Aftakaveður í kortum á kjördag Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2021 11:44 Björn Leví telur val á kjördegi enga tilviljun, þá séu líkur á vondu veðri verlegar og nú líti allt út fyrir að sú verði raunin. Hann telur slæma kjörsókn henta valdhöfum ákaflega vel. vísir/vilhelm Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu. Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á vakt vill reyndar setja fyrirvara við spá svo langt fram í tímann. „Við skulum aðeins bíða og sjá,“ segir Haraldur og bendir á að spáin verði orðin marktækari strax á morgun. „Þá fer maður að trúa þessu betur.“ Ekki er kræsilegt að ganga til kosninga í veðri sem þessu.skjáskot af vef veðurstofunnar Og þessi spá sem fyrirliggjandi er sé reyndar þannig að veður verst um hádegi. Strax seinna um daginn fer að sljákka í veðurhami. „En þetta verður spennandi að sjá,“ segir Haraldur sem telur engan vafa á leika að verði þessi staðan mun það koma niður á kjörsókn. Björn Leví, þingmaður Pírata, segist hafa varað við því að þessi staða gæti komið upp í þingræðu þegar dagsetningin fyrir kosningar var valin. „Rökin fyrir því að velja þessa dagsetningu en ekki seinni dagsetningu voru að þetta gæti sloppið áður en veður yrði slæmt. Ýmis dæmi eru um ansi slæmt veður fyrr í september þannig að þau rök duga skammt. Kosningardagsetningin 25. september, rétt rúmum mánuði fyrr en þær óvæntu kosningar sem við upplifðum 2016 og 2017, er upplýst val ríkisstjórnarinnar,“ sagði Björn Leví þá. Og nú sýni veðurspá nákvæmlega hver vandinn sé við að hafa kosningar að hausti til. „En vilji ríkisstjórnar til að sitja á valdastólum tók yfir allt annað.“ Björn Leví gerir þetta að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni. Segist þar vitaskuld vonast til að svona verði þetta ekki. „En höfum það á hreinu að það er veðmál þessarar ríkisstjórnar að hafa þetta svona - og lýðræðið liggur einfaldlega undir. Það eru líkur á því að færri mæti á kjörstað sem er alltaf slæmt,“ segir Björn Leví sem vill hvetja fólk á kjörstað nú þegar og skila utankjörstaðaatkvæði sínu.
Veður Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira