Icelandair hefur fraktflug milli Ítalíu og Bandaríkjanna Árni Sæberg skrifar 1. nóvember 2021 17:49 Gunnar Már Sigurfinnsson er framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. Icelandair Icelandair Cargo hefur í dag fraktflutningar milli Mílanó á Ítalíu og New York í Bandaríkjunum. Fram að áramótum hið minnsta verður flogið þrisvar í viku. í fréttatilkynningu Icelandair Cargo segir að samhliða vöruflutningum milli Ítalíu og Bandaríkjanna verði flogið með sjávarafurðir frá Íslandi sem og aðrar vörur sem fluttar eru hingað til lands, en komið verði við á Íslandi á leið yfir Atlantshafið. Þá segir að upphaf flugsnins megi rekja til samnings milli Icelandair Cargo og þýska flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker. Sem kunnugt sé hafi Icelandair Cargo flutt lækningavörur frá Kína til Evrópu og Bandaríkjanna á vegum DB Schenker vorið 2020 með góðum árangri. Öðrum áætlunarleiðum Icelandair Cargo verði ekki breytt vegna nýju leiðarinnar. Áfram verði flogið til Boston í Bandaríkjunum og Liege í Belgíu, en flug þangað hafi aukist töluvert eftir að Icelandair Cargo gerði samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi í lok árs 2019. Þá hafi flutningur á frakt í farþegakerfi Icelandair aukist samhliða uppbyggingu félagsins á farþegaleiðakerfinu eftir að Covid faraldurinn skall á. „Þessi samningur kemur í kjölfar þeirra verkefna sem við höfum sinnt í samstarfi við DB Schenker á liðnu ári. Flugið til Ítalíu mun einnig auka þá möguleika sem bæði innflytjendur og útflytjendur hafa á vöruflutningum til og frá Suður Evrópu. Við höfum lagt kapp á að grípa þau tækifæri sem eru til staðar í síbreytilegum og vaxandi heimi fraktflutninga og náð að skapa Icelandair Cargo gott orðspor á alþjóðavísu. Við sjáum tækifæri til sóknar á Norður-Atlantshafinu með því að flytja meira af frakt milli Evrópu og Ameríku og má segja að þetta verkefni sé afleiðing af því. Fraktflutningar jukust um 23% fyrstu níu mánuði ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra, en mesta aukningin er einmitt á N-Atlantshafinu og við erum bjartsýn á áframhaldandi vöxt,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningu. Fréttir af flugi Icelandair Ítalía Bandaríkin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
í fréttatilkynningu Icelandair Cargo segir að samhliða vöruflutningum milli Ítalíu og Bandaríkjanna verði flogið með sjávarafurðir frá Íslandi sem og aðrar vörur sem fluttar eru hingað til lands, en komið verði við á Íslandi á leið yfir Atlantshafið. Þá segir að upphaf flugsnins megi rekja til samnings milli Icelandair Cargo og þýska flutningamiðlunarfyrirtækisins DB Schenker. Sem kunnugt sé hafi Icelandair Cargo flutt lækningavörur frá Kína til Evrópu og Bandaríkjanna á vegum DB Schenker vorið 2020 með góðum árangri. Öðrum áætlunarleiðum Icelandair Cargo verði ekki breytt vegna nýju leiðarinnar. Áfram verði flogið til Boston í Bandaríkjunum og Liege í Belgíu, en flug þangað hafi aukist töluvert eftir að Icelandair Cargo gerði samning við FedEx og TNT um flutninga á öllum þeirra vörum til og frá Íslandi í lok árs 2019. Þá hafi flutningur á frakt í farþegakerfi Icelandair aukist samhliða uppbyggingu félagsins á farþegaleiðakerfinu eftir að Covid faraldurinn skall á. „Þessi samningur kemur í kjölfar þeirra verkefna sem við höfum sinnt í samstarfi við DB Schenker á liðnu ári. Flugið til Ítalíu mun einnig auka þá möguleika sem bæði innflytjendur og útflytjendur hafa á vöruflutningum til og frá Suður Evrópu. Við höfum lagt kapp á að grípa þau tækifæri sem eru til staðar í síbreytilegum og vaxandi heimi fraktflutninga og náð að skapa Icelandair Cargo gott orðspor á alþjóðavísu. Við sjáum tækifæri til sóknar á Norður-Atlantshafinu með því að flytja meira af frakt milli Evrópu og Ameríku og má segja að þetta verkefni sé afleiðing af því. Fraktflutningar jukust um 23% fyrstu níu mánuði ársins í ár miðað við sama tíma í fyrra, en mesta aukningin er einmitt á N-Atlantshafinu og við erum bjartsýn á áframhaldandi vöxt,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, í tilkynningu.
Fréttir af flugi Icelandair Ítalía Bandaríkin Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira