Er Vallea vélin komin í gang? Snorri Rafn Hallsson skrifar 27. október 2021 17:00 Síðari leikur gærkvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO fór í framlengingu. Vallea hafði betur að lokum, 19-15, gegn sprækum Kórdrengjum. Kórdrengir komu nýir inn í deildina á þessu tímabili og þrátt fyrir að hafa ekki enn krækt sér í sigur hefur þeim heldur betur tekist að halda sér inni í leikjum fram á síðustu stundu ef frá er talinn leikurinn gegn Dusty í síðustu viku sem fór 16-3. Vallea sem léku stórvel á síðasta tímabili virðast hins vegar hafa komið illa út úr sumarfríinu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá þeim og tapaði liðið til að mynda stórt gegn Þórsurum í fyrstu umferð, þar sem Stalz og Narfa hefur ekki tekist að komast almennilega í gang. Breyting varð þó þar á í síðustu umferð þegar Vallea hafði betur gegn Sögu og því verður áhugavert að fylgjast með því hvort Vallea takist að komast aftur í fyrra form. Leikur liðanna fór í þetta skiptið fram í Mirage, sem hefur afar sjaldan sést í Vodafonedeildinni. Bæði lið bönnuðu þau kort sem andstæðingar þekkja vel og því stóð valið að lokum á milli Mirage og Ancient. Hnífalotan féll Vallea í vil og byrjuðu Kórdrengir því í sókn (Terrorists). Hyperactive byrjaði leikinn á þrefaldri fellu og munaði afar litlu að Goa7er tækist þó að bjarga fyrstu lotunni fyrir horn en honum gafst því miður ekki tími til þess. Þó átti hann eftir að eiga frábæran leik og eiga stóran þátt í velgengni Vallea og því að lið hans náði fljótlega góðu forskoti í fyrri hálfleik. Goa7er bjargaði tveimur lotum fyrir horn með ótrúlegum hætti og gekk Kórdrengjum illa að eiga við hann. Undir lok hálfleik lærðu Kórdrengir þó af reynslunni og höfðu betur auga með sprengjunni, en það hafði einmitt háð þeim í leiknum gegn Dusty að Kórdrengir misstu lotur frá sér með slökum eftirleik. Staða í hálfleik: Vallea 9 - 6 Kórdrengir Kórdrengir voru öllu sprækari í vörninni og voru ekki lengi að jafna leikinn og koma sér yfir í fyrsta sinn frá því í annarri lotu. Snky fór fyrir liðsmönnum sínum í Kórdrengjum og var óhræddur við að valda usla og fella andstæðinga. Loks þegar Vallea gat vopnast betur snerist leikurinn örlítið við og var Vallea í góðri stöðu og vel efnaðir þegar þrjár lotur voru eftir af venjulegum leiktíma. Kórdrengir tóku þá stóra áhættu og ákváðu að spara og gefa Vallea eina lotu til viðbótar svo Kórdrengir hefðu efni á betri vopnum það sem eftir var. Það borgaði sig svo sannarlega þar sem allar aðgerðir Vallea féllu um sjálfar sig og liðin voru því jöfn að stigum eftir þrjátíu lotur. Staða eftir venjulegan leiktíma: Vallea 15 - 15 Kórdrengir Báðum liðum hafði gengið betur að verjast en að sækja, en því sneru Vallea við í framlengingu. Goa7er og Spike léku hvor af öðrum til að komast yfir í þrítugustu og fyrstu lotu. Allt útli var fyrir að Kórdrengjum tækist að jafna í næstu lotu. Spike var einn gegn fjórum andstæðingum og tókst honum að fella einn og koma sprengjunni fyrir. Því næst felldi hann tvo andstæðinga til viðbótar og stóð Snky einn eftir til varnar. Snky hafði betur í einvíginu en gafst ekki tími til að aftengja sprengjuna áður en hún sprakk. Vallea unnu svo næstu tvær lotur hratt og örugglega til að tryggja sér sinn annan sigur á tímabilinu. Narfi og Stalz eru mættir aftur til leiks af fullum krafti en Goa7er bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn með samtals þrjátíu og sjö fellur, þar af þrjátíu og eina í venjulegum leiktíma. Lokastaða: Vallea 19 - 15 Kórdrengir Vallea er því á góðri leið með að klifra upp stigatöfluna og situr ekki lengur á botninum heldur fyrir miðju. Enn og aftur áttu Kórdrengir góðan leik en höfðu ekki erindi sem erfiði og eru því stigalausir eftir fjórar umferðir. Kórdrengir mæta Ármanni föstudaginn 5. nóvember en þá tekur Vallea einnig á móti Fylki. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Kórdrengir komu nýir inn í deildina á þessu tímabili og þrátt fyrir að hafa ekki enn krækt sér í sigur hefur þeim heldur betur tekist að halda sér inni í leikjum fram á síðustu stundu ef frá er talinn leikurinn gegn Dusty í síðustu viku sem fór 16-3. Vallea sem léku stórvel á síðasta tímabili virðast hins vegar hafa komið illa út úr sumarfríinu. Hvorki hefur gengið né rekið hjá þeim og tapaði liðið til að mynda stórt gegn Þórsurum í fyrstu umferð, þar sem Stalz og Narfa hefur ekki tekist að komast almennilega í gang. Breyting varð þó þar á í síðustu umferð þegar Vallea hafði betur gegn Sögu og því verður áhugavert að fylgjast með því hvort Vallea takist að komast aftur í fyrra form. Leikur liðanna fór í þetta skiptið fram í Mirage, sem hefur afar sjaldan sést í Vodafonedeildinni. Bæði lið bönnuðu þau kort sem andstæðingar þekkja vel og því stóð valið að lokum á milli Mirage og Ancient. Hnífalotan féll Vallea í vil og byrjuðu Kórdrengir því í sókn (Terrorists). Hyperactive byrjaði leikinn á þrefaldri fellu og munaði afar litlu að Goa7er tækist þó að bjarga fyrstu lotunni fyrir horn en honum gafst því miður ekki tími til þess. Þó átti hann eftir að eiga frábæran leik og eiga stóran þátt í velgengni Vallea og því að lið hans náði fljótlega góðu forskoti í fyrri hálfleik. Goa7er bjargaði tveimur lotum fyrir horn með ótrúlegum hætti og gekk Kórdrengjum illa að eiga við hann. Undir lok hálfleik lærðu Kórdrengir þó af reynslunni og höfðu betur auga með sprengjunni, en það hafði einmitt háð þeim í leiknum gegn Dusty að Kórdrengir misstu lotur frá sér með slökum eftirleik. Staða í hálfleik: Vallea 9 - 6 Kórdrengir Kórdrengir voru öllu sprækari í vörninni og voru ekki lengi að jafna leikinn og koma sér yfir í fyrsta sinn frá því í annarri lotu. Snky fór fyrir liðsmönnum sínum í Kórdrengjum og var óhræddur við að valda usla og fella andstæðinga. Loks þegar Vallea gat vopnast betur snerist leikurinn örlítið við og var Vallea í góðri stöðu og vel efnaðir þegar þrjár lotur voru eftir af venjulegum leiktíma. Kórdrengir tóku þá stóra áhættu og ákváðu að spara og gefa Vallea eina lotu til viðbótar svo Kórdrengir hefðu efni á betri vopnum það sem eftir var. Það borgaði sig svo sannarlega þar sem allar aðgerðir Vallea féllu um sjálfar sig og liðin voru því jöfn að stigum eftir þrjátíu lotur. Staða eftir venjulegan leiktíma: Vallea 15 - 15 Kórdrengir Báðum liðum hafði gengið betur að verjast en að sækja, en því sneru Vallea við í framlengingu. Goa7er og Spike léku hvor af öðrum til að komast yfir í þrítugustu og fyrstu lotu. Allt útli var fyrir að Kórdrengjum tækist að jafna í næstu lotu. Spike var einn gegn fjórum andstæðingum og tókst honum að fella einn og koma sprengjunni fyrir. Því næst felldi hann tvo andstæðinga til viðbótar og stóð Snky einn eftir til varnar. Snky hafði betur í einvíginu en gafst ekki tími til að aftengja sprengjuna áður en hún sprakk. Vallea unnu svo næstu tvær lotur hratt og örugglega til að tryggja sér sinn annan sigur á tímabilinu. Narfi og Stalz eru mættir aftur til leiks af fullum krafti en Goa7er bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn með samtals þrjátíu og sjö fellur, þar af þrjátíu og eina í venjulegum leiktíma. Lokastaða: Vallea 19 - 15 Kórdrengir Vallea er því á góðri leið með að klifra upp stigatöfluna og situr ekki lengur á botninum heldur fyrir miðju. Enn og aftur áttu Kórdrengir góðan leik en höfðu ekki erindi sem erfiði og eru því stigalausir eftir fjórar umferðir. Kórdrengir mæta Ármanni föstudaginn 5. nóvember en þá tekur Vallea einnig á móti Fylki. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira