Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 14:02 Friðrik Jónsson Aðsend Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“ Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“
Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira