Titlar sig vafaþingmann Árni Sæberg skrifar 17. október 2021 14:59 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason titlar sig vafaþingmann eftir alþingiskosningarnar í haust. Hann fór yfir framkvæmd kosninganna á Sprengisandi í morgun. Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Karl Gauti hefur áratuga reynslu af framkvæmd kosninga hafandi verið sýslumaður. Hann segir alls kyns misskilning vera uppi um framkvæmd nýafstaðinna kosninga. Til að mynda telur hann að hlutverk umboðsmanna sé vanmetið. „Þetta er mjög mikilvægt í kosningum, það er að segja að það sé fylgt ákveðnu ferli sem er bundið í kosningalögum, mjög stranglega. Til dæmis er hlutverk umboðsmanna mjög mikilvægt. þeir hafa rétt til að gera athugasemdir, þeir hafa rétt til að bóka ágreining. Meira að segja segir í lögunum að ef umboðsmenn gera ágreining um eitthvað sem þeir telja ólöglegt, þá eiga þeir rétt á því að bóka um það en þeir eiga líka rétt á að það fari til Alþingis sem skeri þá úr um lögmæti kosninganna,“ segir Karl Gauti. Hann segir að umboðsmenn í Norðvesturkjördæmi hafi verið óánægðir með boðun. Þá nefnir hann að galli á skipun umboðsmanna hafi verið eitt þeirra atriða sem leiddu til þess að Hæstiréttur ógilti kosningar til stjórnlagaþings árið 2010. Þá segir hann að umboðsmaður Pírata hafi gert ágreining í Norðvesturkjördæmi en að ekkert hafi verið bókað um það í fundargerð. „Heyrðu menn ekki neitt, gerðu menn ekki neitt?“ spur Karl Gauti. Ekkert um endurtalningu í lögunum Karl Gauti segir orðið endurtalningu hvergi vera að finna í kosningalögum. Einungis sé gert ráð fyrir því að talið sé aftur fyrir tilkynningu lokatalna ef villa er uppi. „Menn hætta ekki fyrr en þeir finna villuna, í það skiptið og það hefur nú tekist hingað til, alltaf. Það eru engin dæmi um það, eftir að tölur hafa verið kynntar, að það sé talið upp á nýtt. Það eru engin dæmi úr Alþingiskosningum, þannig að það að tala um einhverja endurtalningu það á sér enga stoð í kosningalögum,“ segir hann. Þá segir hann að enginn hafi gert athugasemd við talninguna í Norðvesturkjördæmi áður en ráðist var í endurtalningu. Gagnrýnir að kjörstjórnarmaður einn með atkvæðunum Karl Gauti gerir verulega athugasemd við það að kjörstjórnarmaður í Norðvesturkjördæmi hafi verið einn með atkvæðunum. „Það til dæmis að kjörstjórnarmaður sé einn með atkvæðunum og jafnvel tveir áður en kjörstjórn mætir og atkvæðin liggi þarna óinnsigluð og óvarin, búin að vera það í nokkra klukkutíma. Að það sé leyfilegt, að menn haldi að það sé eðlilegt þá stendur bara í kosningalögum mjög skýrum stöfum að þegar kosningaathöfn hefst þá er bannað, það er bókstaflega bannað að vera færri en tveir,“ Hlusta má á ítarlegt viðtal við Karl Gauta á Sprengisandi í spilaranum hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira