Skriðuhætta fer minnkandi en áfram er óvissustig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. október 2021 15:02 Skriður féllu aðfaranótt 4. október 2021 við bæinn Þóroddsstaði í Útkinn. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra Verulega hefur dregið úr skriðuhættu í Kinn í Þingeyjarsveit auk þess sem að ástandið hefur lagast í Útkinn. Rýmingu hefur verið aflétt í Kinn en beðið verður með að aflétta rýmingu í Útkinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum þar sem segir að samkvæmt mati sérfræðinga Veðurstofunnar hafi verulega dregið úr skriðuhættu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, ástandið þar sé orðið skaplegt. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á syðra svæðinu sem nær frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Vatn í hlíðum hefur minnkað mikið síðan á sunnudag þrátt fyrir rigninguna undanfarið Þá hafa engar skriður fallið á þessu svæði í hrinunni og talið er að skriðuhætta sé orðin lítil. Hættustig áfram í gildi Á ytra svæðinu þar sem bæirnir norðan við Ófeigsstaði og Rangá standa í Útkinn hefur ástandið líka lagast. Ekki hefur frést af neinum nýjum skriðuföllum í rúman sólarhring. Lækir eru enn í skriðusárum en þeir hafa minnkað. Skriðuhætta er talin hafa minnkað mikið en þó er ástæða til að fylgjast með stöðunni fram eftir degi áður en rýmingu verður aflétt á nyrðra svæðinu. Hættustig Almannavarna er áfram í gildi á svæðinu. Óvissustigi á Tröllaskaga er hér með aflétt. Vegurinn um Kinn hefur verið opnaður fyrir almennri umferð og stefnir vegagerðin að því að ryðja aur af vegi í Útkinn í dag. Síðdegis verður haldinn stöðufundur með Veðurstofu Íslands og kannað hvort öruggt verði að aflétta rýmingu í Útkinn. Veðurspáin gerir ráð fyrir austanhvassviðri á fimmtudag og þá gæti rignt hressilega, sérstaklega á nyrðra svæðinu. Viðbragðsaðilar munu áfram fylgjast með veðurspánni og taka afstöðu til þess hvaða áhrif hún hefur á skriðuhættu. Þingeyjarsveit Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu. 5. október 2021 08:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum þar sem segir að samkvæmt mati sérfræðinga Veðurstofunnar hafi verulega dregið úr skriðuhættu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, ástandið þar sé orðið skaplegt. Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu á syðra svæðinu sem nær frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Vatn í hlíðum hefur minnkað mikið síðan á sunnudag þrátt fyrir rigninguna undanfarið Þá hafa engar skriður fallið á þessu svæði í hrinunni og talið er að skriðuhætta sé orðin lítil. Hættustig áfram í gildi Á ytra svæðinu þar sem bæirnir norðan við Ófeigsstaði og Rangá standa í Útkinn hefur ástandið líka lagast. Ekki hefur frést af neinum nýjum skriðuföllum í rúman sólarhring. Lækir eru enn í skriðusárum en þeir hafa minnkað. Skriðuhætta er talin hafa minnkað mikið en þó er ástæða til að fylgjast með stöðunni fram eftir degi áður en rýmingu verður aflétt á nyrðra svæðinu. Hættustig Almannavarna er áfram í gildi á svæðinu. Óvissustigi á Tröllaskaga er hér með aflétt. Vegurinn um Kinn hefur verið opnaður fyrir almennri umferð og stefnir vegagerðin að því að ryðja aur af vegi í Útkinn í dag. Síðdegis verður haldinn stöðufundur með Veðurstofu Íslands og kannað hvort öruggt verði að aflétta rýmingu í Útkinn. Veðurspáin gerir ráð fyrir austanhvassviðri á fimmtudag og þá gæti rignt hressilega, sérstaklega á nyrðra svæðinu. Viðbragðsaðilar munu áfram fylgjast með veðurspánni og taka afstöðu til þess hvaða áhrif hún hefur á skriðuhættu.
Þingeyjarsveit Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Tengdar fréttir „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38 Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu. 5. október 2021 08:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17
Hættustig almannavarna áfram í gildi á Seyðisfirði Enn mælist hreyfing á flekanum sem liggur milli Búðarár á Seyðisfirði og skriðusársins frá desember 2020. Talsverðri úrkomu er spáð á svæðinu þegar nær dregur helgi og mun rýming því vara fram yfir helgi. 5. október 2021 12:38
Engar tilkynningar um skriður en áfram hreyfingar á mælum Enn hafa engar tilkynningar borist um aurskriður á Seyðisfirði, en áfram sýna mælar fram á hreyfingu í fjallinu. 5. október 2021 08:46