Plastlaus september: Endurvinnsla vel raunhæf á Íslandi Plastlaus september 24. september 2021 10:54 Pure North Recycling hlaut Bláskelina í ár. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Börkur Smári Kristinsson, rannsóknar- og þróunarstjóri hjá Pure North og Sigríður Ingvarsdóttir, fyrrverandi forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umhverfis- og auðlindaráðuneyti Pure North Recycling er eina endurvinnslufyrirtækið á Íslandi og getur tekið við öllu filmuplasti sem fellur til á landinu. Pure North Recycling hlaut Bláskelina í ár, viðurkenningu auðlinda- og umhverfisráðuneytis. Bláskelin er veitt fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Pure North Recycling tekur á móti plastúrgangi til endurvinnslu og knýr starfsemi sína með jarðvarma. „Við erum eina endurvinnslufyrirtækið á Íslandi og munum framleiða um þúsund tonn af hreinu, endurunnu plasthráefni á þessu ári, sem er hundrað prósent aukning milli ára.“, útskýrir Börkur Smári Kristinsson, rannsókna- og þróunarstjóri Pure North Recycling. Fyrirtækið var sett á laggirnar árið 2015 og segir Börkur mikla þróunarvinnu hafa átt sér stað fyrstu árin. Í dag getur Pure North Recycling tekið við öllu filmuplasti sem til fellur á landinu og hafin er þróunarvinna á framleiðslu á eigin vörulínu úr endurunni plasti. „Fyrstu fjögur árin fór fram þróun og prófanir á búnaði og endurvinnsluferlinu í heild. Laga- og reglugerðarumhverfið var ekki tilbúið fyrir fyrirtæki sem er að búa til nýjar leiðir og nýja þjónustu í úrgangsmálum og úrgangsstjórnun og aðlaga þurfti kerfið svo hægt sé að endurvinna á Íslandi yfir höfuð. „Lögð hefur verið áhersla á að senda úrgang erlendis til endurvinnslu og við höfum þurft að ýta á breytingar. Það hefur tekist að miklu leiti og þess vegna er þessi viðurkenning, Bláskelin, stór rós í hnappagatið. Það hefur verið reynt áður að endurvinna hérlendis en ekki tekist til fulls svo við erum að vinna brautryðjendastarf,“ segir Börkur. „Grunnvinnan skilaði sér og fyrir tveimur árum vorum við farin að afkasta almennilegu magni af hreinu endurunnu efni og tæknilega getum við nú tekið við öllu heyrúlluplasti og strekkiplasti utan af vörubrettum sem til fellur á Íslandi. Við endurvinnum margar tegundir plasts og hráefnið frá okkur er notað í mismunandi vörur. Þá erum við að prófa okkur áfram með eigin framleiðslu, girðingastaura og steyptar einingar sem hægt væri að nýta eins og pallatimbur, saga niður og smíða úr. Þessi verkefni eru stutt á veg komin en við munum setja kraft í það í vetur og á næsta ári.“ „Þetta sýnir okkur að við þurfum ekki að senda allt utan til endurvinnslu. Endurvinnsla er bara iðnaður eins og hrávöruiðnaður, við gætum til dæmis verið að endurvinna ál hér á landi en tuttugu sinnum minni orku þarf í að endurvinna 1 tonn af áli en að framleiða 1 tonn af áli. „Við hjá Pure North Recycling höfum bent á að okkar aðferð og aðstæður hérlendis, þ.e endurnýjanleg orka, gufan, hitinn og rafmagnið, gera okkur kleift að endurvinna í sátt við umhverfið. Frá okkur er engin losun, nema frá einum lyftara. Í samanburði við endurvinnslu erlendis erum við töluvert umhverfisvænni og með lægra kolefnisspor á hvert tonn af endurvinnslu. Þó við séum að byrja á plastinu núna þá held ég að það séu tækifæri víða til að gera betur,“ segir Börkur. Beinir kastljósinu að því sem vel er gert Bláskelin er hluti af árvekniátakinu Plastlaus september, sem farið hefur fram árlega frá árinu 2017. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina. Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, formaður átaksins segir það skila miklum árangri. Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir formaður Plastlauss september segir eftirtektarvert að aðilarnir í úrslitahópnum vinni allir á plastvandanum á ólíkan hátt, endurvinnsla, uppvinnsla, þróun nýrra umbúða og breyting á umbúðum.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti „Það er mikill munur á viðhorfi almennings í dag og frá því við fórum af stað og margt hefur gerst bæði í löggjöf og í vöruframboði. Fyrir fimm árum fékkst ekki sjampóstykki hérlendis heldur þurfti að panta allt slíkt frá útlöndum. Nú spretta upp verslanir með umbúðalausar lausnir, snyrti- og hreinlætisvörur. Þar hafa neytendur áhrif því þegar fólk fór að kaupa bambustannbursta brugðust stóru fyrirtækin við og fóru líka að framleiða þá. „Neytendur eru einnig meðvitaðir um grænþvott og stjórnendur gera sér grein fyrir því. Það eru tekin stór skref í rétta átt. Bláskelin beinir kastljósinu að því sem vel er gert hér á landi og það er frábært að verið sé að endurvinna plast á Íslandi,“ segir Kolbrún. Í ár barst metfjöldi tilnefninga til Bláskeljarinnar en sautján aðilar voru tilnefndir og fjórir komust í úrslitahóp. Auk Pure North Recycling komust í úrslit, Bambahús, Hemp Pack og Te & Kaffi. Bambahús eru gróðurhús sem búin eru til úr efnum sem annars hefði verið hent og Hemp Pack er líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun ætss lífplats. Te & Kaffi hlaut tilnefningu fyrir að hafa skipt ál- og plastumbúðum út fyrir umbúðir úr plöntusterkju og trefjum. Kolbrún segir að það sé eftirtektarvert að aðilarnir í úrslitahópnum sé allir að vinna á plastvandanum á ólíkan hátt, endurvinnsla, uppvinnsla, þróun nýrra umbúða og breyting á umbúðum. „Það þarf einmitt fjölbreyttar lausnir til að vinna á plastvandanum“ segir Kolbrún. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að gera frábæra hluti og hve mikil gerjun er í gangi í umhverfismálum. Ísland er pínulítið land en allar aðgerðir skipta máli. Te og Kaffi spara til að mynda 17 tonn af plasti á ári með því að skipta yfir í umhverfisvænar umbúðir. Það munar um minna,“ segir Kolbrún. Nánar má kynna sér árvekniátakið Plastlaus september hér og nánar um Bláskelina hér. Loftslagsmál Umhverfismál Nýsköpun Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Pure North Recycling hlaut Bláskelina í ár, viðurkenningu auðlinda- og umhverfisráðuneytis. Bláskelin er veitt fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Pure North Recycling tekur á móti plastúrgangi til endurvinnslu og knýr starfsemi sína með jarðvarma. „Við erum eina endurvinnslufyrirtækið á Íslandi og munum framleiða um þúsund tonn af hreinu, endurunnu plasthráefni á þessu ári, sem er hundrað prósent aukning milli ára.“, útskýrir Börkur Smári Kristinsson, rannsókna- og þróunarstjóri Pure North Recycling. Fyrirtækið var sett á laggirnar árið 2015 og segir Börkur mikla þróunarvinnu hafa átt sér stað fyrstu árin. Í dag getur Pure North Recycling tekið við öllu filmuplasti sem til fellur á landinu og hafin er þróunarvinna á framleiðslu á eigin vörulínu úr endurunni plasti. „Fyrstu fjögur árin fór fram þróun og prófanir á búnaði og endurvinnsluferlinu í heild. Laga- og reglugerðarumhverfið var ekki tilbúið fyrir fyrirtæki sem er að búa til nýjar leiðir og nýja þjónustu í úrgangsmálum og úrgangsstjórnun og aðlaga þurfti kerfið svo hægt sé að endurvinna á Íslandi yfir höfuð. „Lögð hefur verið áhersla á að senda úrgang erlendis til endurvinnslu og við höfum þurft að ýta á breytingar. Það hefur tekist að miklu leiti og þess vegna er þessi viðurkenning, Bláskelin, stór rós í hnappagatið. Það hefur verið reynt áður að endurvinna hérlendis en ekki tekist til fulls svo við erum að vinna brautryðjendastarf,“ segir Börkur. „Grunnvinnan skilaði sér og fyrir tveimur árum vorum við farin að afkasta almennilegu magni af hreinu endurunnu efni og tæknilega getum við nú tekið við öllu heyrúlluplasti og strekkiplasti utan af vörubrettum sem til fellur á Íslandi. Við endurvinnum margar tegundir plasts og hráefnið frá okkur er notað í mismunandi vörur. Þá erum við að prófa okkur áfram með eigin framleiðslu, girðingastaura og steyptar einingar sem hægt væri að nýta eins og pallatimbur, saga niður og smíða úr. Þessi verkefni eru stutt á veg komin en við munum setja kraft í það í vetur og á næsta ári.“ „Þetta sýnir okkur að við þurfum ekki að senda allt utan til endurvinnslu. Endurvinnsla er bara iðnaður eins og hrávöruiðnaður, við gætum til dæmis verið að endurvinna ál hér á landi en tuttugu sinnum minni orku þarf í að endurvinna 1 tonn af áli en að framleiða 1 tonn af áli. „Við hjá Pure North Recycling höfum bent á að okkar aðferð og aðstæður hérlendis, þ.e endurnýjanleg orka, gufan, hitinn og rafmagnið, gera okkur kleift að endurvinna í sátt við umhverfið. Frá okkur er engin losun, nema frá einum lyftara. Í samanburði við endurvinnslu erlendis erum við töluvert umhverfisvænni og með lægra kolefnisspor á hvert tonn af endurvinnslu. Þó við séum að byrja á plastinu núna þá held ég að það séu tækifæri víða til að gera betur,“ segir Börkur. Beinir kastljósinu að því sem vel er gert Bláskelin er hluti af árvekniátakinu Plastlaus september, sem farið hefur fram árlega frá árinu 2017. Átakinu er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina. Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, formaður átaksins segir það skila miklum árangri. Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir formaður Plastlauss september segir eftirtektarvert að aðilarnir í úrslitahópnum vinni allir á plastvandanum á ólíkan hátt, endurvinnsla, uppvinnsla, þróun nýrra umbúða og breyting á umbúðum.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti „Það er mikill munur á viðhorfi almennings í dag og frá því við fórum af stað og margt hefur gerst bæði í löggjöf og í vöruframboði. Fyrir fimm árum fékkst ekki sjampóstykki hérlendis heldur þurfti að panta allt slíkt frá útlöndum. Nú spretta upp verslanir með umbúðalausar lausnir, snyrti- og hreinlætisvörur. Þar hafa neytendur áhrif því þegar fólk fór að kaupa bambustannbursta brugðust stóru fyrirtækin við og fóru líka að framleiða þá. „Neytendur eru einnig meðvitaðir um grænþvott og stjórnendur gera sér grein fyrir því. Það eru tekin stór skref í rétta átt. Bláskelin beinir kastljósinu að því sem vel er gert hér á landi og það er frábært að verið sé að endurvinna plast á Íslandi,“ segir Kolbrún. Í ár barst metfjöldi tilnefninga til Bláskeljarinnar en sautján aðilar voru tilnefndir og fjórir komust í úrslitahóp. Auk Pure North Recycling komust í úrslit, Bambahús, Hemp Pack og Te & Kaffi. Bambahús eru gróðurhús sem búin eru til úr efnum sem annars hefði verið hent og Hemp Pack er líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun ætss lífplats. Te & Kaffi hlaut tilnefningu fyrir að hafa skipt ál- og plastumbúðum út fyrir umbúðir úr plöntusterkju og trefjum. Kolbrún segir að það sé eftirtektarvert að aðilarnir í úrslitahópnum sé allir að vinna á plastvandanum á ólíkan hátt, endurvinnsla, uppvinnsla, þróun nýrra umbúða og breyting á umbúðum. „Það þarf einmitt fjölbreyttar lausnir til að vinna á plastvandanum“ segir Kolbrún. „Það er gaman að sjá hvað fólk er að gera frábæra hluti og hve mikil gerjun er í gangi í umhverfismálum. Ísland er pínulítið land en allar aðgerðir skipta máli. Te og Kaffi spara til að mynda 17 tonn af plasti á ári með því að skipta yfir í umhverfisvænar umbúðir. Það munar um minna,“ segir Kolbrún. Nánar má kynna sér árvekniátakið Plastlaus september hér og nánar um Bláskelina hér.
Loftslagsmál Umhverfismál Nýsköpun Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira