Borgarráð samþykkir stofnun Jafnlaunastofu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 18:54 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Vísir/Vilhelm Borgarráð samþykkti í dag einróma að setja á fót sjálfstæða starfseiningu á sviði jafnlaunamála. Starfseiningin ber heitið Jafnlaunastofa og verður einingin sameignarfélag í eigu Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hlutverk Jafnlaunastofu verður meðal annars að aðstoða sveitarfélög að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga, til dæmis með fræðslu og ráðgjöf. Gert er ráð fyrir því að verkefnastofa starfsmats flytjist yfir til Jafnlaunastofu en verkefnastofan sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Með tilfærslunni verði meðal annars stefnt að því að draga úr launamun en núverandi starfsmatskerfi nær aðeins til grunnlauna. Í bókun meirihluta borgarráðs segir að með stofnun Jafnlaunastofu gefist tækifæri til að sameina krafta Reykjavíkurborgar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Launamunur kynjanna hafi minnkað mikið á síðustu árum en að verkinu sé hvergi nærri lokið. Ef litið er til framtíðar megi hugsa sér „að Jafnlaunastofa verði þekkingarsetur jafnlaunamála sem styðji við framfylgd laga um launajafnrétti hér á landi,“ eins og segir í bókuninni. Þar sem fjárheimildir verða fluttar af mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar er ekki gert ráð fyrir auknum fjárheimildum vegna stofnunar Jafnlaunastofu. Jafnréttismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Hlutverk Jafnlaunastofu verður meðal annars að aðstoða sveitarfélög að uppfylla jafnlaunaákvæði jafnréttislaga, til dæmis með fræðslu og ráðgjöf. Gert er ráð fyrir því að verkefnastofa starfsmats flytjist yfir til Jafnlaunastofu en verkefnastofan sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Með tilfærslunni verði meðal annars stefnt að því að draga úr launamun en núverandi starfsmatskerfi nær aðeins til grunnlauna. Í bókun meirihluta borgarráðs segir að með stofnun Jafnlaunastofu gefist tækifæri til að sameina krafta Reykjavíkurborgar og Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Launamunur kynjanna hafi minnkað mikið á síðustu árum en að verkinu sé hvergi nærri lokið. Ef litið er til framtíðar megi hugsa sér „að Jafnlaunastofa verði þekkingarsetur jafnlaunamála sem styðji við framfylgd laga um launajafnrétti hér á landi,“ eins og segir í bókuninni. Þar sem fjárheimildir verða fluttar af mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkurborgar er ekki gert ráð fyrir auknum fjárheimildum vegna stofnunar Jafnlaunastofu.
Jafnréttismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira