Segir jarðakaup Bretans ofbjóða öllum og vera ömurlega þróun Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2021 15:42 Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Einar Árnason „Þetta er farið að ofbjóða öllum,“ segir Jóhannes Sigfússon, bóndi á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, um jarðakaup breska auðjöfursins Jims Ratcliffes í sveitinni, og segir Hafralónsá nánast í gíslingu vegna tilrauna hans til að ná meirihluta í veiðifélaginu. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsa Gunnarsstaðabræðurnir Jóhannes og Steingrímur, fráfarandi forseti Alþingis, áhyggjum af byggðinni eftir jarðakaup Bretans. Bræðurnir á Gunnarsstöðum, Steingrímur og Jóhannes, í viðtali í þættinum Um land allt.Einar Árnason „Flestar jarðirnar hafa einhverjar hlunnindatekjur árlega af því að þær eiga land að laxveiðiám. Það hefur munað miklu í afkomu margra bænda hérna. Og svo lengi sem þessar tekjur haldast innan byggðarlagsins þá eru þær ákveðin kjölfesta og svona trygging fyrir búsetunni,“ segir Steingrímur. Frá Hafralónsá í Þistilfirði.Einar Árnason „Auðvitað eru þeir komnir í ákveðna girðingu hvað jarðakaupin varðar eftir frumvarp sem var samþykkt á Alþingi í vor, eða breytingu á jarðalögum sem Katrín kom nú fram, sko. Þá er ástandið miklu betra hvað það varðar. Þeir geta ekki keypt alveg endalaust. Hann er kominn langt, langt fram yfir þau mörk sem þessi lög segja til um,“ segir Jóhannes. „Það er auðvitað ákveðin ógn,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps og bóndi í Holti. Þau Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir eru bændur í Holti í Þistilfirði. Sigurður er oddviti Svalbarðshrepps.Einar Árnason „Við sjáum það núna að það er hækkandi hlutfall þessara veiðitekna að renna annað. Hingað til hafa þær að mestu leyti runnið til uppbyggingar samfélagsins hérna og sveitanna. Þannig að auðvitað er þetta ógn. En maður verður auðvitað að horfa á þetta sem einhverskonar tækifæri. Við getum ekki barist gegn því sem við ráðum ekki við,“ segir oddvitinn. „Fyrir framtíðina er þetta bara ömurleg þróun, segi ég,“ segir Jóhannes. Meira um jarðkaupin má sjá í þessum kafla úr þættinum: Um land allt Landbúnaður Lax Jarðakaup útlendinga Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. 22. september 2021 13:39 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsa Gunnarsstaðabræðurnir Jóhannes og Steingrímur, fráfarandi forseti Alþingis, áhyggjum af byggðinni eftir jarðakaup Bretans. Bræðurnir á Gunnarsstöðum, Steingrímur og Jóhannes, í viðtali í þættinum Um land allt.Einar Árnason „Flestar jarðirnar hafa einhverjar hlunnindatekjur árlega af því að þær eiga land að laxveiðiám. Það hefur munað miklu í afkomu margra bænda hérna. Og svo lengi sem þessar tekjur haldast innan byggðarlagsins þá eru þær ákveðin kjölfesta og svona trygging fyrir búsetunni,“ segir Steingrímur. Frá Hafralónsá í Þistilfirði.Einar Árnason „Auðvitað eru þeir komnir í ákveðna girðingu hvað jarðakaupin varðar eftir frumvarp sem var samþykkt á Alþingi í vor, eða breytingu á jarðalögum sem Katrín kom nú fram, sko. Þá er ástandið miklu betra hvað það varðar. Þeir geta ekki keypt alveg endalaust. Hann er kominn langt, langt fram yfir þau mörk sem þessi lög segja til um,“ segir Jóhannes. „Það er auðvitað ákveðin ógn,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti Svalbarðshrepps og bóndi í Holti. Þau Sigurður Þór Guðmundsson og Hildur Stefánsdóttir eru bændur í Holti í Þistilfirði. Sigurður er oddviti Svalbarðshrepps.Einar Árnason „Við sjáum það núna að það er hækkandi hlutfall þessara veiðitekna að renna annað. Hingað til hafa þær að mestu leyti runnið til uppbyggingar samfélagsins hérna og sveitanna. Þannig að auðvitað er þetta ógn. En maður verður auðvitað að horfa á þetta sem einhverskonar tækifæri. Við getum ekki barist gegn því sem við ráðum ekki við,“ segir oddvitinn. „Fyrir framtíðina er þetta bara ömurleg þróun, segi ég,“ segir Jóhannes. Meira um jarðkaupin má sjá í þessum kafla úr þættinum:
Um land allt Landbúnaður Lax Jarðakaup útlendinga Svalbarðshreppur Vopnafjörður Tengdar fréttir Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. 22. september 2021 13:39 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15 Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30 Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. 22. september 2021 13:39
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56
Ratcliffe herðir tökin á jörðum í Vopnafirði Nærri 90 prósent hlutafjár í Veiðiklúbbnum Streng eru nú komin í hendur hins breska Jims Ratcliffe. 20. nóvember 2018 06:15
Segir aumingjaskap að hefta ekki jarðakaup útlendinga Einn helsti forystumaður bænda á Austurlandi segir það aumingjaskap stjórnmálamanna að koma ekki taumhaldi á stórfelld jarðakaup útlendinga. 5. júlí 2018 20:30
Ósátt við ágang eins ríkasta manns heims: „Eru augljóslega að reyna að ná Hafralónsá“ Breski iðnjöfurinn Jim Ratcliffe reynir að kaupa jarðir við laxveiðiperluna Hafralónsá – til viðbótar við stóran hluta Grímsstaða á Fjöllum og jarðir í Vopnafirði. Heimamenn lýsa þungum áhyggjum og segja hart gengið fram. 12. janúar 2017 07:00