Gleymd börn á gráu svæði Valgarður Lyngdal Jónsson skrifar 14. september 2021 13:00 Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Geðheilbrigði Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Þegar málaflokkur þjónustu við fatlað fólk fluttist frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 „gleymdist“ að gera ráð fyrir þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir, börn sem gjarnan eru sögð glíma við svokallaðan fjölþættan vanda. Þetta eru börn sem auk meðferðar og búsetu utan heimilis, þurfa stuðning og gæslu í öruggu umhverfi. Hvert barn þarf umönnun og gæslu tveggja til þriggja starfsmanna, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Sem betur fer eru þetta ekki mörg börn sem þurfa þjónustu af þessu tagi en samkvæmt nýlegri skýrslu sem velferðarsviðin á höfuðborgarsvæðinu gerðu má áætla að þetta séu um 30 börn á landsvísu. Allt frá því að fyrrnefnd yfirfærsla átti sér stað, hafa sveitarfélögin og ríkið unnið að því, stundum í góðri samvinnu en því miður stundum í ákveðinni togstreitu, að reyna að fækka „gráu svæðunum“ í skilgreiningum á því hvað teljist vera þjónusta við fatlaða (á ábyrgð sveitarfélaga) og hvað teljist vera heilbrigðisþjónusta (á ábyrgð ríkisins). Þjónusta við börn með fjölþættan vanda er stödd á miðju slíku „gráu svæði“ og heyrir að einhverju leyti undir geðheilbrigðisþjónustu í ríkisreknu heilbrigðiskerfi en að öðru leyti undir þjónustu á grundvelli barnaverndarlaga eða laga um þjónustu við fólk með langvarandi stuðningsþörf. Börn með fjölþættan vanda eru þannig gleymd börn á gráu svæði – stödd í miðjum átökum um hver eigi að sjá þeim fyrir þjónustu og greiða fyrir hana, ríkið eða sveitarfélögin. Á síðustu árum hefur ríkið stöðugt dregið úr þeirri þjónustu sem það veitir þessum börnum. Meðferðarheimili Barnaverndarstofu, rekin af ríkinu, voru 10 talsins árið 2000, en þeim hefur fækkað mikið síðan, voru orðin 5 árið 2011 (þegar þjónusta við fatlað fólk færðist til sveitarfélaga) og nú árið 2021 er aðeins eitt eftir. Þar er ekkert rými fyrir gleymdu börnin. Þannig hefur myndast tómarúm í þjónustu við þessi börn sem einkaaðilar hafa stigið inn í og bjóða sveitarfélögunum þessa þjónustu gegn fullu gjaldi. Með þessum hætti hefur heilbrigðis- og búsetuþjónusta fyrir þessi börn verið einkavædd þegjandi og hljóðalaust og reikningurinn sendur sveitarfélögunum. Þessi einkafyrirtæki veita eflaust mjög góða og faglega þjónustu, en algengur kostnaður á hvert barn er um 60-80 milljónir á ári og getur hæglega farið upp í 130-150 milljónir. Fyrir eitt barn. Augljóst er að slíkur kostnaður getur verið mikið högg fyrir fjárhag eins sveitarfélags, hvað þá ef börnin eru fleiri en eitt. Á liðnu kjörtímabili hafa þingmenn Samfylkingarinnar ítrekað kallað eftir skýrri leiðsögn, skilvirku skipulagi og heildstæðri stefnu í geðheilbrigðismálum barna. Allt of mörg börn bíða nú greiningar og hjálpar og þau og fjölskyldur þeirra standa frammi fyrir skorti á úrræðum og ótal spurningum í flóknum kerfum. Á annað hundrað börn bíða nú eftir þjónustu á Barna- og unglingageðdeild og alls eru á annað þúsund börn á biðlista eftir sálfræðigreiningu eða meðferð í opinbera heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma hafa starfsmenn stofnana ríkisins í auknum mæli haft frumkvæði að því að börn í þeirra þjónustu verði vistuð á einkareknum heimilum. Samfylkingin vill ráðast í þjóðarátak í geðheilbrigðismálum um allt land og gera geðheilbrigðisþjónustu að hluta af almenna heilbrigðiskerfinu. Með þessu erum við að tala um að þjónustan verði greidd af sjúkratryggingum Íslands, en einnig að geðheilbrigðisþjónusta verði ekki álitin afgangsstærð í íslensku heilbrigðiskerfi. Uppræta þarf biðlista barna og ungmenna eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu og innleiða þarf gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir börn og ungmenni. Ríkið er eini opinberi aðilinn sem hefur bolmagn til að fjármagna þá þjónustu sem börn með fjölþættan vanda þurfa á að halda. Stöðva þarf hina hljóðlátu einkavæðingu þessarar þjónustu, ríkið þarf að axla sína ábyrgð og hætta að senda sveitarfélögunum reikninginn. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun