„Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 08:23 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á kjörstað. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það hvorki sína pólitík né pólitík Framsóknarflokksins, að setja fram kröfur og hóta því að ganga frá borði ef þær eru ekki uppfylltar. Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun. Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Formaðurinn ræddi við þáttastjórnendur í Bítinu á Bylgunni í morgun, þar sem hann var ítrekað spurður að því hvort hann myndi gera kröfu um forsætisráðuneytið í ljósi þess að flokkurinn vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum og bætti við sig fimm mönnum. Sigurður Ingi sagði ekkert launungarmál að fylgisaukning Framsóknarflokksins hefði gert það að verkum að ríkisstjórnin stæði á styrkum fótum. Þá hefðu menn áhrif með því að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn og fara með „öflug“ ráðuneyti. Hann sagðist myndu standa við yfirlýsingar sem gefnar voru út í aðdraganda kosninganna um að byrja á því að reyna að ná saman við hina stjórnarflokkana. Þá byrjaði maður ekki á að panta eitthvað og hóta því að vera ekki með ef maður fengi sínu ekki framgengt. „Það er ekki mín pólitík og það er ekki pólitík Framsóknar,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagðist hlakka til að hitta nýja og öflugan þingflokk í dag. „Og við kannski tökum samtalið,“ sagði hann. Ljóst væri að úti í samfélaginu og innan flokksins væru alls konar hugmyndir uppi og vissulega væri það eðlilegt að þeir sem hefðu staðið sig vel nytu þess. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi ekki eiga von á því að viðræður stjórnarflokkanna tækju langan tíma; þeir hefðu unnið lengi saman og að ýmsum málum og vissu hvaða mál stæðu útaf. Óformleg samtöl hefðu átt sér stað og þau myndu líklega ræða eitthvað saman í dag og á morgun.
Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Bítið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira