„Ósjálfrátt hætti ég að anda í hvert skipti sem ég keyrði fram hjá“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 17:01 Elín Hulda Harðardóttir segir að hún eigi erfitt með að treysta öðrum strax. Ísland í dag „Ég tala við krakkana í bekknum bæði um persónulega reynslu mína og að þau verði að þekkja sín mörk,“ segir kennarinn Elín Hulda Harðardóttir frá Blönduósi. Þegar hún var 18 ára menntaskólanemi á Akureyri var henni nauðgað. Elín er 28 ára gömul í dag og starfar sem kennari áttunda bekkjar í Hagaskóla „Ég vil meiri kynfræðslu í Kennaraháskólann því kennarar eru ekki nógu vel upplýstir og eiga margir í erfiðleikum með að ræða við nemendur sína um þessi viðkvæmu mál.“ Sindri Sindrason í Ísland í dag fékk að heyra átakanlega sögu Elínar sem ræðir mjög svo opinskátt við sína nemendur. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Hætti að geta sofið Elínu var fyrst nauðgað í eftirpartýi þegar hún var í menntaskóla. „Hann náði einhvern veginn að láta mig trúa því að það væri eitthvað að mér, fyrir að segja nei,“ segir Elín sem upplifði þetta sem mikla þvingun og ekki alveg eins og ofbeldið og öskrin sem hún þekkti úr kvikmyndum. „Hann sagði bara að ég væri eins og smábarn þegar ég fór að gráta þegar hann lagðist á mig. Þannig að ég var rosalega rugluð lengi.“ Líðan hennar og skapgerð breyttist mikið og hún upplifði mikinn kvíða. „Ég hætti að geta sofið á nóttunni, svaf yfirleitt bara tvo eða þrjá klukkutíma.“ Upplifði mikla skömm Elín þurfti að keyra daglega fram hjá húsinu sem árásin átti sér stað í þar sem það var á leið hennar upp í hesthús. „Ósjálfrátt hætti ég að anda í hvert skipti sem ég keyrði fram hjá.“ Á endanum sagði hún systur sinni frá, sem sagði foreldrum þeirra frá þessu líka. Elín upplifði á þessum tíma mikla skömm og var að auki hrædd við viðbrögð fjölskyldu og vina. „Af því að mér fannst eins og ég hafi verið svo mikill hálfviti að fara í þetta eftirpartý, að þetta væri mér að kenna og ég hefði átt að sjá þetta fyrir eða reyna meira að berjast á móti. Mér fannst ég vera að valda foreldrum mínum svo miklum vonbrigðum, sem er náttúrulega fáránlegt.“ Hætt að hugsa um sig Elín fékk stuðning og hjálp en var samt ennþá mjög reið og brotnaði á einum tímapunkti niður í ræktinni. Hún endaði á að flytja til Danmerkur og vann um tíma á hestabúgarði. Þegar hún flutti aftur heim valdi hún að búa í Reykjavík. „Ég enda þá í mesta þunglyndi sem ég hef á ævinni lent í. Ég var hætt að borða, hætt að fara í sturtu og hugsa um mig. Þá leitaði ég til Stígamóta.“ Taldi niður frá fimm Árið 2014 var henni farið að líða miklu betur og var hún á mjög góðum stað. Um haustið varð hún fyrir annarri árás, þá frá einstakling sem hún þekkti vel og treysti og hafði verið samferða henni alla skólagönguna frá því í leikskóla. Þau voru svo góðir vinir að hún treysti honum fyrir því sem hún hafði þá gengið í gegnum. „Þau fóru heim saman sem vinir og halda áfram að tala saman og á meðan var hún í tölvunni og lét hann alveg vita að hún vildi ekkert,“ segir í umfjöllun Ísland í dag um atburðarrásina. Elín segir að vinurinn hafi þá sagt við hana „Ef þú leggst ekki við hliðina á mér þá lem ég þig. Svo taldi hann niður frá fimm og þegar hann var kominn niður í núll þá kýldi hann mig.“ Þúsund sinnum nei Elín segir að hún hafi reynt að tala við hann, án árangurs. Hún sagðist ekki vilja þetta. „Ég var búin að segja nei þúsund sinnum. Þá lamdi hann mig aftur.“ Í viðtalinu lýsir Elín því að á endanum hafi hún gefist upp. „Ég var ekki að fara að vinna þessa baráttu.“ Elín sagði að þegar vinur hennar var að fara hafi hún sagt honum að hún hataði hann og spurt hvernig hann hafi getað gert henni þetta. „Hann kyssti mig á kinnina og sagði sorry Elín, ég tek þetta á mig.“ Fólk skiptist í fylkingar Þessi erfiða reynsla gerði það að verkum að hún var aftur komin á núllpunkt. Nauðgunin átti sér stað á laugardagskvöldi en á mánudeginum átti hún bókaðan tíma hjá Stígamótum. Þar sagði hún frá og fór beint upp á Neyðarmóttöku Landspítalans. „Þar eru áverkarnir metnir og ég var með einhverja marbletti. Þá fæ ég samtal við sálfræðing og við réttargæslumann.“ Elín ákvað að kæra til lögreglu og við tók erfiður tími. „Ég vissi að ég myndi örugglega fá einhverja upp á móti mér og ég myndi örugglega missa vini því að í svona litlu samfélagi eins og fyrir norðan, þá fara margir í tvær fylkingar. Ég skil að fyrir þá sem þekkja okkur bæði er miklu auðveldara að trúa því að ég sé að ljúga heldur en að hann geti gert vinkonu sinni þetta.“ Mikilvægt að auka þekkingu kennara Kæruferlið tók þrettán mánuði og var hún á þeim tíma meðal annars spurð hversu full hún hefði verið, hverju hún hefði klæðst og fleira í þeim dúr. Málið varð ekki að ákæru, henni var sagt að þetta væri í raun orð gegn orði. Hún byrjaði að vinna í sér aftur og fór í nám í kennaraháskólanum þar sem hún sá að það vantaði áfanga þar um ýmislegt mikilvægt. „Hvað á maður að gera ef nemandi kemur til mans og opnar sig um kynferðisofbeldi?“ Hún telur að Kennaraháskólinn ætti að kenna meiri kynfræðslu og auka þannig þekkingu verðandi kennara á þessum málaflokki. Elín segir að í dag sé kynfræðsla í grunnskólum með áherslu á getnað og sjúkdóma en ætti að vera meira um að setja mörk og ofbeldi í nánum samböndum. Sjálf er hún lengi að byrja að treysta öðrum vegna eigin erfiðu reynslu. Hún er sífellt hrædd við að vera í myrkri, vera ein og einnig er hún hrædd um að hitta gerandann. „Áfallastreituröskunin sem ég þarf að lifa með á hverjum degi er alveg að hamla mér stundum í kennslu.“ Ísland í dag Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Elín er 28 ára gömul í dag og starfar sem kennari áttunda bekkjar í Hagaskóla „Ég vil meiri kynfræðslu í Kennaraháskólann því kennarar eru ekki nógu vel upplýstir og eiga margir í erfiðleikum með að ræða við nemendur sína um þessi viðkvæmu mál.“ Sindri Sindrason í Ísland í dag fékk að heyra átakanlega sögu Elínar sem ræðir mjög svo opinskátt við sína nemendur. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Hætti að geta sofið Elínu var fyrst nauðgað í eftirpartýi þegar hún var í menntaskóla. „Hann náði einhvern veginn að láta mig trúa því að það væri eitthvað að mér, fyrir að segja nei,“ segir Elín sem upplifði þetta sem mikla þvingun og ekki alveg eins og ofbeldið og öskrin sem hún þekkti úr kvikmyndum. „Hann sagði bara að ég væri eins og smábarn þegar ég fór að gráta þegar hann lagðist á mig. Þannig að ég var rosalega rugluð lengi.“ Líðan hennar og skapgerð breyttist mikið og hún upplifði mikinn kvíða. „Ég hætti að geta sofið á nóttunni, svaf yfirleitt bara tvo eða þrjá klukkutíma.“ Upplifði mikla skömm Elín þurfti að keyra daglega fram hjá húsinu sem árásin átti sér stað í þar sem það var á leið hennar upp í hesthús. „Ósjálfrátt hætti ég að anda í hvert skipti sem ég keyrði fram hjá.“ Á endanum sagði hún systur sinni frá, sem sagði foreldrum þeirra frá þessu líka. Elín upplifði á þessum tíma mikla skömm og var að auki hrædd við viðbrögð fjölskyldu og vina. „Af því að mér fannst eins og ég hafi verið svo mikill hálfviti að fara í þetta eftirpartý, að þetta væri mér að kenna og ég hefði átt að sjá þetta fyrir eða reyna meira að berjast á móti. Mér fannst ég vera að valda foreldrum mínum svo miklum vonbrigðum, sem er náttúrulega fáránlegt.“ Hætt að hugsa um sig Elín fékk stuðning og hjálp en var samt ennþá mjög reið og brotnaði á einum tímapunkti niður í ræktinni. Hún endaði á að flytja til Danmerkur og vann um tíma á hestabúgarði. Þegar hún flutti aftur heim valdi hún að búa í Reykjavík. „Ég enda þá í mesta þunglyndi sem ég hef á ævinni lent í. Ég var hætt að borða, hætt að fara í sturtu og hugsa um mig. Þá leitaði ég til Stígamóta.“ Taldi niður frá fimm Árið 2014 var henni farið að líða miklu betur og var hún á mjög góðum stað. Um haustið varð hún fyrir annarri árás, þá frá einstakling sem hún þekkti vel og treysti og hafði verið samferða henni alla skólagönguna frá því í leikskóla. Þau voru svo góðir vinir að hún treysti honum fyrir því sem hún hafði þá gengið í gegnum. „Þau fóru heim saman sem vinir og halda áfram að tala saman og á meðan var hún í tölvunni og lét hann alveg vita að hún vildi ekkert,“ segir í umfjöllun Ísland í dag um atburðarrásina. Elín segir að vinurinn hafi þá sagt við hana „Ef þú leggst ekki við hliðina á mér þá lem ég þig. Svo taldi hann niður frá fimm og þegar hann var kominn niður í núll þá kýldi hann mig.“ Þúsund sinnum nei Elín segir að hún hafi reynt að tala við hann, án árangurs. Hún sagðist ekki vilja þetta. „Ég var búin að segja nei þúsund sinnum. Þá lamdi hann mig aftur.“ Í viðtalinu lýsir Elín því að á endanum hafi hún gefist upp. „Ég var ekki að fara að vinna þessa baráttu.“ Elín sagði að þegar vinur hennar var að fara hafi hún sagt honum að hún hataði hann og spurt hvernig hann hafi getað gert henni þetta. „Hann kyssti mig á kinnina og sagði sorry Elín, ég tek þetta á mig.“ Fólk skiptist í fylkingar Þessi erfiða reynsla gerði það að verkum að hún var aftur komin á núllpunkt. Nauðgunin átti sér stað á laugardagskvöldi en á mánudeginum átti hún bókaðan tíma hjá Stígamótum. Þar sagði hún frá og fór beint upp á Neyðarmóttöku Landspítalans. „Þar eru áverkarnir metnir og ég var með einhverja marbletti. Þá fæ ég samtal við sálfræðing og við réttargæslumann.“ Elín ákvað að kæra til lögreglu og við tók erfiður tími. „Ég vissi að ég myndi örugglega fá einhverja upp á móti mér og ég myndi örugglega missa vini því að í svona litlu samfélagi eins og fyrir norðan, þá fara margir í tvær fylkingar. Ég skil að fyrir þá sem þekkja okkur bæði er miklu auðveldara að trúa því að ég sé að ljúga heldur en að hann geti gert vinkonu sinni þetta.“ Mikilvægt að auka þekkingu kennara Kæruferlið tók þrettán mánuði og var hún á þeim tíma meðal annars spurð hversu full hún hefði verið, hverju hún hefði klæðst og fleira í þeim dúr. Málið varð ekki að ákæru, henni var sagt að þetta væri í raun orð gegn orði. Hún byrjaði að vinna í sér aftur og fór í nám í kennaraháskólanum þar sem hún sá að það vantaði áfanga þar um ýmislegt mikilvægt. „Hvað á maður að gera ef nemandi kemur til mans og opnar sig um kynferðisofbeldi?“ Hún telur að Kennaraháskólinn ætti að kenna meiri kynfræðslu og auka þannig þekkingu verðandi kennara á þessum málaflokki. Elín segir að í dag sé kynfræðsla í grunnskólum með áherslu á getnað og sjúkdóma en ætti að vera meira um að setja mörk og ofbeldi í nánum samböndum. Sjálf er hún lengi að byrja að treysta öðrum vegna eigin erfiðu reynslu. Hún er sífellt hrædd við að vera í myrkri, vera ein og einnig er hún hrædd um að hitta gerandann. „Áfallastreituröskunin sem ég þarf að lifa með á hverjum degi er alveg að hamla mér stundum í kennslu.“
Ísland í dag Ofbeldi gegn börnum Grunnskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Stórt skref að segja bæði upp vinnunni og taka áhættuna Ingi Torfi Sverrisson og unnusta hans Linda Rakel Jónsdóttir tóku u-beygju í lífinu þegar þau sögðu upp öruggum störfum og stofnuðu eigið fyrirtæki. 29. september 2021 12:31