Skipti um nafn áður en hún gekk af velli í 315. og síðasta landsleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2021 10:31 Carli Lloyd veifar til áhorfenda í síðasta landsleik sínum í nótt. AP/Andy Clayton-King Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta kvaddi eina af sínum stærstu goðsögnum í nótt þegar Carli Lloyd spilaði sinn síðasta landsleik í 6-0 sigri á Suður-Kóreu. Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021 Fótbolti Bandaríkin Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Hin 39 ára gamla Lloyd hafði tilkynnt það eftir Ólympíuleikana í sumar að hún myndi leggja landsliðsskóna á hilluna í loka þessa árs. "You will not see me on the field, but you best believe that I will be around helping this game grow."@CarliLloyd signs off from her final game (via @USWNT)pic.twitter.com/wHFOSm5Dva— ESPN (@espn) October 27, 2021 Bandaríska liðið spilaði í raun fjóra kveðjuleiki fyrir Carli Lloyd en sá síðasti af þeim var á Allianz Field í St. Paul í Minnesota í nótt. Hápunkturinn á ferli Lloyd var þegar hún skoraði þrennu á fyrstu sextán mínútunum í úrslitaleik HM 2015 en hún varð bæði heims- og Ólympíumeistari tvisvar sinnum. Hún varð líka fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að skora á fjórum Ólympíuleikum. Enjoy every moment, @CarliLloyd. What a journey it's been.#ThankYouCarli pic.twitter.com/FxW5xZ0HOo— U.S. Soccer WNT (@USWNT) October 26, 2021 Lloyd skoraði 134 mörk fyrir bandaríska landsliðið en aðeins tvær konur hafa skorað fleiri mörk. Leikurinn í gær var númer 315. „Þetta er tilfinningarík stund. Ég er samt svo sátt með þessa ákvörðun að ég finn bara fyrir gleði og hamingju. Þetta er búið að vera stórkostlegt ferðalag og ég gat allt mitt í þetta. Nú get ég gengið inn í næsta kafla í mínu lífi,“ sagði Carli Lloyd og það gerði hún líka með sérstökum hætti þegar hún fór af velli. Carli Lloyd waves goodbye to her legendary career with @USWNT pic.twitter.com/jnMzK1azki— Goal (@goal) October 27, 2021 Lloyd var í byrjunarliðinu en var tekin af velli á 66. mínútu leiksins við mikið lófatak í stúkunni. Hún faðmaði liðsfélaga sína, tók af sér skóna, lét Megan Rapinoe fá fyrirliðabandið og endaði svo á mjög sérstakan hátt. Carli er ekki lengur Carli Lloyd heldur er hún búin að skipta um nafn. Til marks um það þá fór hún úr búningnum sínum með Lloyd nafninu og á bak við var hún í alveg eins búningi sem á stóð „Hollins“ en hún hefur nú tekið upp ættarnafn eiginmanns síns Brian Hollins. After 17 years, @CarliLloyd's time with the @USWNT comes to an end. What a career it's been pic.twitter.com/FMQHFYUMok— B/R Football (@brfootball) October 27, 2021
Fótbolti Bandaríkin Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira