Vísbendingar um hægari efnahagsbata Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 10:29 Áframhaldandi óvissa er sögð ríkja um þróun ferðaþjónustunnar og framgang faraldursins erlendis. Vísir/Vilhelm Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur. Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36