Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 11:55 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu eftir brotthvarf Birgis Þórarinssonar þingmanns úr flokknum. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. „Fjöldi fólks studdi þennan frambjóðanda og flokkinn í kosningum og áður en að búið er að setja þing er sá sem kosinn var út á það að vera í framboði fyrir miðflokkinn farinn í annan flokk og virðist hafa lagt drög að því í einhvern tíma,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Birgir Þórarinsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, tveimur vikum eftir þingkosningar og eftir fjögurra ára þingsetu fyrir Miðflokkinn. „Ég held að ég verði bara að biðja flokksmenn afsökunar fyrir hönd flokksins að þetta hafi farið svona og raunar kannski kjósendur sem ætluðu ekki að verja atkvæði sínu til að styðja þingmann sjálfstæðisflokksins.“ Birgir gaf þær skýringar í gær að Klaustursmálið svokallaða hafi verið ástæða þess að hann hefði ákveðið að segja skilið við flokkinn, en málið kom upp fyrir þremur árum síðan. Sigmundur segist ekki gefa mikið fyrir þær skýringar og telur vistaskipti Birgis hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Auðvitað gerist þetta mjög snögglega, þetta kemur upp á yfirborðið snögglega en það voru greinilega búin að eiga sér stað einhver samtöl þarna,“ segir Sigmundur. Nú eru aðeins tveir menn eftir í þingflokki Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, en Sigmundur tekur fyrir að flokkurinn sé í krísu. „Nei, nú ætla ég að vera ósammála þér þó ég hafi tekið undir ýmsar áhyggjur þínar í þættinum. Miðflokkruinn er vel stemmdur,“ segir Sigmundur. Birgir hafi siglt undir fölsku flaggi Sigmundur segist velta fyrir sér kosningakerfinu vegna þessa. Það sé byggt á því að fólk kjósi flokka og treysti á að frambjóðendur sigli ekki undir fölsku flaggi. „Menn þurfa að geta treyst því að frambjóðendur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þeir séu raunverulega hluti af þeim hópi, þeim flokki, sem viðkomandi kjósandi treystir fyrir atkvæði sínu. Auðvitað getur komið upp pólitískur ágreiningur innan flokka og við höfum séð mörg dæmi um það á undanförnum árum að fólk hafi farið á milli flokka,“ segir Sigmundur. „En það hefur þá gerst í framhaldinu af einhverri uppákomu, einhverjum pólitískum ágreiningi. Það á augljóslega ekki við í þessu tilviki, þegar ekki var einu sinni búið að halda þingflokksfund, ekki var búið að setja Alþingi og menn ekki einu sinni komnir með kjörbréfið. Það er, finnst mér, ekki góð framkoma gagnvart kjósendum, sem hafa nú mátt þola slæma framkomu af hálfu stjórnmálamanna sem eru alltaf að gefa frá sér valdið, lofandi hverju sem er fyrir kosningar en gera svo ekkert með þau fyrirheit.“ Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Fjöldi fólks studdi þennan frambjóðanda og flokkinn í kosningum og áður en að búið er að setja þing er sá sem kosinn var út á það að vera í framboði fyrir miðflokkinn farinn í annan flokk og virðist hafa lagt drög að því í einhvern tíma,“ sagði Sigmundur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Birgir Þórarinsson, þingmaður í Suðurkjördæmi, tilkynnti í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, tveimur vikum eftir þingkosningar og eftir fjögurra ára þingsetu fyrir Miðflokkinn. „Ég held að ég verði bara að biðja flokksmenn afsökunar fyrir hönd flokksins að þetta hafi farið svona og raunar kannski kjósendur sem ætluðu ekki að verja atkvæði sínu til að styðja þingmann sjálfstæðisflokksins.“ Birgir gaf þær skýringar í gær að Klaustursmálið svokallaða hafi verið ástæða þess að hann hefði ákveðið að segja skilið við flokkinn, en málið kom upp fyrir þremur árum síðan. Sigmundur segist ekki gefa mikið fyrir þær skýringar og telur vistaskipti Birgis hafa verið í undirbúningi í nokkurn tíma. „Auðvitað gerist þetta mjög snögglega, þetta kemur upp á yfirborðið snögglega en það voru greinilega búin að eiga sér stað einhver samtöl þarna,“ segir Sigmundur. Nú eru aðeins tveir menn eftir í þingflokki Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason, en Sigmundur tekur fyrir að flokkurinn sé í krísu. „Nei, nú ætla ég að vera ósammála þér þó ég hafi tekið undir ýmsar áhyggjur þínar í þættinum. Miðflokkruinn er vel stemmdur,“ segir Sigmundur. Birgir hafi siglt undir fölsku flaggi Sigmundur segist velta fyrir sér kosningakerfinu vegna þessa. Það sé byggt á því að fólk kjósi flokka og treysti á að frambjóðendur sigli ekki undir fölsku flaggi. „Menn þurfa að geta treyst því að frambjóðendur séu ekki að sigla undir fölsku flaggi. Þeir séu raunverulega hluti af þeim hópi, þeim flokki, sem viðkomandi kjósandi treystir fyrir atkvæði sínu. Auðvitað getur komið upp pólitískur ágreiningur innan flokka og við höfum séð mörg dæmi um það á undanförnum árum að fólk hafi farið á milli flokka,“ segir Sigmundur. „En það hefur þá gerst í framhaldinu af einhverri uppákomu, einhverjum pólitískum ágreiningi. Það á augljóslega ekki við í þessu tilviki, þegar ekki var einu sinni búið að halda þingflokksfund, ekki var búið að setja Alþingi og menn ekki einu sinni komnir með kjörbréfið. Það er, finnst mér, ekki góð framkoma gagnvart kjósendum, sem hafa nú mátt þola slæma framkomu af hálfu stjórnmálamanna sem eru alltaf að gefa frá sér valdið, lofandi hverju sem er fyrir kosningar en gera svo ekkert með þau fyrirheit.“
Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ganga í Birgi Þórarinsson Skiptar skoðanir eru á ákvörðun Birgis Þórarinssonar að ganga í Sjálfstæðisflokkinn svo skömmu eftir kosningar. Bjarni Benediktsson formaður flokksins hefur boðið Birgi velkominn í þingflokkinn, sem er orðinn sá langstærsti á þingi með sautján þingmenn. 10. október 2021 08:32
Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58