Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Birgir Olgeirsson skrifar 20. september 2021 11:52 Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur verið naumt í aðdraganda kosninganna. Vísir/Vilhelm Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis. Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Sveiflur hafa sést bæði á skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum undanfarna daga sem virðast tengjast sveiflum í skoðanakönnunum. „Og ekki síður hafa þeir sem eru á mörkuðum sumir tjáð sig um að þeir hafi áhyggjur að næsta ríkisstjórn reki þrálátari ríkissjóðs halla. Það þýðir hærri vexti Seðlabanka út af minna opinberu aðhaldi og að skattaumhverfi verði hugsanlega óhagfelldara,“ segir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur varað við því, bæði í ræðu og riti, að lausari tök ríkisfjármála muni þýða hærri vexti. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur varað við því að aukinni skuldasöfnun ríkissjóðs muni þýða stýrivaxtahækkun.Vísir/Vilhelm „Þau skilaboð eru býsna skýr og aðilar á mörkuðum horfa til þeirra þegar þeir meta hvort það verði hugsanlega meiri skuldasöfnun og rekin meiri þenslu stefnu af hinu opinbera og lengra í það verði jafnvægi á ríkisfjármálum en boðað var af þeirri ríkisstjórn sem núna er að renna sitt skeið.“ Hækkun stýrivaxta leiðir til hærri afborgana á fasteignalánum og valdi samdrætti í fjárfestingum.. Ríkisstjórnin hefur verið að mælast með naumt fylgi í skoðanakönnunum en sveiflast markaðurinn eftir því hvort fylgi aukist til hægri eða vinstri? Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka.Vísir/Egill „Ég ætla ekki að kveða upp stóra dóm um það sjálfur á þessum tíma en ýmsir á mörkuðum hafa viljað tengja þetta saman þegar skoðanakannanir fóru að sveiflast til vinstri og flokka sem hafa stefnu að draga hægar úr skuldasöfnuninni. Að það hafi áhrif til lækkunar á hlutabréfamörkuðum og ávöxtunarkrafa á skuldabréfamarkaði hækkaði. En hvort það er innistæða eða ástæða fyrir þessum lækkunum það læt ég öðrum eftir að meta,“ segir Jón Bjarki Bentsson. Morgunblaðið birti könnun um liðna helgi þar sem vinstri sveifla var greinileg. Jón Bjarki segir markaðinn hafa farið niður á við í morgunsárið en það megi ekki síður tengja við alþjóðlega þróun vegna kínverska fasteignafélagsins Evergrande. Félagið skuldar 300 milljarða Bandaríkjadali og er sagt standa frammi fyrir sínu erfiðasta prófi þessa vikuna nú þegar það þarf að standa í skilum. Skörp lækkun hefur orðið á evrópskum og asískum hlutabréfamörkuðum sem tengjast vandræðum þessa fyrirtækis.
Skoðanakannanir Kauphöllin Efnahagsmál Verðlag Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira