„Lögregla sleppir framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2021 17:25 Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada, gagnrýndi harðlega skýrslu og greinargerð lögrelgu í Rauðagerðismálinu fyrir héraðsdómi í dag. Vísir Lögmaður Murats Selivrada, sem er einn ákærðu í Rauðagerðismálinu svokallaða, gagnrýndi harðlega skýrslu lögreglu í málinu. Hvergi hafi komið fram í niðurstöðukafla skýrslunnar að Angjelin Sterkaj hafi gengist við því að hafa fyrirskipað Claudiu Sofiu Coelho Carvalho að vakta bifreiðar í eigu Armandos Beqirai kvöldið sem hann var skotinn til bana. Þetta kom fram í málflutningi Geirs Gestssonar, lögmanns Murats, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðalmeðferð málsins er nú lokið og dóms beðið, sem vænta má á næstu vikum. Angjelin Sterkaj er ákærður í málinu fyrir að hafa skotið Armando til bana fyrir utan heimili hans að Rauðagerði 28 þann 13. febrúar síðastliðinn. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn og sagði lögmaður hans í málflutningi í dag að manndrápið hafi verið Angjelin hafi gripið til þess örþrifaráðs eftir að hann og fjölskylda hans hafi þurft að sæta líflátshótunum frá Armando. Jafnframt eru Claudia, Murat og Shpetim Qerimi ákærð í málinu, hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. „Engin lagaheimild“ fyrir greinargerðinni Lögmaður Murats gerði alvarlegar athugasemdir við skýrslu lögreglu sem lögð var fyrir í málinu. Þar hafi meðal annars verið að finna lögfræðilega umfjöllun, þar sem fjallað sé um skilyrði samverknaðar í refsirétti, lögfræðilegar kenningar um verkskiptaaðild og staðhæfingar um að ýmis brot hafi átt sér stað að mati Geirs. „Ákæruvaldið velur að leggja fram greinargerð lögreglu, sem engin lagaheimild er fyrir og í greinagerðiinni er öllu sleppt sem gæti leitt til sýknu Murats. Ákæruvald og lögregla freista þarna til dómstóla að byggja dóminn á greinargerðinni,“ sagði Geir í málflutningi sínum. Hann sagði þó alvarlegast að í niðurstöðukafla skýrslu lögreglu hafi hvergi komið fram framburður Angjelins og Claudiu úr síðustu skýrslutöku þeirra hjá lögreglu. Bæði greindu þau þar frá því að það hafi verið Angjelin, sem hafi gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin „hi sexy“ í síma Shpetims þegar bifreið í eigu Armandos væri keyrt frá Rauðarárstíg 31, þar sem Armando hafði stutta viðkomu áður en hann fór heim til sín þetta kvöld. „Þessi lokaframburður er lagður til grundvallar í flestu öðru í málinu en þessu sleppt þegar kemur að Murat. Af hverju var þessu sérstaklega sleppt, þessu sem hefði getað sannað sakleysi Murats?“ Angjelin og Claudia bæði staðfest að Murat hafi ekki gefið fyrirmælin Murat er ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og lagt var í porti við Rauðarárstíg 31 í Reykjavík. Hann hafi þá gefið henni fyrirmæli, samkvæmt ákærunni, að fylgjast með bílunum og senda fyrir fram ákveðin skilaboð (hi sexy) í gegn um messenger á Shpetim, þegar hreyfing yrði á annarri hvorri bifreiðinni. Fram komi í máli lögmannsins að Murat hafi aldrei sýnt Claudiu Volvo-inn í eigu Armandos. Þá hafi hvít sendibifreið, sem hún hafi einnig átt að fylgjast með, ekki verið í eigu Armandos og hann hafi ekki haft af henni afnot. „Angjelin og Claudia hafa bæði staðfest að fyrirmælin hafi komið frá Angjelin um að hún ætti að fylgjast með bílnum,“ sagði Geir. „Afskaplega alvarlegt brot lögreglu og ákæruvalds“ Fram kom í andsvari Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, í dag að fram hafi komið í upphafi skýrslu lögreglu að Angjelin hafi í skýrslutöku sagst hafa fyrirskipað Claudiu að senda skilaboðin. Geir segir það ekki nóg. Hvergi hafi það komið fram að Claudia hafi sagt slíkt hið sama og framburðir þeirra um þetta hafi ekki komið fram í niðurstöðukafla skýrslu lögreglu. „Þetta er afskaplega alvarlegt brot lögreglu og ákæruvalds í sakamáli. Murat er í viðkvæmri stöðu, hann sætir ákæru í erlendu ríki. Hann talar ekki íslensku, hann fær ákæru málsins þýdda en gögnin eru umfangsmikil og nær alfarið á íslensku. Refsingin er allt að lífstíðarfangelsi. Þrátt fyrir það sleppir lögregla framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi. Það er erfitt að ímynda sér alvarlegri brot gegn manni í viðkvæmri stöðu,“ sagði Geir. „Þetta er ófyrirgefanlegt. Hvað myndum við segja ef Íslendingur, sem væri staddur í Albaníu, myndi sæta ákæru fyrir manndráp og upp kæmist að albanska lögreglan hafi undanskilið framburð í skýrslu sem hreinsaði manninn af sök. Þar myndum við segja að Albanía væri ekki réttarríki.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bótakröfur upp á tugi milljóna í Rauðagerðismálinu Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. 23. september 2021 11:18 Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þetta kom fram í málflutningi Geirs Gestssonar, lögmanns Murats, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðalmeðferð málsins er nú lokið og dóms beðið, sem vænta má á næstu vikum. Angjelin Sterkaj er ákærður í málinu fyrir að hafa skotið Armando til bana fyrir utan heimili hans að Rauðagerði 28 þann 13. febrúar síðastliðinn. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn og sagði lögmaður hans í málflutningi í dag að manndrápið hafi verið Angjelin hafi gripið til þess örþrifaráðs eftir að hann og fjölskylda hans hafi þurft að sæta líflátshótunum frá Armando. Jafnframt eru Claudia, Murat og Shpetim Qerimi ákærð í málinu, hvert fyrir sinn þátt sem leiddi til þess að Armando var banað. „Engin lagaheimild“ fyrir greinargerðinni Lögmaður Murats gerði alvarlegar athugasemdir við skýrslu lögreglu sem lögð var fyrir í málinu. Þar hafi meðal annars verið að finna lögfræðilega umfjöllun, þar sem fjallað sé um skilyrði samverknaðar í refsirétti, lögfræðilegar kenningar um verkskiptaaðild og staðhæfingar um að ýmis brot hafi átt sér stað að mati Geirs. „Ákæruvaldið velur að leggja fram greinargerð lögreglu, sem engin lagaheimild er fyrir og í greinagerðiinni er öllu sleppt sem gæti leitt til sýknu Murats. Ákæruvald og lögregla freista þarna til dómstóla að byggja dóminn á greinargerðinni,“ sagði Geir í málflutningi sínum. Hann sagði þó alvarlegast að í niðurstöðukafla skýrslu lögreglu hafi hvergi komið fram framburður Angjelins og Claudiu úr síðustu skýrslutöku þeirra hjá lögreglu. Bæði greindu þau þar frá því að það hafi verið Angjelin, sem hafi gefið Claudiu fyrirmæli um að senda skilaboðin „hi sexy“ í síma Shpetims þegar bifreið í eigu Armandos væri keyrt frá Rauðarárstíg 31, þar sem Armando hafði stutta viðkomu áður en hann fór heim til sín þetta kvöld. „Þessi lokaframburður er lagður til grundvallar í flestu öðru í málinu en þessu sleppt þegar kemur að Murat. Af hverju var þessu sérstaklega sleppt, þessu sem hefði getað sannað sakleysi Murats?“ Angjelin og Claudia bæði staðfest að Murat hafi ekki gefið fyrirmælin Murat er ákærður fyrir að hafa sýnt Claudiu tvær bifreiðar sem tilheyrðu Armando og lagt var í porti við Rauðarárstíg 31 í Reykjavík. Hann hafi þá gefið henni fyrirmæli, samkvæmt ákærunni, að fylgjast með bílunum og senda fyrir fram ákveðin skilaboð (hi sexy) í gegn um messenger á Shpetim, þegar hreyfing yrði á annarri hvorri bifreiðinni. Fram komi í máli lögmannsins að Murat hafi aldrei sýnt Claudiu Volvo-inn í eigu Armandos. Þá hafi hvít sendibifreið, sem hún hafi einnig átt að fylgjast með, ekki verið í eigu Armandos og hann hafi ekki haft af henni afnot. „Angjelin og Claudia hafa bæði staðfest að fyrirmælin hafi komið frá Angjelin um að hún ætti að fylgjast með bílnum,“ sagði Geir. „Afskaplega alvarlegt brot lögreglu og ákæruvalds“ Fram kom í andsvari Kolbrúnar Benediktsdóttur, varahéraðssaksóknara, í dag að fram hafi komið í upphafi skýrslu lögreglu að Angjelin hafi í skýrslutöku sagst hafa fyrirskipað Claudiu að senda skilaboðin. Geir segir það ekki nóg. Hvergi hafi það komið fram að Claudia hafi sagt slíkt hið sama og framburðir þeirra um þetta hafi ekki komið fram í niðurstöðukafla skýrslu lögreglu. „Þetta er afskaplega alvarlegt brot lögreglu og ákæruvalds í sakamáli. Murat er í viðkvæmri stöðu, hann sætir ákæru í erlendu ríki. Hann talar ekki íslensku, hann fær ákæru málsins þýdda en gögnin eru umfangsmikil og nær alfarið á íslensku. Refsingin er allt að lífstíðarfangelsi. Þrátt fyrir það sleppir lögregla framburði sem hreinsar manninn af þátttöku í manndrápi. Það er erfitt að ímynda sér alvarlegri brot gegn manni í viðkvæmri stöðu,“ sagði Geir. „Þetta er ófyrirgefanlegt. Hvað myndum við segja ef Íslendingur, sem væri staddur í Albaníu, myndi sæta ákæru fyrir manndráp og upp kæmist að albanska lögreglan hafi undanskilið framburð í skýrslu sem hreinsaði manninn af sök. Þar myndum við segja að Albanía væri ekki réttarríki.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Bótakröfur upp á tugi milljóna í Rauðagerðismálinu Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. 23. september 2021 11:18 Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Bótakröfur upp á tugi milljóna í Rauðagerðismálinu Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. 23. september 2021 11:18
Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35
Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56