Tunguhaft barna getur haft áhrif á fæðuinntöku og tal Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 14:00 Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Vísir/Vilhelm „Ég er talmeinafræðingur og hef verið að sérhæfa mig svolítið í fæðuinntökuvandamálum barna,“ segir Sonja Magnúsdóttir talmeinafræðingur. Hún segir að það ætti að skoða betur vara- og tunguhaft ungbarna hér á landi strax eftir fæðingu. Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem þeim getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tal. Sonja er með fræðslusíðuna Matur og munnur og sérhæfir sig í að aðstoða og fræða foreldra. Tunguhaft oft samnefnari Hún segir að undanfarin ár sé það algengt að börn sem hafa verið að koma til hennar í framburðarmat, vantar ákveðin málhljóð, séu líka með ákveðin vandamál í tengslum við fæðuinntöku eins og að vilja bara mjúkan mat eða brauð og helst ekki kjöt. „Þegar maður fer að skoða upp í munninn á barninu þá er samnefnarinn oft tunguhaft eða stíft tunguband sem við erum í rauninni öll með, en getur verið mismunandi í laginu og fest á mismunandi stöðum uppi í okkur.“ Hún fór að skoða þetta nánar og sótti sér fræðslu, meðal annars á ráðstefnum erlendis. Í kjölfarið stofnaði hún síðuna Matur og munnur til þess að deila þekkingu sinni. „Fólk er að leita til mín þegar það er búið að fá svör eins og „tunguhaftið hefur engin áhrif á brjóstagjöf“ eða „bíddu þangað til barnið fer að tala, þá kemur það betur í ljós.“ En það er bara alls ekki raunin, vegna þess að bandið er stíft undir tungunni þá hefur það áhrif á hreyfifærnina, sem skiptir máli þegar barnið er að drekka brjóst eða pela,“ útskýrir Sonja. Skiptar skoðanir Sonja segir að það ætti að skoða tungu- og varahaft barna mjög vel strax við fæðingu. „Það er hægt að vera með stíft band án þess að það sjáist.“ Það þurfi líka að skoða einkenni barns og móður, eins og þegar móðir með barn á brjósti fær sár á brjóst og þarf að nota mexíkanahatt í lengri tíma, lengur en sjö daga. Sonja segir að einkennin hjá barninu geti verið mismunandi. „Barnið getur verið mjög pirrað, það grætur mikið, sefur lítið, pirrað á brjóstinu, nær ekki góðu taki, það heyrast smellir, það ælir mikið.“ Í nýjasta þættinum af Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna.Kviknar/Þorleifur Kamban Einnig eru dæmi um að það leki mjólk úr munnviki barnsins af því að það nær ekki góðu innsigli. Einnig getur barn verið með sogblöðrur því tungan eða varirnar eru að erfiða of mikið þegar barnið drekkur. „Það eru margar skiptar skoðanir um þetta en ég veit að það sem skiptir máli er að taka mark á sögum mæðra sem að þessu snúa. Það eru mörg, mörg, mörg dæmi þess að þegar klippt hefur verið á vara- og/eða tunguhaft hjá börnum að brjósta- og pelagjöf gangi upp, að næring verði í lagi, að tal verði í lagi og þetta hefur svo víðtæk og svo mikil áhrif,“ útskýrir þáttastjórnandinn Andrea Eyland. „Þetta getur verið undirrót af alls konar sem við höldum að sé eitthvað annað en er síðan vara- og/eða tunguhaftið.“ Það var þess vegna sem hún ákvað að gera heilan þátt um þetta málefni. Í þættinum segir Sonja frá því hvernig vara- og tunguhaft og vandamál í tengslum við það geta lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir frá sinni reynslu. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Matur Börn og uppeldi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna og vandamál sem þeim getur fylgt við brjósta og pelagjöf, fæðuinntöku og tal. Sonja er með fræðslusíðuna Matur og munnur og sérhæfir sig í að aðstoða og fræða foreldra. Tunguhaft oft samnefnari Hún segir að undanfarin ár sé það algengt að börn sem hafa verið að koma til hennar í framburðarmat, vantar ákveðin málhljóð, séu líka með ákveðin vandamál í tengslum við fæðuinntöku eins og að vilja bara mjúkan mat eða brauð og helst ekki kjöt. „Þegar maður fer að skoða upp í munninn á barninu þá er samnefnarinn oft tunguhaft eða stíft tunguband sem við erum í rauninni öll með, en getur verið mismunandi í laginu og fest á mismunandi stöðum uppi í okkur.“ Hún fór að skoða þetta nánar og sótti sér fræðslu, meðal annars á ráðstefnum erlendis. Í kjölfarið stofnaði hún síðuna Matur og munnur til þess að deila þekkingu sinni. „Fólk er að leita til mín þegar það er búið að fá svör eins og „tunguhaftið hefur engin áhrif á brjóstagjöf“ eða „bíddu þangað til barnið fer að tala, þá kemur það betur í ljós.“ En það er bara alls ekki raunin, vegna þess að bandið er stíft undir tungunni þá hefur það áhrif á hreyfifærnina, sem skiptir máli þegar barnið er að drekka brjóst eða pela,“ útskýrir Sonja. Skiptar skoðanir Sonja segir að það ætti að skoða tungu- og varahaft barna mjög vel strax við fæðingu. „Það er hægt að vera með stíft band án þess að það sjáist.“ Það þurfi líka að skoða einkenni barns og móður, eins og þegar móðir með barn á brjósti fær sár á brjóst og þarf að nota mexíkanahatt í lengri tíma, lengur en sjö daga. Sonja segir að einkennin hjá barninu geti verið mismunandi. „Barnið getur verið mjög pirrað, það grætur mikið, sefur lítið, pirrað á brjóstinu, nær ekki góðu taki, það heyrast smellir, það ælir mikið.“ Í nýjasta þættinum af Kviknar er rætt um vara- og tunguhaft barna.Kviknar/Þorleifur Kamban Einnig eru dæmi um að það leki mjólk úr munnviki barnsins af því að það nær ekki góðu innsigli. Einnig getur barn verið með sogblöðrur því tungan eða varirnar eru að erfiða of mikið þegar barnið drekkur. „Það eru margar skiptar skoðanir um þetta en ég veit að það sem skiptir máli er að taka mark á sögum mæðra sem að þessu snúa. Það eru mörg, mörg, mörg dæmi þess að þegar klippt hefur verið á vara- og/eða tunguhaft hjá börnum að brjósta- og pelagjöf gangi upp, að næring verði í lagi, að tal verði í lagi og þetta hefur svo víðtæk og svo mikil áhrif,“ útskýrir þáttastjórnandinn Andrea Eyland. „Þetta getur verið undirrót af alls konar sem við höldum að sé eitthvað annað en er síðan vara- og/eða tunguhaftið.“ Það var þess vegna sem hún ákvað að gera heilan þátt um þetta málefni. Í þættinum segir Sonja frá því hvernig vara- og tunguhaft og vandamál í tengslum við það geta lýst sér og Kolbrún, móðir með reynslu af því að barn hennar var með tunguhaft, segir frá sinni reynslu. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Matur Börn og uppeldi Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira