Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 17:11 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Samsett Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira