Byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 17:08 Með þessum tækjabúnaði svissneska fyrirtækisins Climeworks er koltvísýringur sogaður úr andrúmsloftinu og honum síðan fargað með aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. Stöð 2/Bjarni Í dag hófst starfsemi í lofthreinsistöðinni Orca skammt frá Hellisheiðarvirkjun sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum í samstarfi við íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbfix. Þetta er fyrsta lofthreinsistöð þessarar tegundar í heiminum. „Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2. Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
„Aðferð svissneska fyrirtækisins Climeworks gerir beina loftföngun og -förgun að raunveruleika,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig sé verið að svara kalli Loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðina um brýna þörf á föngun og förgun koltvísýrings úr andrúmsloftinu. Christoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur þegar starfsemi hófst í Orca stöð fyrirtækisins við Hellisheiðarvirkjun í dag.Stöð 2/Bjarni Cristoph Beuttler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks var viðstaddur opnun Orca stöðvarinnar við Hellisheiðarvirkjun í dag. Hann segir stöðina gríðarstóran áfang í beinni loftföngun en stöðin geti fangað 4.000 tonn af CO2 á ári hverju. Koltvísýringnurinn væri fjarlæður beint úr andrúmslofti á öruggan hátt og fargað varanlega með því að breyta honum í stein með náttúrulegri aðferð íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Carbfix. „Þessi aðferð getur verið hluti af lausn loftlagsvandans ef starfsemin er verður aukin eftir því sem fram líða stundir víða um heim,“ segir Beuttler. Losa þurfi milljarða tonna af koltvísýringi úr andrúmsloftinu fram til ársins 2050 eigi mannkynið að komast af. Stöðin væri sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og stökkpallur fyrir Climeworks sem stefni að því að geta fangað megatonni fyrir síðari hluta þessa áratugar með leiðandi lausn sem jafnframt væri auðvelt er að skala upp. Orca fargi CO2 á varanlegan og mælanlegan hátt. „Og setur fordæmi á markaði fyrir hágæða, sannreynanlega förgun á koltvísýringi með því að vera fyrsta beina loftföngunar- og förgunarþjónustan með sannreinanlegt ferli í heiminum," segir í tilkynningu. Þetta hafi verið staðfest um miðjan júní á þessu ári af sjálfstæðum DNV stöðlunaraðila. Beuttler segir hægt að fanga koltvísýring með tækni fyrirtækisins alls staðar í heiminum. „Ísland er hins vegar augljós kostur þar sem aðgangur er af ódýrri orku með sem er framleidd með nánast engu kolefnisspori. Þá höfum við aðgang að tækni Carbfix sem kemur koltvísýringnum varanlega fyrir með því að breyta honum í stein með niðurdælingu í jörð,“ segir Beuttler. Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir Climeworks mikilvægan viðskiptavin í kaupum á förgun koltvísýrings.Stöð 2/Bjarni Edda Sif Pind Aradóttir forstjóri Carbfix segir samstarfið við Climeworks mikilvægt í útbreiðslu förgunaraðferðar fyrirtækisins. En Carbfix er nú þegar með í verkefnum í Tyrklandi og fleiri ríkjum við að farga koltvísýringi og koma honum fyrir í jörðu niðri og umbreyta honum í stein. „Við höfum verið að vinna með Orku náttúrunnar í að koldíoxíð sem annars yrði sleppt frá Hellisheiðarvirkjun. Nú erum við að gera gott um betur og líka hreinsa það sem þegar hefur verið losað út í andrúmsloftið," segir Edda Sif. Nánar verður fjallað um þetta mál í kvöldfréttum okkar á Stöð 2.
Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira