Tálknfirðingar skoða sameiningarvalkosti Þorgils Jónsson skrifar 15. október 2021 19:08 Íbúar Tálknafjarðar funda um sameiningarmál í næstu viku. Vísir/Vilhelm Íbúafundur verður haldinn á Tálknafirði í næstu viku þar sem fjallað verður um möguleika í sameiningarmálum við önnur sveitarfélög. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“ Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, segir að sveitarstjórn hafi ákveðið fyrr á árinu að ráðast í svokallaða valkostagreiningu á sameiningakostum og leitaði til RR ráðgjafar í þeirri vinnu. „Þetta gengur út á að greina stöðu sveitarfélagsins og sjá hvort sameining komi til greina og hverjir séu kostirnir við það. Samt verða það alltaf íbúar sem munu koma til með að taka loka ákvörðunina.“ Íbúafundurinn, sem verður á þriðjudaginn, verði eins konar vinnustofa til að varpa ljósi á skoðanir og álit íbúa á þessum málum. Tálknafjarðarhreppur hafnaði árið 1994 tillögu um sameiningu við þau sveitarfélög sem nú mynda Vesturbyggð. Ólafur segir aðstæður hafa breyst mikið síðan þá. „Verkefni sveitarfélaga eru að verða stærri og flóknari og tilvera smærri sveitarfélaga að verða erfiðari eftir því sem á líður.“ 260 íbúar bjuggu á Tálknafirði um mitt ár, en lög sem samþykkt voru í fyrra kveða á um að sveitarfélög með færri en þúsund íbúa "Í ljósi þess verðum við að fara að skoða þessa hluti. Okkur ber skilda til að annað hvort hefja sameiningarviðræður á næsta kjörtímabili, eða færa rök fyrir því að þau geti staðið undir skyldum sínum.“ Ólafur segir skiptar skoðanir um málið meðal íbúa Tálknafjarðar. Jafnvel sé rætt um að skoða fleiri kosti. Tálknafjörður á nú í miklu samstarfi við Vesturbyggð í mörgum málaflokkum, til dæmis reka sveitarfélögin sameiginlega félagsþjónustu og fleira. Ólafur segir að gert sé ráð fyrir að lokaútgáfa skýrslunnar komi fyrir sveitarstjórn í desember og í þá verði tekin ákvörðun um næstu skref. Sveitarstjórnarkosningar verða í vor, en Ólafur telur ólíklegt að kosið verði um sameiningu meðfram því. Til þess sé tíminn frekar tæpur. „En það mætti nota kosningarnar, til dæmis til að leggja fram skoðanakönnun um málið.“
Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira