Munu þurfa að skera niður allt fé á Syðra-Skörðugili vegna riðu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2021 14:24 Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili verður skorið niður vegna riðu. Vísir/Vilhelm Allt fé á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði verður skorið niður eftir að riða greindist á bænum. Ráðist verður í mikið skimunarátak fyrir riðu í Skagafirði í haust. Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“ Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, í samtali við fréttastofu. „Það hittist þannig á að sama dag og greiningin lá fyrir þá var verið að smala fénu af afrétti og því er réttað í dag. Þannig að það kemur til réttar og það voru gerðar ákveðnar ráðstafanir til þess að það verði flutt til síns heima og að samgangur og samvera þess í réttum með öðru fé verði sem allra minnst,“ segir Sigríður. Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.Vísir Þetta sé gert til að minnka líkur á að riða smitist til annarra hjarða, af öðrum bæjum. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar féð er með öðru fé þá er ekki hægt að útiloka smithættu, en hún er fyrst og fremst þegar fé stendur saman þétt og einkum ef það er inni í húsi saman,“ segir Sigríður. Hætta sé á að fé af öðrum bæjum smitist af riðunni í réttunum. „Og það er einhver hætta á að fé af öðrum bæjum hafi smitast á meðgöngutíma sjúkdómsins sem getur verið allt að þrjú ár. Þannig að smithættan er nokkur,“ segir Sigríður. Niðurskurður fjársins á Syðra-Skörðugili er fyrirhugaður um leið og aðstæður leyfa. Á bænum eru um fimmtán hundruð kindur, 500 fullorðnar ær og um þúsund lömb. Ekki er ljóst hvernig riðan smitaðist í féð á Syðra-Skörðugili en riða hefur ítrekað skotið upp kollinum á ýmsum bæjum í Skagafirði á undanförnum árum. „Það hefur komið upp riðuveiki á nágrannabæjum og í Skagafirði frá árinu 2015 hefur komið núna upp riðuveiki á tólf bæjum. Þannig að þetta hefur svo sannarlega verið þarna í gangi í nágrenninu og þetta er mjög lúmskur sjúkdómur með langan meðgöngutíma sem nær að breiðast út án þess að við verðum þess vör. Aðgerðirnar núna miða að því að stöðva frekari útbreiðslu með þeim ráðum sem við höfum.“ Fyrirhugað er skimunarátak í sveitinni fyrir riðu. Búið var að ákveða að ráðast í það áður en riðan greindist á Syðra-Skörðugili. „Vegna þess að þetta er áhættusvæði. Þannig að það er verið að leita með virkum hætti að duldu smiti í hjörðum á þessu svæði og bændur sérlega hvattir til þess að láta vita af kindum sem ekki skila sér í sláturhús en sem eru felldar af einum eða öðrum orsökum.“
Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira