Í framboði fyrir tvo flokka í sitthvoru kjördæminu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 12:58 Ágúst Heiðar virðist vera eftirsóttasti frambjóðandinn í komandi Alþingiskosningum. Vísir/samsett Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk. Flokkur fólksins birti framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar í Norðvesturkjördæmi fyrr í dag. Austurfrétt varð vör við það að frambjóðandinn væri á tveimur framboðslistum, sem vekur mikla furðu. Ágúst Heiðar segir í samtali við Austurfrétt að hann hafi þegið sæti hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum fyrir nokkru síðan þegar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins, nefndi það við hann. „Guðmundur Franklín spurði mig í persónu hvort ég hefði áhuga á að taka 14. sæti og ég sagði já. Hann vissi að ég bjó á Akranesi þannig ég tel það hafi bara verið mannleg mistök að setja mig á lista fyrir Norðausturkjördæmið,“ sagði Ágúst í samtali við Austurfrétt, en ekki náðist tal af honum við gerð þessarar fréttar. Hann sé í Flokki fólksins og ætli sér að vera í framboði fyrir þann flokk en ekki Frjálslynda lýðræðisflokkinn. „Enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins“ Ágúst mun láta af sæti sínu á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins en sonur Guðmundar Franklíns mun skipa sætið í hans stað. Guðmundur segir í samtali við Austurfrétt að þetta sé með ólíkindum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins.“ Tvískráningin kom í ljós á síðustu stundu en framboðsfrestur rennur út á morgun, þegar flokkarnir sem hyggjast bjóða fram til Alþingis þurfa að skila listum fyrir hádegi á morgun. Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Flokkur fólksins birti framboðslista sinn fyrir komandi Alþingiskosningar í Norðvesturkjördæmi fyrr í dag. Austurfrétt varð vör við það að frambjóðandinn væri á tveimur framboðslistum, sem vekur mikla furðu. Ágúst Heiðar segir í samtali við Austurfrétt að hann hafi þegið sæti hjá Frjálslynda lýðræðisflokknum fyrir nokkru síðan þegar Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokksins, nefndi það við hann. „Guðmundur Franklín spurði mig í persónu hvort ég hefði áhuga á að taka 14. sæti og ég sagði já. Hann vissi að ég bjó á Akranesi þannig ég tel það hafi bara verið mannleg mistök að setja mig á lista fyrir Norðausturkjördæmið,“ sagði Ágúst í samtali við Austurfrétt, en ekki náðist tal af honum við gerð þessarar fréttar. Hann sé í Flokki fólksins og ætli sér að vera í framboði fyrir þann flokk en ekki Frjálslynda lýðræðisflokkinn. „Enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins“ Ágúst mun láta af sæti sínu á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins en sonur Guðmundar Franklíns mun skipa sætið í hans stað. Guðmundur segir í samtali við Austurfrétt að þetta sé með ólíkindum. „Þetta er með ólíkindum. Þetta er enn eitt skemmdarverkið frá Flokki fólksins.“ Tvískráningin kom í ljós á síðustu stundu en framboðsfrestur rennur út á morgun, þegar flokkarnir sem hyggjast bjóða fram til Alþingis þurfa að skila listum fyrir hádegi á morgun.
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Norðausturkjördæmi Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira