Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 10:50 Sjö tilkynntu byrlun ólyfjan til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Allir höfðu verið á skemmtistöðum eða krám í miðborginni. Vísir/Kolbeinn Tumi Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta segir í skriflegu svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því á sunnudag að grunur leiki á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri á aðfaranótt sunnudags, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna hafi verið nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. Málin eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun að lögreglan væri farin í samstarf við bráðamóttökuna vegna þessara mála. Verið sé að móta verklag til þess að tryggja rétta sýnatöku og varðveislu á sýnunum svo hægt sé að fara áfram með mál og rannsaka þau berist tilkynning til lögreglunnar. Fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu að sú vinna sé komin vel á veg. Hún sagði jafnframt að tilkynningum um byrlanir á skemmtistöðum hafi ekki fjölgað undanfarið en aukin umfjöllun gæti leitt til þess. Erfitt sé að sanna byrlunarmál Mikil umræða hefur verið um byrlanir á skemmtistöðum að undanförnu og fjöldi fólks, mest konur, hafa deilt sögum af því að hafa verið byrluð ólyfjan. Mikil umræða skapaðist um þetta á Twitter til að mynda og var það eins og olía á eldinn þegar fréttir af ungri íslenskri stelpu, sem hvarf í rúman sólarhring á Benidorm á Spáni og grunur er um að hafi verið byrlað, bárust í síðustu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í síðustu viku og sagði þar lagarammann ekki vandamálið í byrlunarmálum heldur frekar sönnunarfærsluna. Sum lyf mælist einfaldlega ekki og önnur fari fljótt úr kerfinu hjá fólki. „Það hefur þó ekki legið á lögreglu að senda mál áfram ef það fást einhverjar sönnur fyrir því, en þar kannski liggur mesti vandinn. Að sanna þessi brot. Þau eru auðvitað þess eðlis að þetta hefur breyst hratt. Efnin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, hvað þau hafa löng áhrif og hvernig þau mælast í þessum prófum. Sum hafa einfaldlega ekki mælst í ákveðnum prófum, þó ég sé ekki sérstakur sérfræðingur í því,“ sagði Áslaug. Hún benti þá á að tilkynningum um byrlanir hafi fjölgað talsvert síðustu tíu árin. Skráð byrlunarmál hafi í byrjun annars áratugar þessarar aldar verið um tuttugu á ári en fyrir fimm árum hafi þau farið að nálgast hundrað á ári hverju. Ekki eru til nýrri tölur um fjölda skráðra byrlunartilkynninga hjá lögreglu en Áslaug hefur nú þegar óskað eftir þeim. Komi til greina að leita á gestum skemmtistaða fyrir inngöngu Margir hafa þá velt fyrir sér hvað skemmtistaðir og forsvarsmenn þeirra geti gert til að berjast gegn byrlunum. Áslaug nefndi að í sumum löndum sé einfaldlega leitað á fólki áður en því er hleypt inn á skemmtistaði. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club í Reykjavík sagði í viðtali við Mbl.is þann 22. október að til greina kæmi að leitað yrði á gestum skemmtistaða áður en þeir fengju inngöngu. Nefndi hún í viðtalinu að hún hafi sjálf orðið vör við fjölgun byrlana á skemmtistöðum í Reykjavík undanfarnar helgar. „Það er eins og það sé einhver faraldur í gangi.“ Erfitt að greina milli ofurölvunar og byrlunar Í kjölfarið ræddi Vísir við nokkra rekstrarmenn skemmtistaða, sem sumir komu af fjöllum. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Dönsku krárinnar, Irishman, Enska barsins og Kalda sagðist ekkert kannast við fjölgun byrlunarmála á skemmtistöðum miðborgarinnar og taldi ólíklegt að slík mál væru að koma upp á krám og pöbbum. Hann hafi þá rætt við félaga sína í bransanum sem könnuðust ekki við nein tilvik. Aðra sögu hafði Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem rekur Röntgen, að segja. Hann væri sjálfur meðvitaður um eitt byrlunarmál sem hafi komið upp á staðnum frá því að hann hóf rekstur fyrir tveimur árum. „Í kjölfarið fórum við í gegnum ákveðna ferla með dyravörðum okkar og starfsfólki,“ sagði hann en sagðist skelkaður að heyra orð eiganda Bankastræti Club um faraldur og hvatti fólk til að vera með vakandi augu. Starfsmenn stöðvi ódrukkið fólk sem ætli að taka ölvaða með sér heim Árni Grétar Jóhannsson, eigandi Kiki á Klapparstíg, kannaðist ekki við nýleg svona mál á sínum skemmtistað. Hann myndi þó eftir nokkrum slíkum málum sem hafi komið upp fyrir fjórum árum síðan. Erfitt væri að greina á milli ástands mjög ölvaðrar manneskju og manneskju sem búið væri að byrla ólyfjan. Það hafi þó verið brýnt fyrir starfsfólki að hafa augun opin fyrir slík og til að mynda hleypti það ekki mjög drukkinni manneskju heim með annari sem væri það ekki. Slíkt atvik hafi komið upp nýlega sem starfsmenn hafi stöðvað. „Þá var stelpa mjög drukkin og strákur á leiðinni út með henni, sem var það ekki. Starfsfólkið hafði tekið eftir því að hún kom með vinkonum. Þau vildu ekki hleupa stúlkunni út fyrr en vinkonurnar staðfestu að það væri í lagi að hún færi með stráknum, sem var svo alls ekki.“ Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Þetta segir í skriflegu svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu. Greint var frá því á sunnudag að grunur leiki á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri á aðfaranótt sunnudags, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna hafi verið nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. Málin eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í gærmorgun að lögreglan væri farin í samstarf við bráðamóttökuna vegna þessara mála. Verið sé að móta verklag til þess að tryggja rétta sýnatöku og varðveislu á sýnunum svo hægt sé að fara áfram með mál og rannsaka þau berist tilkynning til lögreglunnar. Fram kemur í svari lögreglu við fyrirspurn fréttastofu að sú vinna sé komin vel á veg. Hún sagði jafnframt að tilkynningum um byrlanir á skemmtistöðum hafi ekki fjölgað undanfarið en aukin umfjöllun gæti leitt til þess. Erfitt sé að sanna byrlunarmál Mikil umræða hefur verið um byrlanir á skemmtistöðum að undanförnu og fjöldi fólks, mest konur, hafa deilt sögum af því að hafa verið byrluð ólyfjan. Mikil umræða skapaðist um þetta á Twitter til að mynda og var það eins og olía á eldinn þegar fréttir af ungri íslenskri stelpu, sem hvarf í rúman sólarhring á Benidorm á Spáni og grunur er um að hafi verið byrlað, bárust í síðustu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, ræddi málið í Reykjavík síðdegis í síðustu viku og sagði þar lagarammann ekki vandamálið í byrlunarmálum heldur frekar sönnunarfærsluna. Sum lyf mælist einfaldlega ekki og önnur fari fljótt úr kerfinu hjá fólki. „Það hefur þó ekki legið á lögreglu að senda mál áfram ef það fást einhverjar sönnur fyrir því, en þar kannski liggur mesti vandinn. Að sanna þessi brot. Þau eru auðvitað þess eðlis að þetta hefur breyst hratt. Efnin sem notuð eru og hvernig þau eru notuð, hvað þau hafa löng áhrif og hvernig þau mælast í þessum prófum. Sum hafa einfaldlega ekki mælst í ákveðnum prófum, þó ég sé ekki sérstakur sérfræðingur í því,“ sagði Áslaug. Hún benti þá á að tilkynningum um byrlanir hafi fjölgað talsvert síðustu tíu árin. Skráð byrlunarmál hafi í byrjun annars áratugar þessarar aldar verið um tuttugu á ári en fyrir fimm árum hafi þau farið að nálgast hundrað á ári hverju. Ekki eru til nýrri tölur um fjölda skráðra byrlunartilkynninga hjá lögreglu en Áslaug hefur nú þegar óskað eftir þeim. Komi til greina að leita á gestum skemmtistaða fyrir inngöngu Margir hafa þá velt fyrir sér hvað skemmtistaðir og forsvarsmenn þeirra geti gert til að berjast gegn byrlunum. Áslaug nefndi að í sumum löndum sé einfaldlega leitað á fólki áður en því er hleypt inn á skemmtistaði. Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club í Reykjavík sagði í viðtali við Mbl.is þann 22. október að til greina kæmi að leitað yrði á gestum skemmtistaða áður en þeir fengju inngöngu. Nefndi hún í viðtalinu að hún hafi sjálf orðið vör við fjölgun byrlana á skemmtistöðum í Reykjavík undanfarnar helgar. „Það er eins og það sé einhver faraldur í gangi.“ Erfitt að greina milli ofurölvunar og byrlunar Í kjölfarið ræddi Vísir við nokkra rekstrarmenn skemmtistaða, sem sumir komu af fjöllum. Arnar Þór Gíslason, einn eigenda Dönsku krárinnar, Irishman, Enska barsins og Kalda sagðist ekkert kannast við fjölgun byrlunarmála á skemmtistöðum miðborgarinnar og taldi ólíklegt að slík mál væru að koma upp á krám og pöbbum. Hann hafi þá rætt við félaga sína í bransanum sem könnuðust ekki við nein tilvik. Aðra sögu hafði Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem rekur Röntgen, að segja. Hann væri sjálfur meðvitaður um eitt byrlunarmál sem hafi komið upp á staðnum frá því að hann hóf rekstur fyrir tveimur árum. „Í kjölfarið fórum við í gegnum ákveðna ferla með dyravörðum okkar og starfsfólki,“ sagði hann en sagðist skelkaður að heyra orð eiganda Bankastræti Club um faraldur og hvatti fólk til að vera með vakandi augu. Starfsmenn stöðvi ódrukkið fólk sem ætli að taka ölvaða með sér heim Árni Grétar Jóhannsson, eigandi Kiki á Klapparstíg, kannaðist ekki við nýleg svona mál á sínum skemmtistað. Hann myndi þó eftir nokkrum slíkum málum sem hafi komið upp fyrir fjórum árum síðan. Erfitt væri að greina á milli ástands mjög ölvaðrar manneskju og manneskju sem búið væri að byrla ólyfjan. Það hafi þó verið brýnt fyrir starfsfólki að hafa augun opin fyrir slík og til að mynda hleypti það ekki mjög drukkinni manneskju heim með annari sem væri það ekki. Slíkt atvik hafi komið upp nýlega sem starfsmenn hafi stöðvað. „Þá var stelpa mjög drukkin og strákur á leiðinni út með henni, sem var það ekki. Starfsfólkið hafði tekið eftir því að hún kom með vinkonum. Þau vildu ekki hleupa stúlkunni út fyrr en vinkonurnar staðfestu að það væri í lagi að hún færi með stráknum, sem var svo alls ekki.“
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Tengdar fréttir Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57