„Konur sem eiga ekki í nein hús að venda“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2021 10:30 Hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir segir að konur í fíknivanda þurfi mikla aðstoð og stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið kemur í heiminn. Vísir/Vilhelm „Ég áttaði mig ekki á því að þetta vandamál væri yfir höfuð á Íslandi, að konur gætu verið í vandræðum vegna fíkniefnaneyslu á meðgöngu,“ segir hjúkrunarfræðingurinn og ljósmóðirin Elísabet Ósk Vigfúsdóttir. Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur. Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Í dag er hún forstöðukona Urðarbrunns, sem er úrræði fyrir konur í þessari stöðu, ásamt því að vera í teyminu sem sinnir þessum hóp á Landspítalanum. „Við erum fjórar í þessu teymi inni á Landspítala í áhættumæðravernd,“ útskýrir Elísabet. „Við höfum séð að neyslan er orðin harðari. Við erum að díla við erfiðari félagslegri vanda og erfiðari neyslu.“ Elísabet ræddi við Andreu Eyland í hlaðvarpinu Kviknar. Hún vann fyrst með konum í fíknivanda þegar hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur í Danmörku og var hluti af teyminu sem var þeim innan handar á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu árin í lífi barnsins. Hún vonar að einn daginn verði boðið upp á slíka fjölskyldugöngudeild fyrir þennan hóp hér á landi. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Elísabet segir að þungaðar konur í fíknivanda séu týndur hópur sem samfélagið virðist ekki hafa nægan áhuga á að hjálpa eða veita aðstoð. Staðreyndin er átakanleg, þessar konur verða fyrir fordómum vegna veikinda sinna og lítil börn þeirra finna fyrir afleiðingum þess. „Konur sem eiga ekki í nein hús að venda. Þær eru í þeirri stöðu að þær eru fara að eignast barn en þær búa á götunni. Þetta er ógeðslega sorglegt, því þarna eigum við að grípa þær,“ segir Elísabet. „Ég get fullyrt að ef þessar konur hafa athvarf þar sem er tekið á móti þeim, þær fá heimili og öruggt skjól, góðan mat, þjálfun, kennslu og stuðning í að halda sér edrú, þá eru miklu fleiri konur og miklu fleiri börn sem að koma miklu betur út sem manneskjur í framtíðinni.“ Elísabet Ósk Vigfúsdóttir stofnaði í frítíma sínum úrræði fyrir konur í barneignum sem eru í fíknivanda. Vísir/Vilhelm Hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að koma af stað þessu úrræði fyrir þennan hóp og líkir því við að vera í völundarhúsi. Húin hefur tekið íbúð á leigu og gert allt klárt og er komin með öll tilskilin leyfi en nú vantar fjármagn til þess að opna Urðarbrunn fyrir konur í fíknivanda sem eiga von á barni eða eru nýbúnar að eignast barn. „Svona úrræði kostar tíu milljónir á mánuði,“ segir Elísabet, sem gerir ráð fyrir því að geta haft þrjár konur í einu í úrræðinu til að byrja með. Hún telur að tíu til tuttugu konur á ári myndu nýta sér þessa sértæku þjónustu, með starfsfólk á vakt í húsinu allan sólarhringinn. „Þetta er ekki kostnaður, þetta er fjárfesting. Þetta er fjárfesting í einstaklingum. Ef við getum hjálpað og gert þessi litlu börn að einstaklingum framtíðarinnar þá erum við að ná langt.“ Elísabet segir að hún sé ákveðin að gefast ekki upp þó að hún komi að mörgum lokuðum dyrum varðandi fjármögnun. „Ég ætla að reyna allt hvað ég get.“ Hægt er að kynna sér verkefnið á síðunni Urðarbrunnur.
Kviknar Kvenheilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira