á bátinn þar sem hann hafði í mörg ár á undan háð erfiða baráttu við þá vanlíðan, þunglyndi og kvíða sem fylgdi því að vera í mikilli yfirþyngd, en í upphafi ársins 2020 var Sævar orðinn 167 kílógrömm og var á algjörum andlegum botni tilveru sinnar. Sævar hefur frá unga aldri barist við óheilbrigt samband sitt við mat sem hefur litað nánast allt hans líf. Frosti Logason ræddi við Sævar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hef alltaf þekkt mig sem feitan og með því hefur fylgt lítið sjálfsöryggi, þunglyndi, kvíði og svona ekki góðar tilfinningar. Ég hef verið að berjast síðan ég man eftir mér, að reyna koma mér í rétt holdafar eða kjörþyngd eða hvað sem maður vill kalla þetta,“ segir Sævar. Sjálfsmyndin var alltaf lítil hjá Sævari og með árunum molnaði úr henni meira og meira. Sævar var mjög efnilegur skylmingarmaður. Eina félagslega útrásin sem Sævar fékk í gegnum tíðina var að mæta á skylmingaæfingar, íþrótt sem Sævar fann sig í og æfði af kappi. Hann var efnilegur þrátt fyrir að burðast með of mörg kíló og fékk alltaf mikla hvatningu frá föður sínum, sem mætti á allar æfingar og mót. Þegar hann var að verða 20 ára tókst honum að vinna norðurlandameistara titilinn, þrátt fyrir að vera vel yfir kjörþyngd og í skylmingabúning sem þurfti að sérsauma handa honum. „Ég byrjaði að æfa skylmingar árið 2000 og þá er ég tíu ára gamall. Á þeim tíma er ég ekkert mikið að pæla í því hvað ég er þungur. Mér byrjar að ganga vel og finn mig virkilega í þeirri íþrótt. Það var eitthvað við skylmingar sem virkilega heillaði mig. Ég var samt alltaf í yfirþyngd og skylmingarnar voru einhvern veginn ekki að hjálpa mér að ná tökum á þessu. Þetta var allt sálrænt.“ Fólk í ofþyngd er ekki latt Þó svo að Sævar réði ekki við mataræðið, náði hann samt frábærum sigrum á öðru sviðum eins og að fjárfesta í íbúð, klára blikksmíðanám og íþróttafræði, ásamt því að vinna samhliða skóla. Það var því aldrei hægt að segja um Sævar að hann hafi verið latur, skort fókus eða vilja. En Sævar segir það einmitt vera algenga ranghugmynd um fólk sem glímir við offitu. „Það er þessi steríótýpa að fólk sem er í ofþyngd sé latt er röng að mínu mati og er alls ekki að hjálpa því fólki að ná árangri. Að mínu mati er þetta meira andlegur sjúkdómur. Þú kemur þér ekki í þessa stöðu því þig langar það.“ Sævar hélt áfram að þyngjast í gegnum árin og gerði hann ótal margar heiðarlegar tilraunir til að koma sér í form með allskyns kúrum og breyttu mataræði. Honum tókst oft að missa 20 - 30 kíló en einhvern veginn náði Sævar ekki að halda sig á sporinu og voru öll kílóin iðulega komin aftur nokkrum mánuðum eftir hvert átak. „Þetta var í raun eins og sjálfsniðurrif. Maður átti að vera ógeðslega flottur og hugsaði bara af hverju er maður ekki eðlilegur. Af hverju borðaði ég ekki eins og venjuleg manneskja. Þá kemur þetta niðurrif og þú ert bara ómögulegur, aumingi og getur þetta ekki. Þá líður manni illa, færð þunglyndi og kvíða og leitar í mat til þess að sefja þessa tilfinningu. Þetta endurtekur sig og endurtekur sig.“ Sævar segir að skylmingarnar hafi í gegnum tíðina gefið honum tilgang í lífinu, hjá Skylmingafélag Reykjavíkur fannst honum hann vera einhvers virði. En smátt og smátt var það orðið erfiðara fyrir Sævar að stunda íþróttina sem hann elskaði, vegna þyngdarinnar þar sem þolið varð alltaf minna og minna. Sævar nýtti þá reynslu sína til góðs og fór að þjálfa unga efnilega skylmingameistara hjá félaginu. En þegar kílóin urðu fleiri og vandamálið stærra og meira fann Sævar sig samt knúinn til að hætta að þjálfa. Hann fann ekki tilganginn og fannst ekki við hæfi að vera kenna börnum skylmingar, verandi engan vegin sú fyrirmynd sem ungu krakkarnir ættu að líta upp til. „Mér fannst persónulega frekar skrýtið að vera kenna skylmingar í þessari svakalegri yfirþyngd og mér finnst þetta ekki vera góð fyrirmynd. Ég er ekki að segja að feitt fólk geti ekki verið fyrirmynd, að sjálfsögðu, en bara fyrir mig var þetta ekki að ganga. Svo spilaði inn í að ég var að hugleiða að hætta þessu alveg og fara gera eitthvað annað.“ Sævar segist ekki hafa upplifað sig sem fyrirmynd þegar hann var að kenna börnum skylmingar. Sævar var orðin 167 kíló þegar árið 2020 gekk í garð og þegar fjölskylda hans var að fagna nýju ári á gamlárskvöld brotnaði eitthvað inn í Sævari. Hann hafði mætt í gamlárspartí hjá bróður sínum en leið svo illa að hann yfirgaf samkvæmið stuttu síðar og var einn heima hjá sér um áramótin. Sævar segist hafa fundið á þessum tímapunkti að hann yrði að gera eitthvað í sínum málum. Hann sótti um að komast inn hjá Heilsustofnun Hveragerðis til að taka á mataræðinu og hóf þar með ferðalag sem í hans huga var upp á líf og dauða. „Ég var hræddur um að maður væri á leiðinni í sykursýki og maður myndi bara deyja um fimmtugt. Maður var kvíðinn, þunglyndur og einmana. Maður var hræddur um að enda fimmtugur í einhverri skítaholu einn og yfirgefinn. Tilfinningin var ekki góð.“ Stríðið heldur áfram Eftir mánaðardvöl á Heilsustofnun Hveragerðis skráði Sævar sig svo á námskeið hjá Miðstöð fyrir matarfíkla, til að viðhalda þeim árangri sem hann hafði náð, sem var umtalsverður á stuttum tíma. Á námskeiðinu kynntist Sævar svo stóru ástinni í lífi sínu henni Sigrúnu Emilíu Guðmundsdóttur en hún var á nákvæmlega sömu vegferð og hann. Og með henni fékk Sævar svo í kaupbæti dótturina Láru sem Sigrún átti fyrir, en hún kallar Sævar pabba í dag og er sérlegur gleðigjafi í lífi Sævars og fjölskyldu. Fyrir ekki löngu síðan tókst Sævari svo að komast í kjörþyngdina sína, 80 kíló. En með breyttu mataræði og þrotlausri sjálfsvinnu í sérstökum 12 spora samtökum fyrir matarfíkla tókst honum að ná markmiðum sínum. Þar sem Sævar var allir orðinni léttari og lífið bjart á ný, ákvað hann að byrja að æfa aftur skylmingar og þjálfa. „Maður hefur alltaf smá áhyggjur að fara í sama farið en það er eitthvað öðruvísi núna. Það finnst mér út af því að ég gerði þessa andlegu vinnu. Ég rækta hugann og hugsa um þessa andlegu vellíðan. Þá held ég að ég muni ekki fara til baka. Ég er alltaf meðvitaður um það að ég vann bardagann en stríðið heldur áfram.“ Sem fyrr segir náði Sævar svo þeim ótrúlega árangri að sigra Norðurlandamótið í skylmingum þann 23. október síðastliðinn. Velgengni Sævars virðast þannig vera lítil takmörk sett þessa dagana og segir hann tilfinninguna að standa aftur á verðlaunapalli, sérstaklega eftir allt það sem á undan er gengið, vera ótrúlega góða. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Sigur Sævars er ekki síst merkilegur í ljósi þess að í upphafi síðasta árs hafði Sævar gefið skylmingarnar upp á bátinn þar sem hann hafði í mörg ár á undan háð erfiða baráttu við þá vanlíðan, þunglyndi og kvíða sem fylgdi því að vera í mikilli yfirþyngd, en í upphafi ársins 2020 var Sævar orðinn 167 kílógrömm og var á algjörum andlegum botni tilveru sinnar. Sævar hefur frá unga aldri barist við óheilbrigt samband sitt við mat sem hefur litað nánast allt hans líf. Frosti Logason ræddi við Sævar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég hef alltaf þekkt mig sem feitan og með því hefur fylgt lítið sjálfsöryggi, þunglyndi, kvíði og svona ekki góðar tilfinningar. Ég hef verið að berjast síðan ég man eftir mér, að reyna koma mér í rétt holdafar eða kjörþyngd eða hvað sem maður vill kalla þetta,“ segir Sævar. Sjálfsmyndin var alltaf lítil hjá Sævari og með árunum molnaði úr henni meira og meira. Sævar var mjög efnilegur skylmingarmaður. Eina félagslega útrásin sem Sævar fékk í gegnum tíðina var að mæta á skylmingaæfingar, íþrótt sem Sævar fann sig í og æfði af kappi. Hann var efnilegur þrátt fyrir að burðast með of mörg kíló og fékk alltaf mikla hvatningu frá föður sínum, sem mætti á allar æfingar og mót. Þegar hann var að verða 20 ára tókst honum að vinna norðurlandameistara titilinn, þrátt fyrir að vera vel yfir kjörþyngd og í skylmingabúning sem þurfti að sérsauma handa honum. „Ég byrjaði að æfa skylmingar árið 2000 og þá er ég tíu ára gamall. Á þeim tíma er ég ekkert mikið að pæla í því hvað ég er þungur. Mér byrjar að ganga vel og finn mig virkilega í þeirri íþrótt. Það var eitthvað við skylmingar sem virkilega heillaði mig. Ég var samt alltaf í yfirþyngd og skylmingarnar voru einhvern veginn ekki að hjálpa mér að ná tökum á þessu. Þetta var allt sálrænt.“ Fólk í ofþyngd er ekki latt Þó svo að Sævar réði ekki við mataræðið, náði hann samt frábærum sigrum á öðru sviðum eins og að fjárfesta í íbúð, klára blikksmíðanám og íþróttafræði, ásamt því að vinna samhliða skóla. Það var því aldrei hægt að segja um Sævar að hann hafi verið latur, skort fókus eða vilja. En Sævar segir það einmitt vera algenga ranghugmynd um fólk sem glímir við offitu. „Það er þessi steríótýpa að fólk sem er í ofþyngd sé latt er röng að mínu mati og er alls ekki að hjálpa því fólki að ná árangri. Að mínu mati er þetta meira andlegur sjúkdómur. Þú kemur þér ekki í þessa stöðu því þig langar það.“ Sævar hélt áfram að þyngjast í gegnum árin og gerði hann ótal margar heiðarlegar tilraunir til að koma sér í form með allskyns kúrum og breyttu mataræði. Honum tókst oft að missa 20 - 30 kíló en einhvern veginn náði Sævar ekki að halda sig á sporinu og voru öll kílóin iðulega komin aftur nokkrum mánuðum eftir hvert átak. „Þetta var í raun eins og sjálfsniðurrif. Maður átti að vera ógeðslega flottur og hugsaði bara af hverju er maður ekki eðlilegur. Af hverju borðaði ég ekki eins og venjuleg manneskja. Þá kemur þetta niðurrif og þú ert bara ómögulegur, aumingi og getur þetta ekki. Þá líður manni illa, færð þunglyndi og kvíða og leitar í mat til þess að sefja þessa tilfinningu. Þetta endurtekur sig og endurtekur sig.“ Sævar segir að skylmingarnar hafi í gegnum tíðina gefið honum tilgang í lífinu, hjá Skylmingafélag Reykjavíkur fannst honum hann vera einhvers virði. En smátt og smátt var það orðið erfiðara fyrir Sævar að stunda íþróttina sem hann elskaði, vegna þyngdarinnar þar sem þolið varð alltaf minna og minna. Sævar nýtti þá reynslu sína til góðs og fór að þjálfa unga efnilega skylmingameistara hjá félaginu. En þegar kílóin urðu fleiri og vandamálið stærra og meira fann Sævar sig samt knúinn til að hætta að þjálfa. Hann fann ekki tilganginn og fannst ekki við hæfi að vera kenna börnum skylmingar, verandi engan vegin sú fyrirmynd sem ungu krakkarnir ættu að líta upp til. „Mér fannst persónulega frekar skrýtið að vera kenna skylmingar í þessari svakalegri yfirþyngd og mér finnst þetta ekki vera góð fyrirmynd. Ég er ekki að segja að feitt fólk geti ekki verið fyrirmynd, að sjálfsögðu, en bara fyrir mig var þetta ekki að ganga. Svo spilaði inn í að ég var að hugleiða að hætta þessu alveg og fara gera eitthvað annað.“ Sævar segist ekki hafa upplifað sig sem fyrirmynd þegar hann var að kenna börnum skylmingar. Sævar var orðin 167 kíló þegar árið 2020 gekk í garð og þegar fjölskylda hans var að fagna nýju ári á gamlárskvöld brotnaði eitthvað inn í Sævari. Hann hafði mætt í gamlárspartí hjá bróður sínum en leið svo illa að hann yfirgaf samkvæmið stuttu síðar og var einn heima hjá sér um áramótin. Sævar segist hafa fundið á þessum tímapunkti að hann yrði að gera eitthvað í sínum málum. Hann sótti um að komast inn hjá Heilsustofnun Hveragerðis til að taka á mataræðinu og hóf þar með ferðalag sem í hans huga var upp á líf og dauða. „Ég var hræddur um að maður væri á leiðinni í sykursýki og maður myndi bara deyja um fimmtugt. Maður var kvíðinn, þunglyndur og einmana. Maður var hræddur um að enda fimmtugur í einhverri skítaholu einn og yfirgefinn. Tilfinningin var ekki góð.“ Stríðið heldur áfram Eftir mánaðardvöl á Heilsustofnun Hveragerðis skráði Sævar sig svo á námskeið hjá Miðstöð fyrir matarfíkla, til að viðhalda þeim árangri sem hann hafði náð, sem var umtalsverður á stuttum tíma. Á námskeiðinu kynntist Sævar svo stóru ástinni í lífi sínu henni Sigrúnu Emilíu Guðmundsdóttur en hún var á nákvæmlega sömu vegferð og hann. Og með henni fékk Sævar svo í kaupbæti dótturina Láru sem Sigrún átti fyrir, en hún kallar Sævar pabba í dag og er sérlegur gleðigjafi í lífi Sævars og fjölskyldu. Fyrir ekki löngu síðan tókst Sævari svo að komast í kjörþyngdina sína, 80 kíló. En með breyttu mataræði og þrotlausri sjálfsvinnu í sérstökum 12 spora samtökum fyrir matarfíkla tókst honum að ná markmiðum sínum. Þar sem Sævar var allir orðinni léttari og lífið bjart á ný, ákvað hann að byrja að æfa aftur skylmingar og þjálfa. „Maður hefur alltaf smá áhyggjur að fara í sama farið en það er eitthvað öðruvísi núna. Það finnst mér út af því að ég gerði þessa andlegu vinnu. Ég rækta hugann og hugsa um þessa andlegu vellíðan. Þá held ég að ég muni ekki fara til baka. Ég er alltaf meðvitaður um það að ég vann bardagann en stríðið heldur áfram.“ Sem fyrr segir náði Sævar svo þeim ótrúlega árangri að sigra Norðurlandamótið í skylmingum þann 23. október síðastliðinn. Velgengni Sævars virðast þannig vera lítil takmörk sett þessa dagana og segir hann tilfinninguna að standa aftur á verðlaunapalli, sérstaklega eftir allt það sem á undan er gengið, vera ótrúlega góða.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira