Covid-sýktir bíleigendur fá að kjósa á Skarfabakka Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 14:19 Skarfabakki í Sundahöfn hefur fram að þessu verið þekktari fyrir móttöku skemmtiferðaskipa en viðtöku Covid-sýktra kjósenda. Vísir/vilhelm Fólk sem er í einangrun eða sóttkví vegna Covid-19 verður gert kleift að kjósa til alþingis á sérstökum bílakjörstað á Skarfabakka í Reykjavík frá og með næsta mánudegi. Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans. Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Unnið að undirbúningi sambærilegra kjörstaða hjá öðrum sýslumannsembættum en sömuleiðis verður hægt að sækja um að kjósa í heimahúsi. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að ætlast sé til að kjósendur mæti einir á staðinn og verði búnir að skrifa niður listabókstaf þess flokks sem það hyggst kjósa. Þegar kjósandi er nálgast kjörstjóra framvísar hann skilríkjum og miðanum með listabókstafnum í gegnum bílrúðu. Fólki er óheimilt að opna rúðuna eða eiga önnur samskipti við fulltrúa sýslumanns á meðan það greiðir atkvæði. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á sérstaka bílakosningu hér á landi en úrræðið var sömuleiðis í boði í forsetakosningunum í fyrra. Verður fyrirkomulagið með svipuðu sniði að þessu sinni. Upplýsingar um opnunartíma á Skarfabakka verða brátt birtar á vef sýslumannsembættisins en ekki þarf að sækja sérstaklega um að fá að kjósa með þessum hætti. Kjörstjóri má ekki fara inn í heimahús Þeir kjósendur sem hafa ekki aðgang að bifreið eða eru of veikir til að geta keyrt á kjörstað geta sem fyrr segir sótt um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi. Sigríður segir að mikil áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir að kjörstjóri verði útsettur fyrir smiti. Samkvæmt nýrri reglugerð dómsmálaráðherra skal gæta þess að minnst tveir metrar séu ávallt á milli kjósenda og kjörstjóra eða þeir aðskildir með gleri eða á annan hátt. Þá ber kjörstjóra að nota viðeigandi hlífðarbúnað og kjósanda að nota andlitsgrímu. Undir engum kringumstæðum fer fulltrúi sýslumanns inn í íbúð kjósandans.
Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira