Blendnar tilfinningar fótboltaaðdáenda eftir grín flugstjóra í flugi PLAY Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 17. október 2021 14:49 Víkingur varð bikarmeistari í þriðja skipti í sögu félagsins í gær. Vísir/Hulda Margrét Farþegar á leið til Alicante fengu nokkuð óvæntar fréttir af bikarúrslitaleik Víkings og ÍA í miðju flugi í gær. Flugstjórinn tilkynnti farþegum um borð að ÍA hefði sigrað í vítaspyrnukeppni. Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hanna Símonardóttir var um borð í vélinni og telur að flugstjórinn hafi haldið gríninu til streitu líklega í klukkutíma eða tvo. Flugstjórinn leiðrétti grínið ekki fyrr en við lendingu, stuðningsmönnum Víkings til mikillar ánægju. Flugstjórinn kvað dramatískt atvik hafa komið upp í bikarúrslitaleiknum og að þrír fótboltamenn Víkings hafi fengið rautt spjald í leiknum. Skagamenn hafi jafnað í kjölfarið og unnið 11-10 í vítaspyrnukeppni. Farþegar klöppuðu þá ýmist eða syrgðu. Síðar í fluginu leiðrétti flugstjórinn fyrri tilkynningu og sagði vítaspyrnukeppnina hafi farið 8-7, Skagamönnum í vil. Enn sátu aðdáendur Víkings eftir með sárt ennið. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko" „Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta alla ferðina,“ segir Hanna, en nettenging er almennt af skornum skammti um borð í flugvélum. Hanna segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið alveg gáttuð á framvindu leiksins enda mikill fótboltaaðdáandi sjálf. „Hann var alveg orðinn grautur á mér hausinn sko," segir Hanna létt í bragði. Hanna er mikil áhugakona um fótbolta. Í lendingu fór flugstjórinn yfir veðrið í Alicante eins og venja er, og sagði leikinn hafa endað með öðrum hætti en áður hafði verið tilkynnt. Flugstjórinn kvaðst vera Bliki, dálítið svekktur út í Víkingana, fyrir að hafa stolið af þeim titlinum. Leiknum hafi í raun lokið með sigri Víkinga 3-0. Að sögn Hönnu var klappað þegar raunveruleg úrslit bikarleiksins voru tilkynnt en Skagamenn um borð hafa ólíklega verið ánægðir. Hanna er mikill knattspyrnuunnandi, harður stuðningsmaður Liverpool á Englandi og Aftureldingar hér heima. Anton Ari sonur hennar er markvörður Breiðabliks og Magnús Már sonur hennar þjálfar karlalið Aftureldingar.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Play Tengdar fréttir Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Umfjöllun,viðtöl og myndir: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 18:29