Styrkja Píeta samtökin til þriggja ára Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 12:23 Frá undirritun samningsins. Píeta samtökin og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hafa gert samning um að ríkið styrki starfsemi samtakanna í forvörnum gegn sjálfsvígum. Samningurinn er til þriggja ára og fá Píeta samtökin 25 milljónir króna á ári samkvæmt honum. Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira
Áður hafa fjármögnunarsamningar við Píeta samtökin einungis náð til eins árs í senn. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með þriggja ára samningi geti forsvarsmenn samtakanna skipulagt starfið lengra fram í tímann og eflt það. Þar segir einnig að markmiðið sé að styrkja vinnu Píeta samtakanna gegn sjálfsvígum og þannig fækka sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum á Íslandi. Í áðurnefndri tilkynningu segir að starfsemi samtakanna sé einkum tvíþætt. Annarsvegar felur hún í sér að veita fyrstu hjálp, þjónustu, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu og vera brú í úrræði fyrir aðra. Hins vegar snýr starfsemin að því að vera leiðandi í forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum á Íslandi og þá meðal annars með því að hvetja til aukinnar þekkingar og vitundar í samfélaginu um orsakir og afleiðingar sjálfsvíga og sjálfsskaða. „Þessi samningur markar tímamót í sögu Píeta samtakanna þar sem félagsmálaráðuneytið veitir starfseminni sýn og viðurkenningu. Nú hefur verið tekið stórt skref í að tryggja ákveðinn stöðugleika í rekstri samtakanna til þriggja ára,“ segir Dr. Sigríður Björk Þormar, formaður stjórnar Píeta, á vef Stjórnarráðsins. „Það er ákveðinn léttir í húsi Píeta í dag á sjálfum alþjóðlegur forvarnardegi sjálfsvíga og við horfum bjartari augum fram á við. Fyrir hönd Píeta samtakanna þökkum við ráðherra og hans fólki einlæglega fyrir þennan mikilvæga samning.“ Ásmundur Einar segir Píeta samtökin ómetanleg og það forvarnarstarf sem þau vinna gríðarlega mikilvægt. „Allt þeirra starf er unnið að samúð og virðingu fyrir þeim sem til þeirra leita og ég er ótrúlega stoltur af þessu samstarfi sem við erum að fara í með samtökunum. Með því að gera samning til þriggja ára geta samtökin skipulagt starfið lengra fram í tímann ásamt því að auka forvarnir og fræðslu, sem þýðir þau geta tekið betur á móti einstaklingum sem glíma við sjálfsvígshugsanir eða sjálfsskaða og aðstandendum þeirra.“ Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Sjá meira