Ríkisstjórnin heldur og situr líklega áfram: „Eðlilegast að við setjumst niður saman“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 11:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hann segir árangur flokksins nú í þessum kosningum meðal annars byggjast á því að hann sé maður orða sinna. Og hann hefur sagt að eðlilegast væri, ef stjórnin héldi velli, að stjórnarflokkarnir settust niður með það fyrir augum að leggja drög að áframhaldandi samstarfi. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, sem er sigurvegari kosninganna, segist maður orða sinna. Og hann hafi sagt að ef stjórnin héldi væri eðlilegast að þau sem að henni standi tali saman. Flest bendir nú til að ríkisstjórnarsamstarfið haldi. Sigurður Ingi var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi sem nú er í beinni útsendingu á Vísi. Hann var þar ásamt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar. Þáttastjórnandi reyndi að fá þá til að tjá sig um hvað verði nú eftir að niðurstaða kosninganna liggur fyrir, hvað varðar stjórnarmynstur. „Ég skal ekki segja um það. Ég ætla að leyfa mér að gleðjast framan af degi. En eitt af því sem gerir að við erum að ná þessum sigri heim í dag og nótt er að ég er vanur að standa við það sem ég segi. Ég sagði að ef ríkisstjórnin héldi væri eðlilegasti hluti að við þar settumst niður. Auðvitað er ekki sama hlutfall milli flokka en það samtal er milli okkar þriggja.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að þeir flokkar sem hafa verið í stjórnarandstöðu; Samfylking, Píratar og Viðreisn, þurfi að fara í innri skoðun.Vísir/vilhelm Kristján benti Sigurði Inga á að þetta væri ekki þeirra einkamál, um væri að ræða ríkisstjórn þjóðarinnar en formaður Framsóknarflokksins sagði að þetta riði eftir sem áður á því hvernig þeim tækist að skrúfa þetta saman. Stjórnarandstaðan verður að skoða sinn gang Logi sagði klárt að stjórnarandstaðan hafi ætlað sér meira. En fólk kaus það sem það hafði. Þjóð sem hafði búið við samkomutakmarkanir í eitt og hálft ár og baráttu við veiru vildi hafa hlutina eins og þeir voru. „Áberandi að þessir flokkar á miðjunni eru ekki að ná í gegn, flokkar sem hafa talað fyrir verulegum breytingum. Svo er framhaldssagan einhvern veginn á þá leið að félagshyggjuöflin í landinu þurfa að velta því fyrir sér hvernig þetta á að vera í framtíðinni. Svo það séu einhver átök og umræða um leiðir.“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist hafa notfært sér skoðanakannanir til að undirstrika að þetta væru valkostirnir: Ríkisstjórnin áfram eða stjórnarandstaðan.Vísir/Vilhelm Bjarni, spurður um hvað hafi gerst á síðustu dögum, þegar kannanir sýndu allt annað. Stjórnina fallna og Sósíalista inni? Bjarni sagðist hugsi með kannanir en þeim beri að taka sem slíkum. Og þær hafi líklega hjálpað stjórnarflokkunum. Kannanir hjálpuðu stjórnarflokkunum „Þær hjálpuðu til við að draga fram þessa valkosti. Ég eyddi síðustu dögum í að benda á að það væri að teiknast upp staða. Að ekki bæri að kollvarpa ástandinu og mér sýnist það hafa hlotið hljómgrunn,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann það hafa verið sárt að vaka lengi og bíða eftir tölum. „Og vona og vona að allt fari á bestu leið en missa stórlax í löndun, Brynjar Níelsson, sem datt út í síðustu tölum.“ Sjálfstæðisflokkurinn er annars að halda sínu vel og þetta hafi verið spennandi kosninganótt. En niðurstaðan er skýr: „Ég var ófeiminn við að segja það fyrir fram að mér þætti eðlilegt að flokkar sem hafa starfað saman í fjögur ár myndu láta reyna á áframhaldandi samstarf og smám saman varð þetta kosning um stjórnina eða ekki.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar er farið vandlega yfir stöðuna: Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 „Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26. september 2021 09:40 Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Sigurður Ingi var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi sem nú er í beinni útsendingu á Vísi. Hann var þar ásamt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins og Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar. Þáttastjórnandi reyndi að fá þá til að tjá sig um hvað verði nú eftir að niðurstaða kosninganna liggur fyrir, hvað varðar stjórnarmynstur. „Ég skal ekki segja um það. Ég ætla að leyfa mér að gleðjast framan af degi. En eitt af því sem gerir að við erum að ná þessum sigri heim í dag og nótt er að ég er vanur að standa við það sem ég segi. Ég sagði að ef ríkisstjórnin héldi væri eðlilegasti hluti að við þar settumst niður. Auðvitað er ekki sama hlutfall milli flokka en það samtal er milli okkar þriggja.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ljóst að þeir flokkar sem hafa verið í stjórnarandstöðu; Samfylking, Píratar og Viðreisn, þurfi að fara í innri skoðun.Vísir/vilhelm Kristján benti Sigurði Inga á að þetta væri ekki þeirra einkamál, um væri að ræða ríkisstjórn þjóðarinnar en formaður Framsóknarflokksins sagði að þetta riði eftir sem áður á því hvernig þeim tækist að skrúfa þetta saman. Stjórnarandstaðan verður að skoða sinn gang Logi sagði klárt að stjórnarandstaðan hafi ætlað sér meira. En fólk kaus það sem það hafði. Þjóð sem hafði búið við samkomutakmarkanir í eitt og hálft ár og baráttu við veiru vildi hafa hlutina eins og þeir voru. „Áberandi að þessir flokkar á miðjunni eru ekki að ná í gegn, flokkar sem hafa talað fyrir verulegum breytingum. Svo er framhaldssagan einhvern veginn á þá leið að félagshyggjuöflin í landinu þurfa að velta því fyrir sér hvernig þetta á að vera í framtíðinni. Svo það séu einhver átök og umræða um leiðir.“ Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagðist hafa notfært sér skoðanakannanir til að undirstrika að þetta væru valkostirnir: Ríkisstjórnin áfram eða stjórnarandstaðan.Vísir/Vilhelm Bjarni, spurður um hvað hafi gerst á síðustu dögum, þegar kannanir sýndu allt annað. Stjórnina fallna og Sósíalista inni? Bjarni sagðist hugsi með kannanir en þeim beri að taka sem slíkum. Og þær hafi líklega hjálpað stjórnarflokkunum. Kannanir hjálpuðu stjórnarflokkunum „Þær hjálpuðu til við að draga fram þessa valkosti. Ég eyddi síðustu dögum í að benda á að það væri að teiknast upp staða. Að ekki bæri að kollvarpa ástandinu og mér sýnist það hafa hlotið hljómgrunn,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann það hafa verið sárt að vaka lengi og bíða eftir tölum. „Og vona og vona að allt fari á bestu leið en missa stórlax í löndun, Brynjar Níelsson, sem datt út í síðustu tölum.“ Sjálfstæðisflokkurinn er annars að halda sínu vel og þetta hafi verið spennandi kosninganótt. En niðurstaðan er skýr: „Ég var ófeiminn við að segja það fyrir fram að mér þætti eðlilegt að flokkar sem hafa starfað saman í fjögur ár myndu láta reyna á áframhaldandi samstarf og smám saman varð þetta kosning um stjórnina eða ekki.“ Sprengisandur er í beinni útsendingu á Vísi og þar er farið vandlega yfir stöðuna:
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15 „Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26. september 2021 09:40 Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Bein útsending: Formennirnir mæta á Sprengisand Spennandi kosninganótt er að baki og fram undan áhugaverður dagur með viðræðum forystufólks flokkanna sem eðli máls samkvæmt er missátt við niðurstöðurnar í Alþingiskosningunum. 26. september 2021 09:15
„Já, fínt“ Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrverandi Alþingismaður er dottinn út af þingi þrátt fyrir að hans lið, Sjálfstæðisflokkurinn, teljist meðal óvíræðra sigurvegara kosninganna. 26. september 2021 09:40
Inga Sæland gat ekki sofið fyrir brosi Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir sigur síns flokks ekki hafa komið sér á óvart. 26. september 2021 10:31