Fólk varð rosalega stressað við að heyra þetta Stefán Árni Pálsson skrifar 21. október 2021 10:30 Arna Ýr ætlar sér sjálf að verða ljósmóðir. Arna Ýr Jónsdóttir hjúkrunarfræðinemi ákvað snemma á sínum meðgöngum að fæða heima og segir neikvæðar fæðingarupplifanir of háværar í samfélaginu. Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hún lét ekki gagnrýnisraddir á sig fá og vill opna augu fólks fyrir heimafæðingum og góðum upplifunum af fæðingum almennt, heima eða á sjúkrahúsi. Eva Laufey hitti Örnu nú á dögunum í Íslandi í dag og fékk að heyra hennar fæðingarsögur. „Þetta er besta ákvörðun sem ég hef tekið varðandi fæðinguna. Upplifunin var svo róleg og það var svo töfrandi andrúmsloft að fæða heima. Ég veit ekki hvort ég get útskýrt þetta án þess að fólk upplifi þetta. Bara ótrúlega rólegt í sínu eigin umhverfi,“ segir Arna Ýr og heldur áfram. Fæðingin gekk eins og í sögu. „Ég vildi rosalega hafa ljósmyndara með til að geta átt þetta á myndbandi og á myndum og til að eiga minninguna. Ég hef svo mikinn áhuga á því að verða ljósmóðir í framtíðinni og það er svo æðisleg upplifun að hafa upplifað heimafæðingu eða á spítala líka.“ Arna segir að margir tengi deifingu, glaðloft eða keisara við eitthvað öryggi. „En eins og ljósmóðir mín útskýrði, þá er maður öruggur þar sem manni líður best. Það gæti vel verið að ég hefði lent í keisaraskurði, þurft deyfingu eða glaðloft eða eitthvað ef ég hefði verið á spítalanum. Ég var þarna rosalega mikil sófaklessa og elska að vera heima og það kom því í rauninni ekkert annað til greina en að vera heima í þetta skipti.“ Hún segist vera mjög meðvituð um það hvernig tilfinningin á að vera í fæðingu þar sem hún hefur áður gengið í gegnum ferlið. Því var alltaf á hreinu hvenær nauðsynlegt væri að fara upp á spítala ef eitthvað kæmi upp. „Svo er svo mikið fagfólk með manni sem grípur inn í ef eitthvað kemur upp. Á 37. viku er maður orðin löglegur að fæða heima og þá kemur fæðingarlaugin heim. Maður getur fengið að velja og mig langaði að fæða í laug og þess vegna var hún mætt. Það voru tvær fagmenneskjur viðstaddar, svo var ég með maka og ljósmyndara. Þegar maður er heima má maður í raun hafa þetta alveg eins og maður vill.“ Í innslaginu má sjá hvernig fæðingin gekk fyrir sig heima hjá parinu. „Þetta var örugglega eitt besta kvöld sem ég hef upplifað. Ég var með svo mikla stjórn og vissi hvað væri að gerast og gat notið augnabliksins.“ En fékk parið gagnrýni fyrir að fara þessa leið? „Nei reyndar ekki en fólk var rosalega stressað að heyra þetta. Það var bara ekki búið að kynna sér sömu hluti og við og ekki búið að mæta á þessa fundi með ljósmæðrum sem útskýra af hverju þetta sé öruggt.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira